Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 1
3. tbl. Sunnudagur 25. janúar 1948 XXIII. árgangur FRA BERNSKUARUM SIMANS „ÞAÐ ER EKKI ENGINN getur gert sjer grein fyrir því, sem ekki hefur reynt það sjálfur, hvað daglegt líf íslendinga breyttist, þegar síminn kom til sögunnar. Hann var ævintýri. Hann brúaði að hálfu leyti fjarlægðirnar innanlands og færði landið og þjóðina utan úr hafs- auga einangrunarinnar nálægt heims viðburðum og straum viðskiptanna. Jafnvel þeir, sem voru fulltíða- menn þegar fyrst var talað í sírna landsfjórðunganna á milli, muna ekki glöggt hvernig allt líf þjóðarinnar var áður daufara, drungalegra og með meira seinagangi. Þegar hver sat á sínum stað, og vissi ekkert hvað var að gerast nema á næstu grösum fyr en pósturinn kom eða strandferða- skipin. Svo skammt er síðan þessi mikla breyting varð, að nokkrir menn eru enn við símastörf, er unnið hafa við símann frá því í upphafi hans og bernsku. Meðal þeirra er Jónas Ey- vindsson, símaverkstjóri. Og það sem merkilegra er. Hann hafði verið síma- maður hjer á landi í meira en ár, áður en Landssíminn var lagður, því hann vann við Talsímafjelag Reykjavíkur, er tók til starfa á árinu 1904. Frá 22. okt. 1904 I nálega 44 ár hefur Jónas unnið ONYTUR A ÞJER HAUSINN“ Frásögn Jónasar Eyvinds- \ / i sonar símaverkstjóra Jónas Eyvindsson. að símastörfum, og mun hann vera elstur í þeirri grein allra manna á Is- landi. Hjer um daginn bað jeg Jónas að segja mjer eitthvað frá bernskuárum símans hjer á landi. En Jónas er, eins og allir vita, sem þekkja nokkuð til hans, minnugur á allt, sem fyrir hann hefur borið, og kann góð skil á öllu, sem hann hefur kynnst um dag- ana. — Jeg kom í þjónustu Talsímafje- lagsins 22. október 1904, segir Jónas í upphafi.'Kom í land af strandferða- skipi Sameinaðafjelagsins, Skálholti, þ. 18. sama mánaðar. — Hvað varstu að gera á Skálholti? — Jeg fór 8 ára gamall í sveit, sem smali, og var þar í 6 sumur. En þegar jeg kom heim um haustið, 14 ára, fór jeg í Sturlubakarí, sem Björn Símon- arson keypti síðar, og síðan hefur heit ið Björnsbakarí. Eftir 3 mánuði fór jeg þaðan, til Emils Jensey, bakara í Austurstræti. Hann var þar sem nú er verslun L. H. Múllers. Þar fjekk jeg 10 króna kaup á mánuði og fæði. Vann frá kl. 5 á morgnana ti^ kl. 10 á kvöldin. Vinnutíminn langur fyrir mig. Þar var jeg samt í 2l/2 ár. Var þá orðinn langþreyttur á þeirri vist. Vildi fá 35 króna kaup, og fæða mig sjálfur. En Emil Jensen kvaðst ómögu lega hafa efni á því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.