Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 8
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS EINKENNILEGUR STULDUR Veturinn 1864 var niðurjöfnunarskrá Reykjavíkur lögð fram til sýnis í bæj- arþingstofunni, en var stolið þaðan> — Varð mikið þref um það, hver bera ætti ábyrgð á skránni, og lýstu þá bæj- arfulltrúar yfir því einum rómi, að skrá in væri algjörlega úr sinni ábyrgð frá því að þeir hefði sent hana yfirvöldum á lögskipaðan hátt. Þó buðust þeir til að senda bæjarfógeta nýtt afrit gerða- bókar sinnar um þetta mál, í trausti þess, að hafðar yrði betri gætur á skránni framvegis. JÓN HALLDÓRSSON á Bjarnastöðum í Bárðardal (faðir Halldórs bankagjaldkera) var hugsjóna og framfaramaður, en hans naut ekki ltengi við, því að hann dó á besta aldri. Árið 1858 boðaði hann til fundar heima hjá sjer til þess að ræða um sparnað, og komu þangað 40 menn. Þar var stofn aður „sparisjóður“ og lögðu 20 fundar- menn fram 175 ríkisdali. Á þeim fundi gengu og 15 menn í kaffibindindi um eitt ár. í tóbaksbindindi fengust ekki nema 4 menn. En tveir aðrir voru fúsir til að ganga í það, með skilyrðum. Ann- ar vildi fá að taka í nefið og upp í sig, ef sjer byðist það, en hinn vildi mega reykja þegar í sjer væri kvef og þyngsli. En ekki þóttu þessar undan- þágur góðar til eftirbreytni og voru ekki veittar. BAKKABRÆÐUR Hinir alkunnu Bakkabræður voru synir Þorsteins bónda, er eitt sinn bjó á Bakka í Barðsókn í Fljótum. Einn þeirra, Gísli, giftist og mun hægt að rekja ættir til hans. Kona hans hjet Gróa. Einu sinni fór hún austur í Fljót og kom ekki til baka fyr en daginn eftir. Bóndi hennar mætti henni hjá Dælarós, nálægt Barði. Starir bóndi þá nokkuð framan í hana, uns hann segir: „Kvurní andskotanum ertu einsýn Gróa'*. Gróa hafði mist annað augað í æsku og þau höfðu verið gift í 20 ár, án þess að hann hefði tekið eftir þessu fyrri. Hjer af er kominn málsháttur- inn: „Kvurní andskotanum ertu einsýn Gróa“ — segir sjera Jón Norðmann. Elizabeth prinsessa, ríkiserfingi Stórbretlands, og maðurinn hennar, Philip Mountbatten hertogi. ÁLFKONA í VIÐEY Dr. Magnús Stephensen konferenzráð í Viðey var ejtt sinn á gangi um eyuna. Varð þá á vegi hans kona, sem fekk honum eggjafötu. Hann hugði þetta mundi vera einhver vinnukvenna sinna, sem verið hefði að taka egg. En þegar vinnufólkið var komið heim um kvöldið, kannaðist engin stúlknanna við, að hafa hitt húsbóndann, enda sýndi það sig að fötunni var ofaukið. — Skamt fyrir austan túnið í Viðey eru háir hólar, sem heita Kvennagöngu- hólar. Því hefur verið trúað til skamms tíma, að þar ætti álfar heima og hefði oft sjest þar. KIRKJA BROTIN í VIÐEY Pjetur son Einars prests Snorrasonar Ölduhryggjar skálda, bróðir Marteins biskups, gerðist umboðsmaður hirðstjór ans og var mjög í áliti og vingan við Dani, og hafði gefið sig mest í fylgd með þeim er þeir tóku Viðey, þann tíma er Ögmundur biskup var fanginn. Það er mæit að Pjetur hafi látið rifa niður Viðeyjarkirkju velsmiðaða og domum bræðranna, og bera moldina alla í miðjan kirkjugarðinn, gert þar síðan baðstofu og kokkhús, og þar aft- ur af náðhús og látið ræsið horfa í kirkjustaðinn. En Skrúða og kaleika tæki Danir til sín (Árb. Esph.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.