Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 gátum við það? Og að auki — sveitin var svo þunnskipuð, að það var ekki unnt að þynna hana frekar. — Því stóðum við kyrrir og bárum okkur ekki upp — en gerðum eins og við gátum. Hann lokar augunum og liggur þögull, eins og allar þessar myndir liðu nú fyrir sjónir hans. Yfir fölu andlitinu, sem er alsett svitadropum, hvíla harðir þjáningadrættir. Eftir stundarkorn heldur hann á- fram og er erfitt um mál: — Á þriðja degi vorum við leystir af. Sveitin okkar hafði gert skyldu sína. Hún stóð þar sem hún átti að standa — á verði. Það var ekkert skarð í röðinni. Við vorum allir kyrr- ir á okkar stað. Þeir, sem ekki gátu staðið lengiar á sínum köldu fótum — stóðu á hnjánum, en þeir stóðu samt — og gerðu skyldu sína til hins síðasta. Þeir, sem höfðu kalna arma og hendur — reyndu að hlaða með tönnunum. Fjelagarnir hjálpuðu til — og það tókst. Að vísu var hjer og hvar skarð í línuna. Það var dálítil þúfa, smáþúst (upphækkun) í skaflinum, þar sem einhver átti að hafa staðið. Það voru þeir, sem voru frosnir í hel . .. Og víða var snjórinn litaður blóði. En við vorum allir kyrrir á okkar stað. Allir . . . Hvað þá um mína aumu fætur? Ef fósturjörðin þarínast þeirrar fórnar, þá legg jeg hana fús- lega fram, fúslega......... Nokkrir menn eru vaknaðir í rúm- unum í kring um okkur. Þeir hlusta á frásögn Suviranta. Jafnvel vöku- konan úr hliðarherberginu er komin inn. Við stöndum þegjandi í kring um hann. Jeg býð honum vatn að drekka og laga koddan undir fótstúf- unum. Suviranta, viljið þjer ekki hvíla yður núna, og safna kröftum, svo að þjer verðið heilbrigður. Ekki tala svona mikið — kraftar yðar mega ekki við því. — Systir, mig langar að segja dá- lítið við f jelaga mína — á meðan jeg hef krafta til þess. Dálítið, sem hefur hvílt á mjer og kvalið mig síðan jeg var þarna í eldlínunni — dálítið, sem jeg hef ekki getað talað um áður. Jeg verð að fá að segja það við fjelaga mína nú. — Fielagar, hlustið á mig — til eru menn, sem segja, að það sje synd að drepa, að fara í stríð, að skjóta og* kasta handsprengjum og allt því um líkt. Að það sje dauðasynd. Að almátt ugur Guð muni einhverju sinni á efsta degi dæma þá, sem borið hafa vopn. — En, fjelagar, jeg ætla að segja ykkur eitt: einmitt þetta er Tcross stríösins, sem hefur verið lagður á okkar fátæka land. Ekki í örvæntingu, ekki í ótta nje kvíða, skulum við bera þenna kross fyrir landið okkar. Þá verður okkar litla þjáning svo lítil — og allt, sem við höfum misst, allt það, sem við missum, verður hjegómi samanborið við þetta. — Allt það, sem við höfum misst, allt, sem við söknum — hje- gómi. Var það þetta, sem hann sagði? Jafnvel söknuður minn, sorg mín, þrá mín, verður að engu, hverfur, verður svo lítil fyrir þessum hinstu orðura fátæks, deyjandi hermanns. Jeg blygð ast mín. Suviranta hefur risið á aln- boga með erfiðismunum. Það er undar leg glóð í augum hans, eitthvað spá- mannlegt við röddina, þegar hann hrópar til fjelaga sinna í rómi, sem er í senn sannfærandi og ákveðinn: — Fjelagar, á efsta degi, á hinum mikla degi, ætla jeg að ganga fram fyrir dómara minn, einarður og upp- litsdjarfur. Og þá segi jeg: Hjer er jeg, Suviranta, hermaður nr. 266 í her Finnlands, fátækur, gráklæddur hermaður — dæm mig, ef þú vilt! En einnig jeg hef tekið þátt í því, eins og þú, að bera kross hjer á jörðunni. Og glaður skal jeg taka á móti hegning- unni úr hans mildu hönd. Allir hlusta með fjálgleik, sumir sjúklinganna, sem ganga við hækjur, hafa komið að rúminu hans til að hlusta. Suviranta hnígur niður á kodd- ann, eins og örmagna, og liggur með lokuð augu. Því næst lyftir har.n sjer eins og hann má, með hjálp handleggs ins, sem er óreifaður, og segir hátt og greinilega: — Að missa lífið er ekki óttaefní, f jelagar. Að missa Iandið — landið — það er allt. Orð hans berast um stofuna. Hrærð hlustum við á þau. Það er hálfrökkur inni. Einhver snöktir hátt. Þungur flugvjelaniður heyrist greinilega í kyrðinni. Nær og nær færist hljóðið — nær og nær. Svörtu heljarfuglarn- ir hafa ónáðað okkur síðustu dagana. Rödd hins deyjandi hermanns hefur svo skæran hljóm í myrkrinu: — Landiö — fjelagar— landiö, þaö er állt...... Dynjandi hávaði skekur húsið. — Tunglið hefur farið í felur, eins og af hræðslu. Það er niðadimmt í stofun- um og við megum ekki kveikja. Að- eins þegar flugvjelarnar steypa sjer niður, þá varpa þær hræðilegum og hótandi ljósglömpum inn í gegnum stóru gluggana. En langt í burtu yfir trjátoppun- um, sem eru ósnortnir af myrkri og sársauka stríðsins', eldir aftur af ný- um degi — Guðs signaða degi, sem ber oss öllum boð um Ijós eftir myrk- ur. — (Meira). Ljósmyndir á gleri Nýlega hefur veriö fundiö upp í . Ameríku gler, sem tékur viö Ijós- myndum, alveg eins og Ijósmynda- pappír. Gleriö er alveg sljett og tcért eins og annaö gler, en til þess aö korna myndinni á það, er þessi aöferö notuö: Ljósmyndarfilman er lögö á gleriö og síöan er beint á hana útbláu Ijósi dá- litla stund. Þá er filman tekin af og gleriö hitaö upp í 1000 stig á Fahren- heit. Viö hitann kemur myndin fram á því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.