Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 16
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í REYKJAVÍK eru margir fallegir staðir, falleg hús og fallegir garðar, þótt ekki viti það þeir, sem halda að Miðbærinn sje Reykjavík og ekkert annað. Gangi menn á fögrum sumardegi um hin svokölluðu úthverfi, fer ekki hjá því að menn hljóta að undrast hvað einstakir menn hafa gert til að fegra borgina, með því a ð rækta trje umhverfis hús sín. Og ekki eru þessir garðar síður fagrir á veturna, þegar lognmjöllin hefur þakið trjen hvítu laufskrúði. Þessi vetrarmynd er af húsi og garði á Sólvöllum. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). UNDARLF.G FÆÐING Á Síðu, austur í Meðallandi í Skarðs- kirkjusókn, hefur prestur þar, síra Þor kell, skrifað biskupinum, herra Oddí (1609), að ein kona í þeirri sókn hafi fætt tvö börn, það fyrra á fimtudag, sofandi í sænginni án sóttar; fylgdi þar með barnsfylgjan. Þetta barn var and- vana og ekki stærra en hálf stuttspönn, fæturnir ekki digrari en leggur í hana- fæti. Seinna barnið fæddist»á laugar- dagskvöldið þar eftir; það var lifandi og fullaldra (Fitjaann.) JÓN GÓUR Fyrir 90 árum var maður, sem Jón hjet og kallaður Jón góur, á Höskulds- stöðum á Skagaströnd. Hann var skýr- leiksmaður mesti, vandaður og guð- hræddur og talinn skygn. Sjósóknari var hann mikill og allra manna djarf- astur á sjó. Jóni var stundum sagt, að hann mundi ekki hætta svaðilförum sínum fyr en hann dræpi sig, en hann svaraði, að vera mætti að hann drukn- aði, en varla mundi hann drukna í sjó. — Þau urðu endalok Jóns, að hann datt út af borði, sem lá yfir ársprænu, og fanst örendur I ánni skömmu seinna. Svo var áin grunn, að ekki vafnaði yfir líkið, þar sem það lá. SPÖNN Algengt var fyrrum, og jafnvel fram undir seinustu aldamót, að mæla í spönnum. Var þá talað um stuttspönn og langspönn. Stuttspönn var það er maður spannaði með þumalfingri og vísifingri, en langspönn þegar spannað var með þumalfingri og löngutöng. — Þetta var ekki nákvæmt mál, því að menn spanna mislangt. Spönn kemur fyrir í ýmsum málvenjum: Skamtaðu stráknum spönn, hann skamtar sjer aðra sjálfur. Það þarf ekki að gefa mjer hálfa spönn til þess að skamma hann. Jeg á ekki hálfa spönn eftir að gera það. Hann nennir ekki spönn frá rassi. UMBYLTING Á ÞINGVÖLLUM í júnímánuði árið 1789 urðu miklir jarðskjálftar á Suðurlandi. Þá umbreytt ist Þingvallahraun og svo vatnið, svo að sökk vatnsbotninn að norðan og dýpkaði það þeim megin og hljóp á lgnd, en alfaravegur forn varð undir vatni sums staðar. Gryntist það og alt að sunnan. Hrundi mjög Almannagjá og klettar fleiri. Þá seig alt land milli Almannagjár og Hafnagjár eina alin, að því er Sveinn Pálsson segir. Sökum skemda og breytinga þeirra, sem á urðu, varð jarðskjálfti þessi meðfram tilefni til þess, að Alþingi vár flutt frá Þingvöllum til Reykjavíkur (Þorv Thor.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.