Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 417 Johs. Gröntved magister land grasafræðilega og merkilegt að ýmsu leyti. Ýmsar jurtir, sem taldar voru sjaldgæfar eða ófundnar á Vest- fjörðum reyndust all-algengar hjer. Við vorum jafnvel svo heppnir að finna nýja starartegund — hrísastör — norræna tegund, sem áður er aðeins fundin í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Carex adelostoma er vísindanafn henn ar. Krossjurt reyndist vera algeng á þessum slóðum í kjarri, en var ekki fundin svo norðarlega fyr. Eggtví- blaöka vex líka í Asparvíkurdal og Goðdal, en var aðeins kunn frá Skut- ulsfirði áður hjer á Vestfjörðum. — Margt fleira merkilegt grasafræðilegt mætti nefna, en jeg sleppi því hjer. Við mættum hvarvetna mestu gest- risni og velvilja á ferðinni. Jeg undr- aðist líka mjög áhuga fólksins fyrir gróðrinum. í Danmörku verða grasa- fræðingar hissa, ef bóndinn eða heima fólk hans fer með til að athuga jurtir. En á Vestfjörðum fóru bændur með okkur um hásláttinn í grasaferðir. — Ekki aðeins til að skoða jurtirnar í garðinum og á túninu, heldur líka til að safna villijurtum út um fjöll og haga. Þetta sannar áþreifanlega ást íslendinga á landi sínu og náttúrufari þess. Fanst mjer mikið til um þetta. Ný kynslóð náttúrufræðinga og áhuga manna í náttúrufr. vinnur nú af alúð að rannsókn landsins og útbreiða nátt- úrufræðilega þekkingu meðal alþýðu í ræðu og riti og með skoðunarferð- um. Jeg óska þeim til hamingju og árna alls góðs. Lítið er um góða vegi í Stranda- sýslu, en þarna kyntist jeg jeppanum í fyrsta skifti, því að hann er ennþá mjög sjaldsjeður í Danmörku. Hjer er hann að taka við af hestunum og því virðast lítil takmörk sett hvar jeppinn kemst áfram yfir hálsa, mela og móa, og jafnvel ár. Jeppinn kemst alt. — Jeg gerði góða för til Strandasýslu. Eftir hina löngu bílferð til Hólmavík- ur varð Staður í Steingrímsfirði fyrsti áfangastaður okkar fjelaga. Sjera Ing ólfur Ástmarsson var staddur á Hólmavík og ók okkur í jeppa sínum heim á prestssetrið. Þar vorum við tvo daga í besta yfirlæti. Prestshjónin hafa bæði áhuga á jurtagróðri. Sjera Ingólfur flutti okkur yfir að Svans- hóli í jeppanum, langan veg yfir Bassastaðaháls. Tók Ingimundur bóndi og kona hans ágætlega á móti okkur. Þar er hitaveita og nýrækt. Er alt blátt af blákollu og rautt af sóldögg á jarðhitasvæðinu. Og í hrísþúfunum neðan við túnið fundum við hrísa- störina að nýju, en alurt og álftalauk í síkjum skamt þar frá. Inn í Goðdal fórum við ríðandi inn með kjarrvaxinni hlíð. Bóndinn þar, Jóhann Kristsmundsson og synir hans eru grasafróðir og fundu nýja tegund, stinnaref (juncus squarrosus) þar í dalnum í fyrra. Frá Svanhóli jepp- uðum við til Ásmundarness og geng- um þaðan til Reykjarvíkur og svo með vjelbát til Kaldbaksvíkur og Aspar- víkur. Á þeim stöðum eru víða ynd- isfagrir burknar í stórum brúskum, einkum þúsundblaðarós, skjaldburkni og skollakambur. Fólkinu þótti þús- undblaðarós undarlegt nafn, en svo ljetum við það telja smáblöðin eða bleðlana á einu burknablaði og það datt ofan yfir það yfir blaðafjöldan- um. Nafnið er rjettnefni. Frá Asparvík fórum við sjóleiðis til Kaldrananess og dvöldumst 2 daga hjá hreppstjórahjónunum við mestu gest- risni eins og alstaðar. Þaðan gengum við yfir heiðina til Drangsness og fór- um þaðan út í Grímsey að rannsaka gróðurinn. Eyjan er lítil en gróðursæl. Frá Drangsnesi fórum við með mæl- ingabát ríkisins til Hólmavíkur. Þar skoðuðum við tvo daga umhverfið og hjeldum síðan aftur til Reykjavíkur eftir hálfsmánaðar árangursríka og skemtilega för um áður ókunn hjeruð. Að lokum vil jeg þakka hjartanlega öllum þeim mörgu, sem hafa greitt fyrir mjer og sýnt mjer vinsemd með- an jeg dvaldi á íslandi. Johs. Gröntved. V V V - Molar - í HERBÚÐUM .. nokkrum fól undirforingi óbreytt- um liösmanni aö vökva blómagaröinn kl. 3 á hverjum degi. Einu sinni geröi ógurlegt þrumu- veöur. Liösforinginn kom þá æöandi inn í skála og þar var þá blómavörö- urinn inni. ,fKlukkan er þrjú!" œpti liösfor- inginn, „og þú átt nú aö vera að vökva blómunum!“s' ..,J5?n þaö er hellirigning úti,“ svar- aöi lúnn. ,,Þaö er engin afsökun,“ sagöi liös- foringinn. „Þú hefur regnkápu“. VARÚÐARRÁÐSTÖFUN Um aldamótin, þegar fyrstu bilarn- ir komu í gang, þá fældu þeir svo marga hesta og slösuöu svo snarga fótgangandi menn, aö Tennessee rík- iö í Bandaríkjunum setti þaö í lög, aö hver sem ætlaöi sjer að feröast á bíl, yröi aö tilkynna þaö meö auglýs- ingu í dagblööunum, viku áöur. VONT VEÐUR ..Vont veöur er altaf verst, þegar horft er á þaö út um glugga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.