Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Blaðsíða 1
béh
36. tölublað.
Sunnudagur 19. október 1947.
XXII. árg.
Arni Óla:
ELLIÐAÁRMÁLIN
SAGA ELLIÐAÁNNA er ekki ó-
rnerkur þáttur úr sögu Reykjavíkur.
Árnar voru í landnámi Ingólfs Arnar-
sonar og Vík hefur upphaflega átt
allan veiðirjett þar. En þegar sjálf-
stæðar jarðir byggjast upp með án-
um, fá þær veiðirjett fyrir sínu landi.
ÞÓ eru nokkrar likur til þess að af-
komendur Ingólfs hafi haldiö nokkru
itaki í veiðinni, þvi að í máklaga frá
1235, er seinna verður getið, er sagt
að ..Víkurmenn" eigi veiðírjettindi í
ánum og ennfremur Þormóður Svarts-
son, bóndi í Gufunesi. En hann mun
kominn af Ingólfi Arnarsyni og hygg-
ur Klcmer.s Jómson að þessi veiði-
rjettur Gufunesinga, sje kominn að
erfðum frá IngóJfi.
Veiðirjetturinn í ánum varð mörg-
um öldum seinna hið mc;ta þrætu-
epli og hófust út af því 8 ára mála-
ferli, þras og svo að segja borgara-
styrjöld á Seltjarnarnesi. Verður aðal-
lega dvalist við þann kafla sögunnar
í þessari grein, eða hin svo nefndu og
alræmdu ,,Elliðaármál".
ELSTU HEIMILDIR
í MÁLDAGA frá árínu 1231 scgíi
að Viðeyjarklaustur eigi Elliðavatns-
land hálft og allt land að Vatnsenda
með þeim veiðum og gæðum, er þeim
LaxakisUi i ElliÖaánum 18i6 (mynd úr bók Gaimards >
hafa fylgt að íornu. Þar segir einnig
að klaustrið eigi Kleppsland allt og
laxveiði í Elliðaám að helmingi við
Laugarnesinga.
Samkvæmt máldaga frá 1235 á svo
klaustrið í Viðey, Laugarneskirkja,
Nesmenn og Víkurmenn veiði í Elliða-
ánum og er nánar ákveðið hvern
hluta hver þessara aðila eigi. Þar er
og sagt fyrir uin það hvernig megi
veiða og eru leyfðar tvær veiðiað-
ferðir. Önnur er sú að draga á viö ár-
ósana, en það má ekki gera nema með
fjöru eða útfalli. Hin aðíerðin er sú,
að stííla aðra kvíslina og veita hcnni
í hina op var það kallað að „gera í ár".
Með því móti mátti taka laxinn svo
að segja á þurru landi í þeirri kvísl-
inni, sem stífluð var.
Með siðaskiptunum (1550) varð sú
breyting á, að konungur sölsaði undir
sig klaustrin og allar eignir þeirra og
jarðagóss. Varð konungur þá ,,eig-
andi" að laxveiðinni í Elliðaánum og
þeim klausturjörðum, sem að ánum
lágu. Konungur notaði fyrst veiðina
fyrir eigin reikning, en er stundír
liðu fram, þótti honum þac" ekki til-