Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 6
418 LESBÖK MORG UNBLAÐSINS Ný uppgötvun, sem getur haft geisilega víötœk áhrif á alt mannlíf. HLJÓÐGEISLAR HIÐ nýjasta á sviði vísindanna cr að nota hljóðbylgjur, sem hafa svo mik- inn sveifluhraða, að ekkert mannlegt •eyra getur heyrt þær. hcssi uppgötv- un opnar ótal möguleika, sem menn hafði varla dreymt um. Tvö dæmi. Maður nokkur gekk írain og aftur um grasflöt fyrir utan hssið sitt og rendi á undan sjer einhverju áhaldi, sem mest líktist litlum kassa. Ekkeit heyrðist í þessu áhaldi og nágrann- arnir uröu forvitnir. Hvað var maður- inn að gera? Þeir komu til að horfa á. Undrun þeirra varð mikil er þeir sáu að maðurinn var að slá grasflöt- ina með þessu áhaldi, sem ekkert heyrðist í og cngan ljá hafði. En gras- ið fell eins og af sjálfu sjer tvo eða þrjá þumlunga fyrir framan áhaldið. Kona nokkur setti þvott í þvotta- vjel og sneri kveikjara. Vatnið. i þvottavjelinni hreyfðist ekki — það var engin svciflubulla í henni — en samt varð vatnið á augabragði ó- hreint og eftir stutta stund tók kor.an þvottinn hreinþveginn upp úr henni. Engan hávaðá var að heyra í þvotta vjelinni fremur en í sláttuvjelinni, og þó voru þetta líklega hávaðasömustu vjelar í heimi. En sá var munur á þeim og öðrum vjelum, að þær höfðu svo hátt, að mannlegt eyra gat ekki numið hljóðbylgjurnar. Þessar háu hljóðbylgjur höfðu þau áhrif á grasið að það kubbaðist sundur þegar þær skullu á því. Og þær hristu blátt áíram öll óhreinindi úr þvottir.um, sem var í hinni aðgerðalausu þvotta- vjel. Slíkar þvottavjelar er nú farið að nota í stórum þvottahúsum í Eng- landi. Aukið öry'ggi á sjó. Vísindamenn við háskólann í Kali- íorníu hafa fundið ráð til þess að nota þessar hljóðbylgjur til aukins ör- yggis fyrir skip á höfum úti. Hljóð- bylgjurr.ar berast langar leiðir í sjón- um. Venjulega fara þær til botns og frá botni cndurkastast þær upp aftur. En á 3000 feta dýpi geta þær borist lárjett í sjónum. Þessa þekkingu hafa mer.n notað til þess að útbúa sjer- stakt neyðarkalls áhald, sem iíkist sprcngju. Skip, scm er í hás'ra statt, fleygir þessari sprengju fyrir borð og hún springur á 3000 feta dýpi, en frá sprengingunni berast hljóðöldur tn móttökustöðva, sem eru á eyjum eða íram við sjávarströnd. Þessar stöðvav l-aía þráðiaust samband sín á milli og geta á svipstundu miðað nákvæm- lcga hvar hið nauðstadda skip er. Með hljóöbylgjum er líka hægt að finna og mæla dýpi og hvort siglinga- hættur sje í nánd. Skip geta t. d. á þer.nan hátt fundið það hvort ís er fram ur.dan og ætti þvi ekki framar að vera hætta á að skip farist á sama hátt og ,,Titanic“. Lcit að afla. Á stríðsárunum seinni notuðu her- skip bandamanna hljóðbylgjur til þess að finna kaíbáta neðansjávar. Nú eru fiskimenn farnir að nota þær til þess að finna íiskigöngur í sjó, og hefur það tekist vel. Ameríkumenn búast t. d. við því að þessi aðíerð muni geta haft ómetanlega þýðingu fyrir sardínu veiðar sínai'. Meðal sardínuafli hjá Kaliforníu er 200.000 smál. á ári. En í fyrra brást síldin og veiddust þar ekki nema 26.579 smál. Þetta staíar af breyttri síldargöngu, segja fiski- fræðingarnir. Síldin heíur farið eitt- hvað annað, og því valda einhver skil- yrði í hafinu, hiti, straumar eða eitt- hvað annað. En einhvers staðar er síldin, og það ætti að vera hægt að finr.a hana með hinum „þöglu hljóð- bylgjum". Kenjar síldarinnar hjer við land eru öilum kurtnar. En eí hún kemur ekki á sín rjettu mið, þá ætti eftir þessu að vera hægt í framtíðinni að leita hana uppi. Á þennan hátt þykjast fiskifræðing- ar einnig geta fengið upplýsingar um göngu laxins, sem hefur verið ráð- gáta. Á vesturströnd Ameríku cr lax- inn í ánum þangað til hann er tvæ- vetur. Þá fer hann út í Kyrrahafið og enginn veit hvar hann hefst við þangað til hann kemur aftur eftir þrjú ár í árnar til þess að hrygna. Hvar hefur laxinn haldið sig þessi þrjú ár? Sú ráðgáta leysist máske með hljóðbylgjum. Brcytir efnum og malmuni. Með hljóðbylgjum er hægt að breyta jarðolíu í bensín. Hvort þetta getur haít hagkvæma þýðingu, er komið undir því, að þessi aðferð verði ódýr- ari en eldri aðferðir. Með hljóðbylgjum er einnig hægt að blanda saman olíu og vatni. Surnir málmar bræðast alls ekki saman, en ef hljóðbylgjum er beint á þá bráðna, renna þeir nú saman og á þennan hátt koma fram alveg nýir blendimálmar, sem geta haft mikla þýðingu fyrir alls konar iðnað og vjelasmíði. Til lækninga. Þá hefur það og komið í Ijós, að hægt er að nota hljóíjgeisla til lækn- inga. Þeir drepa sumar tegundir af sóttkveikjum og með þeim er því hægt að gcrilsneiða ýmsa vökva. Þá hefur og verið sannað, að þeir geta komið i stað „diathermy"; þeir auka hita í rnerg beinanna, án þess að skemma beinin sjálf. Þeir haía reynst vel til að lækna iskias og taugahnúta. Drepandi geislar. Það er eigi aðeins að hægt sje að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.