Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 8
36
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
M
Reykjavík um það leyti er hún eigr.aðist Laugarnes
spítalans og kostnað við rekstur hans.
í júlímánuði um sumarið kom svo
hingað nefnd manna frá dönsku Odd-
fellowreglunni (undir forystu Peter
Bayers stórsírs) og afhenti landstjórn
spitalann, sem þá var fullsmíðaður.
Var hann hátíðlega vígður 27. júlí um
leið og afhénding fór fram.
Spítali þessi var starfræktur i nær
hálfa öld og á þeim tíma var unnýtn
sigur á hinni hræðilegu holdsveiki,
sem um aldir hafði þjakað þjóðina.
Seinast voru sjúklingarnir orðnir svo
fáir, að húsið þótti ofviða, og voru
þeir fluttir í Hressingarhælið í Kópa-
vogi 1940. En erlenda setuliðið lagði
undir sig spítalann í Laugarnesi og
brendi hann ofan af sjer 1942. S\o
lauk sögu hans.
Stutt vfirlit
Landnámsjörðin Reykjavík var upp
haflega viðlend, en brotnaði í margar
sjálfstæðar jarðir. Laugames var með
fyrstu jörðunum, sem gengu undan
hcnni. Eftir þúsund ár samcinuðust
þessar jarðir aftur. Síðan cr ní liðin
rúmlcga hálf öld. Og mættu nú líta
upp úr gröf sinni þeir, sem af mestri
einlægni og trú á framtíðina börðust
fyrir því að bærinn eignaðist Laugar
nes, þá mundu þeir áreiðanlega vera
ánægðir mcð árangurinn af sínu
starfi.
Laugardalurinn, Sogin, Kringlumýii
og Fossvogur hefur verið ræktað. Hjá
laugunum er kominn ágætur sund-
staður ásamt góðum húsakynnum. —
Hjá þvottalauginni er steinsteypt hús,
þar sem þvottakonur geta unnið
hvcrju sem viðrar. Mcnn vissu vel,
þcgar cignin var keypt, að alt þctta
var hægt að gera, cí peningar fcngist
til þcss. Hitt grunaði engan, að heita
vatnið mætti nota til þess að hita hús
í Reykjavík. Engum mundi heldur
hafa komið til hugar að spá þVí þá, að
eftir hálfa old væri risin upp tvö þorp
í Laugarness- og Kleppslöndum, hvort
um sig með fleiri hlsum og íbúum
heldur cn þá voru í sjálfrr höfuðborg-
inni.
í Laugardalr.um eru fallcgar gróðr-
arstöovar og þar \ oru banar.ar fyrst
ræktaöir á íslandi. Og J>arna í daln-
um á bráðum að koma stærsti leik-
vangur á íslandi, þar sem æskulýður
Rcykjavíkur gctur stundað margskon-
ar íþróttir. Það cr því varla oísagt að
Laugarr.esland sjc kjarninn í Ileykja-
víkurlaðdi.
En úti á sjálfri nestánni, þar sem
hið forna býli stóð, seinna biskups-
stofan og seinast Holdsveikraspital-
inn, er nú dapurlegt um að litast. Þar
eru brunarústir spítalans og margir
rauðbrúnir og ósjelegir hermannaskál-,
ar, og setja ljótan og leiðinlegan svíd
á staðinn. Sú er eina bótin, að þetta
skálahverfi á brátt að hverfa, og þá
rís þarna vonandi upp merkilegt og
fagurt stórhýsi, heimili fyrir aldraða
sjómenn. Þaðan geta þeir horft út á
hafið, sem bar öndvegissúlur Ingólfs
að landi við Víkina, til merkis uni
þann vilja guðanna að hjer við hin
bláu sund skyldi höfuðborg íslands
rísa upp og blómgast.
Heimildir: Dr. Jón Helgason: Árbæk-
ur Reykjavikur: Sami: Þeir, sem settu
svip á bæinn. Klemens Jónsson: Saga
Reykjavíkur. Landnám Ingólfs I—III.
Njáls saga. Egils saga. Landnámabók.
Sturlunga saga. Alþingisbækur. Bisk-
upasögur. Safn til sögu íslands I. Ár-
bók Fornleifafjelagsins 1914. Þjóðólfur
8—10 árg. Brjefabók stiptamtmanns.
Brjefabók bæjarfógeta. Skjöl úr safni
Reykjavíkur (í Þjóðskjalasafni). Huld
I. Olafur Lárusson próf.: Bygð og saga.
Lovsamling for Island. Eggert Ólafsson
og Bjarni Pálsson: Ferðabók. Brynleifur
Tobíasson: Saga Laugarness (Lesbók
Morgunblaðsins 1943). Tímarit hins is-
lcnska Bókmcntafjelags 18. ár.
MAÐUll ætlaði að kaupa málvcrk
og fór til nýtísku málara. Ilann var
lengi að skoða málverkin, en að lok-
um benti hann á eitt og spurði:
— Af hverju er þetfa málverk ?
Málarir.n: Það er af kú á beit.
Gcstur: Nú, jcg sjc ckkert gras
þarna.
Málarinn: Það cr ckki von, kýrin
hefur kroppað það allt.
Gestur: En hvar er þá kýrin?
Málarinn: Getið þjer ímyndað yður
að kýrin haldist við á grasbletti sem
er uppbitinn?
I