Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSIN S
!;!TT
225
að stunda háskólanám. Uróöirinn var
lengi í sjóhernum, síðar í landhern-
um, alllengi atvinnulítill.
„Hvers vegna ferð þú til Venezu-
e!a?“ spyr jeg.
„Við ítalir erum oí margir til að
gcta iifað á hinum byggilegu hlutum
lands okkar,“ svarar hann. „Þess
vegna er atvinnuleysi á ítalíu. Þess
vegna búa of margir þar við þröng-
an kost. Ef jeg hefði verið kvrr, þá
hefði jeg sennilega gerst bóndi á jörð
foður míns. Jeg hefði vafalaust getað
dregið þar fram lífið, en það hefði
orðið mjög tilbreytingalítið, stöðugur
þrældómur, litlir möguleikar til að
komast áfram — í stuttu máli —
leiðindalíf. Jeg veit ekki örugglega
hvað við tekur, en það verður áöyggi-
lega ekki verra en það, sem hefði
orðið heima. Jeg kannast við nokkra
menn frá Bari, sem flutt hafa til
Venezuela. Þeir láta vel af lífinu þar,
segja nóga vinnu, ónumin landsvæði,
mikla möguleika. Jeg er með brjef til
vinar föður míns, ítala, sem flutti til
Venezuela fyrir nokkrum áratugum,
og jeg vona að hann leiðbeini mjer.
Faðir minn seldi hluta af jörðinni og
greiddi þannig það, sem okkur bræð-
urna vantaði í fargjaldið. Við bræður
eigum 50 dollara í f jelagi. Annað eig-
um við ekki. Ef okkur gengur vel er
mjög sennilegt, að foreldrar okkar
flytji líka vestur. Bróðir minn talar
spönsku sæmilega og jeg kann oíur-
lítið.“
„Hvað langar þig mest til að gera
í Venezuela?“ spyr jeg.
„Mig hefur altaí langað til að eign-
ast jörð og rækta ávexti. Ef jeg ætti
peninga myndi jeg fara á háskóla í
Caracas, en um það er ekki að ræða.
Jeg reyni að fá mjer einhverja vinnu,
eitthvað. sem gefur mjer peninga, svo
jeg geti keypt mjer jörð og ræktað.
Það er ábyggilega gaman að eiga frjó-
sama og góða jörð.“
Jeg spyr hann, hvort hann geri ráð
fyrir að samferðamennirnir hafi svip-
aðar ástæður fyrir vesturförinni og
hann. Það þykir honum mjög senni-
legt. Flestir eru þeir bændur eða
bændasynir, sem ekki trúa á fram-
tíðína heima, verkamenn, sem tekist
hefur með einhverjum ráðum að aura
saman í fargjaldið, hið sameiginlega
er trúin á betra líf vestra en í Evrópu.
Iíann staðfestir upplýsingar Galvanis
um kaupgjald og vöruverð. Jeg spyr
hann, hyort mikið beri nú á fasistum
i Ítalíu. Ilann svarar því neitandi.
Hann segir, að íyiir nokkrum árum
hafi verið 45 miljónir fasista í ítalíu,
en nú sjeu þar jafnmargir andfasist-
ar. „Við skiptum um betta eins og
skyrtu,“ segir hann og hlær. Jeg bið
hann að segja mjer eitthvað, sem
hann viti alveg örugglega um ísland.
„ísland er kalt land. Þar er borg,
sem heitir Reykjavík. Svo sje jeg á
ykkur, að þið hljótið að vera hvítir,
eins og við.“
Jeg virði þenna hreinskilna unga
myndarmann fyrir mjer og þá verð-
ur mjer alt í einu ljóst, að það voru
svona menn, sem upphaflega komu
og reistu bú úti á íslandi. Það voru
svona menn, sem fóru hjeðan og brutu
sjer veg til þroska vestur í Norður-
Ameríku. Það eru svona menn hvað-
anæva úr Evrópu, sem beisla nú auð-
lindir Suð<Ir-Ameríku. Hinn óslökkv-
andi lífsvilji sleit ræturnar, sem batt
þá móðurmoldinni og gerði þá jörð
eina að ættlandi, sem enginn meinaði
þeim að erja.
„. . . Sckur cr sá einn, scm . “
Við sitjum enn lengi og tölum sam-
an. Þá vcrður mjer einnig ljóst, að
hinn siðferðilegi og pólitíski grund-
völlur, sem líf Vallarellos var reist á
í ítalíu er hruninn. Hann hefur alist
upp í Balillasveitum Mussolinis og
drukkið með móðurmjólkinni heim-
speki fasismans. Hann er sannfærður
um að síðar meir muni Mussolini
verða metinn að verðleikum af ítöl-
um og þakkað það, sem hann gerði
vel fyrir þá. „Hvar heldur þú að við
stæðum í dag, ef Ítalía hefði ckki lent
í styrjöldinni ? Hvað er Franeo, sem
þeir taka nú ofan fyrir, í samanburði
við Mussolini? Skíthæll og peð. Nei,
ef við hefðum ekki tapað, þá værum
við ríkir og virtir, ættum allir ný-
lendurnar, alt, sem við nú höíum tap-
að — og þá er ekki víst, að jeg væri
á leiðinni vestur,“ bætti hann við og
hló. „Mussolini hefði átt að«vita, að
við gátum ekki barist., að við erum í
eðli okkar friðmenn, þá hefði alt far-
ið betur. Yfirsjón Mussolinis var bara
ein. Hann tapaði stríði. Það var alt
og sumt. Þess vegna eru 45 miljónir
andfasúta á Ítalíu í dag.“
„Úti á íslandi var einu sinni skáld,“
sagði jeg, „og í einu af ljóðum sín-
um mælir hann svo: Sekur er sá einn,
sem tapar.“
„Það hefur verið mikið skáld," sagði
Vallarello.
.... Klukkan er rúmlega 1. Jeg
er nývaknaður og stálsleginn. Það á
jeg alt vini mínum, Vallarello, að
þakka. Hann sá hve syfjaður og
þreyttur jeg var og bauð mjer að sofa
í stólnum sínum. Jeg báði boðið og
svaf þar í hálfan annan tíma. Þakka
þjer fyrir það, kæri Vallarello—— Við
stigum enn í 10500 feta hæð. Það er
mótvindur.
Vegamót
Kl. 2,15 sjáum við ljós í Vest-
mannaeyjum. Klukkan 2,45 stöðvast
hréyflar Heklu á Reykjavíkurflugvell-
inum. Þá eru liðnir rúrhir 38 klukku-
tímar frá því við fórum hjeðan. Við
erum alls búin að vera 23 klst. og
17 mínútur í lofti og fljúga rúmlega
7 þúsund kílómetra vegalengd eða um
300 kílómetra á hverri klukkustund.
Hjer eru vegamót. Itaíirnir hverfa
í stórri bifreið áleiðis til flugvallar-
hótelsins, þar sem jeg vona að þeir
fái allir — og þó einkum uppreisn-
arhetjan okkar — vel að borða, svó
þeir geymi Island í þakklátri minn-
ingu um ríkulegan næturverð. Megi
óskir þessara samferðamanna minna
rætast sem fagurlegast í hinum nýju