Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Blaðsíða 8
316 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FYRIR SKOM.MU kom frjett um það að amerísk Skymaster-flugvjel hefði lent í Englandi. I henni voru 11 menn, en enginn þeirra liafi snert stvri nje annan loftsiglinga úthúnaS flugvjelarinnar á leið- inni yfir Atlantshaf. Flugvjelinni var eingöngu stýrt með loftskeyttim. Var hún 10 klst. og 15 mín. á leiðinni. — Hjer sjest l’lugvjelin og mennirnir, sem í henni voru. ÆTTAKMERKI Á lSLANDI Haukur lögmaður Erlendsson (f 13D4) bar hauk í innsigli sínu og er það lík- lega hið elsta ættarmerki á íslandi, sem sögur fara af. Loftur ríki Guttormsson á Möðruvöllum (t 1436) hafði fyrir ætt- armerki hvítan fálka í bláum feldi. — Bjöm Þorleifsson ríki og hans afkom- endur höfðu skjaldarmerki: hvítabjöm í bláum feldi og hvítabjörn á hjálminum. Torfi Arason í Kiofa hafði nokkru áður, 1450, tekið upp samskonar merki, nema hálfur hvítabjöm var á hjálminum. — Eggert Eggertsson, sem eitt sinn var iögmaður í Víkinni i Noregi og aðlaður 1488, hafði skjaldarmerki: hvítan ein- hyrning í bláum feldi og sömuleiðis á hjálmi. Sonarsonur hans, Eggert lög- maður Hannesson, fekk staðfesting á því merki hjá Kristjáni III. árið 1554, handa sjer og sínum afkomendum, er síðan báru það í innsiglum sinum allt fram á seinustu öld. VÍSA NEÐAN Á BRJLF Þetta blað er strax í stað stílað til þess og sett á vess, að beri það í bæjarhlað bragnar Ness til Jóhanncss. Nóta! Nes á að vera sama og Kaup- mannahöfn, en Jóhannes sama og Kon- ráð; skáldaleyfið er tekið sjer vegna rímsins (Jónas Hallgrímsson)- GUNNLAUGUR Á TANNSTÖÐUM 1 stúdentsvitnisburði Björns Gunn- laugssonar, landmælingamanns, sem út er gefinn af Geir Vídalín 2. júlí 1808, segir svo: Þessi loftlegi yngismaður er fæddur árið eftir Krists fæðingu 1788 á Tannstöðum innan Húnavatnssýslu, hvörs faðir er Gunnlaugur Magnússon, fátækur bóndi, en í dyggð og gamalli falslausri tryggð, aungra eftirbátur, sem hjer að auki er gæddur r.ámsgáfum svo ferðugum og ligugum sjerdeilis í mælingar- og byggingár-fræði, að hann auðveldlega forþjenaði að nefnast eyju vorrar Archimedes, ef hann hefði ei vantað efni og konstar sinnar settu rcglur; til vitnis hjer um, að jeg hafi ei oflofað hann, eiu þær nýu maskinur, sem hann hefur oss veitt, til — að mæla tneð veg þann cr maður ferðast — að setja upp fiskibáta með frá sjó og — til að andæfa með, fyrir utan aðrar sem sjálfar lofa síns höfunds ypparlega hugvit. Af slíkum föður er vor loflegi yngismaður fæddur. LÆKJARGATA OG AUSTURSTRÆTI voru ekki svo kölluð upphaflega. — Lækjargata var fyrst í stað ekki nema ofurlítill spotti suður með laknum, og var þá kallað „Heilagsandastræti“, vegna þess að þar bjuggu ekki aðrir en Ólafur Pálsson, dómkirkjuprestur og Helgi biskup Thordersen. En Austurstræti var fyrst kallað „Langafortov“ eða Langa- stjett, vegna þess að steinaröð var lögð eftir því að sunnanverðu til þess að ganga á, þegar ekki varð komist yfir það fyrir forarbleytu. Hafnarstræti átti og annað nafn fyrst. Það var þá kallað Strandgata.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.