Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 2
:16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Riffill var ekki til þar. Haglabyssari var nr. 16 og við fengum með ,henni fjórar patrónur hlaðnar með fugla- höglum. Það var mjög í sama mund að við lögðum af stað aftur úr Rekavík og bjarndýrið kom að landi hinsvegar við víkina þar, sem heitir Barð. Rjett þar fyrir innan á hlíðinni gengur klettadrangur fram í sjó. Dýrið gekk nú inn skriðurnar fram með hlíðinni, sem var snarbrött þangað til það kom að nokkurskonar einstigi, sem lá upp fjallið, rjett fyrir utan dranginn. Þar lagði það leið sína upp fjallið. Við hertum nú róðurinn, sem mest við máttum og lögðum að landi fyrir inn- an dranginn. Bjarndýrið snusaði að mjer t Þegar á land var komið fórum við upp með honum og stóðst það á end- um að jeg komst upp í smá skarð sem var í klettabeltið og að dýrið var komið á móts við það upp ein- stigið. Jeg hafði aldrei sjeð bjarndýr áður, en nú stóð það alt í einu 10 faðma frá mjer. Það horfði á mig eins og það væri afar undrandi. Svo snusaði það að mjér. En nú var enginn tími til umhugs- unar. Jeg miðaði byssunni, sem var hlaðin fuglahöglum á hausinn á því og hitti ágætlega. Dýrið rak upp ösk- ur en fjell samt ekki við. Það tók nú aftur á rás upp einstigið, sem lá beint upp að þverhnýptu berginu. En það átti nú mjög óhægt um vik. Einstigið var snarbratt og það várð að klóra sig áfram. Því tókst samt að komast nokkru hærra. Jeg átti liinsvegar ekki hægt um eftirför enda þótt jeg hefði^dýrið af- króað þarna í gilskorunni, sem var snarbrött. Það var hæpið að jeg gæti fótað mig í henni, og það var meira en óvíst að höglin ynnu á skepnunni. Ef það snerist til varnar og rynni á mig hlaut jeg að hrapa niður í stór- grýtta f jöruna. Með því að færið var ekki mjög Handan við víkina var þjarndýriö unniö langt tók jeg því þann kostinn að skjóta öðru skoti. Það hitti eins og hið fyrra en alt kom fyrir ekki, bjarndýrið orgaði en drapst ekki, höglin unnu bersýnilega ekki á því, en það var nú orðið töluvert sært. Samt sem áður tókst því að þoka sjer lengra upp fjallið og alla leið upp undir bergið. Þar lagðist það niður og horfði niður til okkar. Nú komst það ekki lengra. Það var gjörsamlega afkróað. En það var þýðingarlaust að reyna fuglahöglin oftar á það. Jeg ákvað þess vegna að snúa við út í Rekavík aftur og reyna að fá betri hlaðning í byssuna. Þóttist nokkurnveginn viss um að dýrið væri orðið það sært að það gæti ekki lagst til sunds aftur, enda langt sund út á næstu ísjaka. Nóttin var björt og engin hætta á að við týndum því. Þetta var um mið- nættið. Við fáum ný skot Svo snerum við til Rekavíkur aftur. Og nú fundust stærri högl. Hlóðum við nú sjö eða átta skot með þeim og lögðum af stað með þennan nýja hlaðn ing til þess að finna bjarndýrið. Lentum við bátnum aftur fyrir inn- an klettinn en ákváðum að fara aðra leið að dýrinu. Höfðum nú fengið með okkur meiri mannskap og kaðla til þess að síga* í. Gengum við nú upp hlíðina nokkru innar og er við vorum komnir dálítið upp fyrir þann stað er bjarndýrið var á, lögðum við leið okk- ar út klettahillu, sem lá út fjallshlíð- ina. Fórum við út hana þar til við komum á móts við það. En þá var all langt niður að því og óráðlegt að skjóta á svo löngu færi, enda slútti bergið dálítið framyfir það svo það sást varla. , Jeg hef aldrei heýrt annað eins öskur Þá leiðina völdum við líka. Kaðlin- um var hnýtt um mig og jeg látinn síga niður. Þeir hjeldu tveir um end- ann upp í hillunni. En það var óþægi- legt að síga með hlaðna byssuna, og klettarnir voru sleipir. Þegar jeg hafði sigið um 30 faðma niður gekkMálítil snös fram úr fjall- inu. Á henni gat jeg fótað mig með því að hafa styrk af kaðlinum. Þá voru ekki nema um það bil 10 faðmar nið- ur að bjarndýrinu. Það lá nú kyrt og eins og fram á lappir sínar þarna uppi við bergið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.