Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Blaðsíða 6
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^ vaJ Oss var vísað niður í afturlest. Var þar stigi niður í þriðja farrými og þar gengið í lestina. Þarna var loftgott og rúmt. í loftinu hekk eitt steinolíuljós- ker og bar daufa skímu yfir þetta gímald. Um aðra birtu var ekki að tala. Lítið var af vörum í lestinui nema hvað brytinn átti þar fjölda bjórkassa. Þöktu þeir mestan hluta gólfsins í tveimur lögum og náðu jafn hátt umgjörð neðra lestaropsins. Menn fóru nú að hreiðra um sig þarna á bjórkössunum eftir því som föng voru á. Voru þarna bæði kar’ca' og konur. Höfðu sumir rúmföt með sjer, en aðrir ekki annað en brekan eða poka. Út í bylinn Um nón lagði ,,Flóra“ á stað. Var þá komin talsverð mugga, en þegar út í flóann kom brast skyndilega á ^eðiveður með grenjandi hríð, svo að ekki sá út úr augunum. Fór þá þegar að stæra sjó, svo að farþegar kusu að ganga til náða. Var svo talið að þeir hefði verið rúmlega áttatíu tais- ins, en skipverjar voru annað hvort l?eða 14, svo að nær hundrað manns var um borð í skipinu. Veðrið versnaði stöðugt, stormurinn jókst, sjóinn stærði og frostharka varð grimdarleg. Skipið tók ægilegar veltur og hnykkir komu á það þegar holskeflur skullu á því, og virti.l manni þá braka i hverju bandi, eins og það væri að gliðna sundur. Gerðust þá margir sjóveikir og sjóhræddir. Alla nóttina helst þetta og fram á næsta dag. En fyrir oss lestarbúa voru engin skil dags og nætur og vissum vjer lítt hvað tímanum leið og höfðum fáar frjettir af því, sem gerðist annars staðar á skipinu. Þó frjettum vjer það á þriðjudagsmorgun að skipið væri komið vestur á Húna- flóa, en nú væri veðrið orðið svo vit- laust, að ekki væri viðlit að fara venjulega siglingaleið, og hefði því verið tekin stefna til hafs, beint upp í veðrið. Þannig var haldið áíram allan þriðjudaginn. Skipið var mjög lítið hlaðið og því hátt á sjó, og nú tók að hlaðast á það ís og ljet það því miklu ver en áður. Engan matarbita var hægt að fá um borð. Þeir, sem voru á ferli sögðu að brytinn væri sjóveik- ur — en brytinn vár kona, að vísu mesti stólpagripur, en hún gat þó orðið sjóveik eins og aðrir. Vatn fekst ekki heldur og var því borið við að ekki væri hægt að ná til vatnsgeym- anna. Þótti vatnsskorturinn verri heldur en matarleysið, en fólk bar s'g vel og enginn mælti æðruorð. Vofa í skipinu Lágþiljur voru fremst á „Flóru“ og tveir allháir stigar af því upp á há- þiljurnar. Fremst í stafni voru klefar skipsmanna og geymslur og þurfti að fara yfir lágþiljurnar til þess að kom- ast þangað. En þar hafði engum verið fært á milli síðan á þriðjudagsnótt. Á lágþiljunum var eitthvað af vörum, og þar voru einnig nokkrir lifandi sauðir og geitur. Á þriðjudagskvöld var stýrimaður á stjórnpalli. Veðrið var hið sama og ekki var hugsað um annað en halda skipinu upp í og reyna að verja það áföllum, Heyrir þá stýrimaður alt í einu nístandi angistaróp í gegn um stormgnýinn. Verður honum litið fram á, og sjer þá að hurð á hásetaklefa framan við lágþiljur, stendur galopm og hvít vofa er i gættinni og frá henni koma þessi hræðilegu óp. Bar hún af við kolsvart myrkrið innan við dyrn- ar. Vjer frjettum seinna að stýrimanni hefði brugðið hastarlega, því að hann taldi þetta yfirnáttúrlegt, þar sem hann vissi að engin lifandi mannvera átti að vera þarna. En hásetinn sem stóð við stýrið gat frætt hann á bví hvernig á þessu stóð. Meðan skipið stóð við í Siglufirði hafði stúlka, sem var á leið um borð, fallið í sjóinn milli skips og bryggju. Henni var óðar bjargað og var fyrst farið með hana inn í vjelarrúm og hún látin liggja þar á ristum yfir vjelinni á meðan henni var að hlýna. Síðan höfðu hásetar farið með hana fram í klefa sinn, látið hana hátta þar og tekið föt hennar, með sjer til að þurka þau. Þarna hafði stúlkan svo verið einmana síðan, því að enginn hafði árætt að fara fram í klefann að sækja hana. Þegar stýrimaður heyrði þessa sögu, varð hann reiður mjög og skip- aði einhverjum háseta að fara þegar í stað að bjarga stúlkunni. En það var ekki álitlegt ferðalag. Hafsjóar gengu hvað eftir ahnað yfir skipið og höfðu sópað út flestu því, sem á lágþiljum var, þar á meðal öllum sauðunum og geitunum, nema einni. Skipverji þorði þó ekki annað en hlýða. Sætti hann lagi og komst fram eftir skipinu og náði í stúlkuna. Hann var heljarmenni og bar hana eins og ullarvindil vfir lágþiljurnar og upp stigann. En er þau voru komin efst í stigann, kom ólag og sópaði stigan- um með sjer útbyrðis, en þáð vildi þeim til lífs að þau köstuðust upp á þilfarið og var þar einhver nærstadd- ur að grípa í þau. Stúlkan hafði verið orðin viti sínu f jær af því að vera þarna ein í myrkri og þeim ólátum er yfir gengu. Hún reyndi að komast út, en það var ekki hægt, því að hurðin var læst. Ein-» hvern veginn hafði henni tekist að ná í eitthvert barefli, sem var svo öfl- ugt að hún gat brotið upp hurðina. Hún náði sjer þó furðanlega fljótt aftur. En þetta atvik varð geitinni til lífs, því að hún skaust bógbrotin inn í klefann og.hafðist þar við upp fiá því. Stærsta áfallið Það var einhvern tíma á miðviku- dagsnóttina að skipið fekk versta á- fallið. Fleygði sjórinn því þá svo gjör- samlega á hliðina að siglur voru í sjó. Þetta skifti engum togum. Ljósker'ð sem hekk í lestinni, slóst upp í loftið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.