Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 2
30 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS í strandferóum Þá tók jeg að vinna við höfnina og kynntist þeim hjá ,,Sameinaða“. En ' júní um vorið vantaði „uppvartara" á Skálholt. Rjeði mig þangað og var þar um sumarið. En fór ekki út með skip- inu um haustið, er það*hætti ferðurn hjer. Næsta vor rjeði jeg mig sem há- seta á skipið og var þar næstu sumur- in en í landi um veturinn. Byrjaði næsta yor aftur og var þangað til þetta, að við komum hingað til Reýkjavíkur þ. 18. nóvember árið 1904, en áttum að vera hjer sam- kvæmt áætlun í októberbyrjun. Það var ljqta ferðalagið. Menn voru ekki að súta það svo mjög, þó skipin kæmu vikunni fyrr eða seinna. Skipstjórinn, sem þá var á Skálholti, hafði aldrei siglt hjer áður, og var öllu ókunnugur á ströndinni. Við fengum t.d. stórhríð er verið var að skipa út kjöti á Blöndu ósi, og urðum að liggja úti í flóanurn í 7 sólarhringa samfleytt, og sáum aldrei land. Skipstjóri var ekki nema þetta sumar með Skálholt. Siraavinnan byrjar Þegar jeg kom í land aí Skálholti var mjer efst í huga, að lesa undir Stýrimannaskólann, og gerast sjómað ur. Þá var Hans Krag kommn hingað til Talsimafjelagsins til þess að koma upp bæjarsímanum. Jeg var að vinna út i skipi ,,Sameinaða“ Lauru, þegar til mín kemur maður, sem hafði verið beðinn að útvega Krag ungan mann sjer til aðstoðar. Átti hann að kunna dönsku. Jeg talaði vitaskuld dönsku, eins og íslensku, hafði fyrst lært hana hjerna í barnaskólanum, og svo þessi sumur, sem jeg var með Skálholti. Og jeg felst á að reyna þetta. Jón Ásmundsson, verkstjóri hjá Sameinaða hafði útvegað Magnús, son sinrt, í simavinnuna og Guðmund Giss urarson, yngra. Jeg fjekk með mjer 4. unglinginn, Sigurð Sveinbjörnsson. 1 Hann fórst af skoti hjer inn með sjó, nokkrum árum síðar. Alls vorum við því 4, sem Krag hafði með sjer. 50 pantanir Þegar lagning símalinanna byrjaði um bæinn munu um það bil 50 manns hafa pantað sima. Lagðar voru ein- faldar línur í sparnaðarskyni, en jarð- samband haft fyfir hina línuna. Og notast var að miklu leyti við járn- grindur, sem reistar voru upp á húsa- þökunum í stað staura. Krag gerði ,,model“ af járngrindum þessum en við símamennirnir fengum að setja þær saman í járnsmiðju Gísla Finnssonar. Miðstöðin með 100 lína skiptiborði var í húsi Helga Helgasonar við Póst- hússtræti. Þar hafði Sameinaða af- greiðslu uppi á lofti, en vörugevmslu niðri. Var afþiljað pláss í vörugeymsl unni fyrir stöðina. Húsið var flutt þangað sem það nú er, þegar byggt var hús Eimskipafjelagsins og þar er afgreiðsla Sameinaða enn. Þeir dúndruðu tveir niður staurinn Fyrsti staurinn var reistur á fjöru- kampinum, þar sem nú er Mjólkur- fjelagshúsið. Þann staur fengum við vestur í Slipp. Hann var 47 feta hár. Við vorum báðir uppi í^þessum staur á kampinum, Sigurður og jeg að koma fyrir símavirum. Hann var fyrir ofan mig. Hann missti fótanna og við dundruðum báðir niður eftir öllum staurnum og niður á jafnsljettuna. — Höfðuð þið ekki stólpaskó á íót- unum? — Þeir voru allt öðru vísi á fyrstu árunum. Það voru gaddar innan á jarkanum, sem maður átti að slá inn í staurana, og fóta sig þannig. En svo höfðum við band utanum okkur, þeg- ar við vorum að vinna uppi í staur- unum. Og þvi runnum við niður með staurnum. Annars hefðum við vita skuld stungist á hausinn, og ekkert orðið eftit af okkur. Sigurður var með vetlinga. Svo. hann sakaði ekki. En jeg var berhentur. Það voru margar flísar í lúkunni á mjer, sem Krag tíndi út næstu daga. Krag setti aldrei upp vetlinga. Svo jeg gerði það ekki heldur. Datt það ekki í hug. Enda mest af vinnunni þannig löguð, að ekki var hægt að hafa skjólvetling.i á höndunum. Fyrsta línukerfið Símalínan í Vesturbæinn var lögð úr þessum staur í járngrind, sem við reistum á þakinu á Duus-verslun, þar sem nú er Ingólfsapótek. Þaðan voru línurnar lagðar á íshús Geirs Zoega, sem var vestur á túnunum. En svo var sett upp stauralína vestur túnin. Á Hverfisgötunni voru staurar. En símalínurnar suður í bæinn voru fyrst settar upp í grind uppi á verslunarhúsi Sturlu Jónssonar, þar sem nú er Búnaðarbankinn, síðar verslunarhús Egils Jacobsen. — Þær lágu síðan í tvöfaldan staur, sem reist ur var á bak við Kvennaskólann, það- an í grind á pakkhúsinu, sem stóð á bak við Reykjavíkur apótekið gamla. Meðan við vorum að leggja linurn- ar í bæinn og koma símanum í lag fjölgaði pöntunum, svo komin voru 100 númer og skiptiborðið fullskip- að þegar síminn tók til starfa. — Hvað var kaupið, sem þú fjekst? — Upprunalega var það 20 aurar á tímann. En Krag fjekk það fljótlega hækkað í 25 aura. — Og vinnutíminn? — Frá kl. 6—6 þegar birtan leyfði. En var ekki nema 6 klst. í dimmasta skammdegini’ — Hvað tók það langan tíma að koma talsímakerfinu í bænum upp? — Það stóð yfir fram á vor 1905. Við vorum orðnir uppiskroppa með járn í grindurnar, sem við settum á húsþökin. Brátt voru símapantanirn- ar komnar yfir 100. / Talsímafjelagið — Hve lengi staríaði Talsímafje- lagið? — Upphafsmaður þess var Knútur Zimsen. Var Klemens Jónsson, land-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.