Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 16
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Álfadans. Fyrir skemstu höfðu skátafjelögin álfadans og áramótabrennu á íþróttavellinum. Safnaðist þangað .múgur manns að horfa á, svo að sjaldan hefir verið svo gestkvæmt á vellinum. — Hjer á myndinni sjást álfakonungshjónin. REKI FRÁ AMERÍKU ' Árið 1884 rak á Munaðarnesi við Ófeigsfjörð reykjarpípu með reyrlegg, eins og Indíánar nota. Árið 1797 rak á Ströndum og á Norðurlandi mikið af vestindiskum sykurreyr „og þótti furðu legt“. Árið 1740 eða 1741 rak í Múla- sýslu bát á stærð við fjögra manna far; var hann allur bundinn saman með tág- um og negldur með trjenöglum, en í honum var hvergi járn. BJARNI HALLSSON Það varð um Bjarna prest Hallsson á Grund (í Eyjafirði), er þá var áttræð- ur (1692) og hafði verið kallaður klerk- ur mikill, lögfróður og mikilsháttar, að hann skírði barn, er hann átti sjálfur fram hjá konu sinni, og fleygði hemp- unni að*því loknu og mælti: „Þú hefur lengi þjáð mig“. Gekk síðan í próventu með Magnúsi á Espihóli, syni Bjarnar Pálssonar, og lifði þar 4 ár síðan (Esph.) KONUBÆTUR Það bar til (1690) á Höfðaströnd á þeim bæ, er Hugljótsstaðir heitir; þar bjó sá maður er Gísli hjet. Kona hans gekk til fjár um kvöldið; á veg fyrir hana kom griðungur af öðrum bæ; hann rjeðist á konuna, lagði hana undir og gekk loks af henni dauðri. Heimti Gísli, bóndi konunnar, bætur fyrir hjá manni þeim, er nautið átti. — Hann kvaðst mundu gefa Gísla graðunginn, hefði hann fyrirfarið sjer, en eigi meira. — Gísli ljet sjer það vel líka, skar Dola og át sjálfur og þóttist vel hafa veitt. Var hann síðan kallaður Bola-Gísli, eða Gísli boli (Mælifellsannáll). FYRIRBURÐUR Á BESSASTÖÐUM Árið 1684 andaðist barn Heidemanns landfógeta á Bessastöðum. — Dó það , snögglega í vöggu um nótt, og í sama bili slokknuðu öll ljós og eldar alls staðar á Bessastöðum. Af þessum at- burði urðu þau Heidemann og kona •hans svo hrædd, að þau flýðu frá Bessastöðum. NÁHLJÓÐ ^%turinn 1699 bar það til í Trjekyllis vík á Ströndum að 4 menn urðu bráð- kvaddir, sá fyrsti á aðfangadagskvöld, annar á jóladagskvöldið, þriðji að kvöldi annars í jólum og sá fjórði að kvöldi hins þriðja í jólum“. í þeirri sveit höfðu menn í fyrndinni ekki alltíð orðið sóttdauðir, heldur oft bráðkvadd- ir. En áður en einhver vjrð bráðkvadd- ur, heyrðist ógnarlegt hljóð, svo fjöllin tóku eftir, og kölluðu þeir það náhljóð eða nágaul“ (Fitjaannáll.) FYRIRBOÐI Sóttir tvær komu á dögum herra Gissurar (Einarssonar), sú hin fyrri 1541 og ónnur 1546. Þá voru jarðaðir í Görðum á Álftanesi 50 manna og marg- ur annars staðar að hverri kirkju. — Teikn fyrir þeirri sótt var mikill þytur í lofti; hann heyrðist um allar suður- sveitir; hann kom fyrst úr sjó og í Reykjanes, svo þaðan upp í Grindavík- urfjöll og svo hvert fjall af öðru inn að Hafnarfirði, og svo þaðan í Esjuna, síðan í Akrafjall og þá hvert af öðru þaðan frá. Þetta skeði um vorið milli krossmessu og fardaga 1545, en sóttin kom um haustið (Biskupaann.) JÓN MAGNÚSSON bróðir Árna assessors, tók þrisvar fram hjá konu sinni, og eitt sinn, er hann þurfti að blíðka hana eftir það, en hún var stríð, kvað hann: Lengi skipast heitin hörð, hugur minn engu kviðir, lætur dúna linna jörð leiðast til um síðir. ÞJÓÐTRÚ Það er mál manna í Möðruvallasókn í Hörgárdal, að þegar sá maður búi á Auðbrekku, sem eigi alla torfuna, þá muni fjallið fyrir ofan hana hrynja fram á torfuna og taka hana alla af (Ól. Dav.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.