Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Blaðsíða 10
f 230 wvrapms*rwmwwm " LESBOK MORGUNBIJAÐSINd S. u m a r Lát sólstrauma flœða um svéll vorra hjartna, breyt sálnanna auðnum í gróðursæl lönd; strjuk huluna af augum, sem himin oss félur, og hylur oss sýn inn á framtiðarströnd. Brjót hlékkina þungu, er huga vorn fjötra, lát heimskuna rýma úr öndvegisstól; gef vegmæddum andanum vœngjaþrótt nýjan, að vorglaður fagni hann morgunsins sól. Brceð hatursins kláka úr hjörtum og sálum, glæð himinsins vermandi kœrleikans bál. Kveik sjóndöprum heimsbörnum sýnir í huga, að sjáandi skilji þau f riðarins mál. RICHARD BECK. leitinni snúið? Eina vonin til þess að menn rækist á slóð hans var sú að harðspori fyndist eftir hann uppi á hálsinum. Og þó var ekki víst að það yrði að neinu gagni, því að hann þótt- ist nú geta markað það á þvi hvað hvinurinn í snjóflóðinu var langdreg- inn, að það hefði verið rcjög breitt og mikið um sig, svo þó að menn færi að leita þar, þá yrði það að eins hend- ing ef hann fyndist. Þessar hugsanir voru lítið upphfg- andi fyrir mann, sem lá flatur á hjarni undir snjóskriðu, sem hann vissi ekk- ert um hve djúp mundi vera. Hann fann nú líka að það fór illa um sig, að vera halfgert á höfði og geta varla dregið andann. En ofan á þetta bætt- ust áhyggjur út af því, að móðir hans, öldruð og farin að heilsu, átti aleigu sína í vasa hans. Mörgum manni I hans sporum mundi nú hafa larið svo að hann hefði gripið æði, og þá hefði verið úti um hann. En Magnús var alveg rólegur og sagði við sjálfan sig: , Þú ’ verður að beita allri orku þinni og öllu viti þínu til þess að reyna að bjarga þjer sjálfur, því að öð:um kosti finst ekki annað af þjer en varg- etið hræ.“ Honum var það vel ljóst, að sr/jó- skriður harðna ótrúlega fljótt, svo að hann varð að reyna að brjótast úr prísundinni hið allra fyrsta. Tækist það ekki á fyrsta degi, þá var öll von úti. HJER skulum vjer nú skilja við Magnús um hríð, og víkur þá sögunni heim að Selskerjum. Þar voru á vetrarvist með þeim Magnúsi og Björgu roskin hjón með unga telpu. Þennan sama dag átti önnur hvor þeirra, telpan eða konan, afmæli. Konan hjet Ingibjörg og ætl- aði hún sjer til gamans og glaðnings að hafa afmæliskaffi um kvöldið. — Síðari hluta dags drakk heimilisfólk- ið kaffi að vanda, og leit Ingibjcrg í bollan sinn á eftir, því að hún hafði þann sið og las þá jafnan eitthvað í bollanum. Var það ætíð eitthvað smá- vægilegt viðvíkjandi henni sjálfri, eða öðrum á heimilinu, og þótti oft fara eftir. En um leið og hún leit í bollann í þetta sinn, brá henni mjög og varð þetta að orði: „Guð hjálpi mjer, nú er Magnús illa staddur". Bjöig húsfrevja heyrði þetta og inti hana eftir hvað hún hefðt sjeð. En Ingibjörg vildi ekkert frekar um það segja. Var hún mjög fálát það sem eftir var dagsins og hætti alveg við afmæliskaffið um kvöldið. — En daginn eftir, er hún hafði drukkið morgunkaffið og litið í bjllann, tók hún gleði sína aftur, og kvaðst ætla að hafa afmæliskaffið þá um kvöldið, því að nú kæmi Magnús heim í dag. Kvaðst hún þá hafa sjeð það daginn áður að hann var í lífsháska, en nú væri honum borgið. VlKUR nú sögunni aftur til Magn- úsar, þar sem hann var í skaflinum. Hann byrjaði á því að losa hend- urnar og að reyna að ýta snjónum \ frá sjer svo að hann fengi svolítið svigrúm. Síðan krafsaði hann snjó- inn fyrir framan sig og tróð honum undir bringuna. Gekk þetta ósköp hægt fyrst í stað, en þó kom þar að hann gat mjakað sjer örlítið áfram. Reyndi hann þá að beygja sig og reka kryppuna upp i snjóþakið. en fekk litlu átaki við komið. Þó rýmkaði heldur um hann í hvert sinn og gokk honum þá greiðlegar að grafa snjó- inn og koma honum undir sig. Þannig helt hann áfram Ianga lengi og smám saman komst hann úr verstu stelUng- unum, þannig að hann stóð ekki leng- ur á höfði. Hafði hann þá getað krafs- að svo mikinn snjó umhverfis höfuðið á sjer og hlaðið undir bringuna, að nú lá hann nokkum veginn beinn. Fanst honum þá hagur sinn heldur vænk- ast. Er svo ekki að orðlengja það, að þannig gróf hann og gróf og mjak- aði sjer jafnframt örlítið áfram. Við og við treysti hann á snjóþakið með því að skjóta upp kryppunni. Og að lokum brast þekjan og Magnús fann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.