Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 227 „Aparnir, sem fengu eitraða (þ. e. hvíta hveitið) voru brátt auðþektir frá hinum, sem fengu heilhveiti. — Þeir urðu sinnulausir og uppstökkir, stirð- ari í snúningum og þreyttust fljótt. Þegar þeir höfðu reynt eitthvað á sig, kom skjálfti í limi þeirra." Næst er þá að segja frá rannsókn- um, sem gerðar voru við háskólann í Wisconsin, undir forystu C. A. Elve- hjem. Þær tilraunir voru gerðar á hundum. Þeir voru allir aldir á heil- hveiti, en handa sumum var blandað í það mismunandi miklu af „nitrogen trichloride", því efni sem haft er við hvítninguna. í heilan mánuð bar ekkert á þeim hundum, sem minstan fengu skamt- inn af þessu efni. En þeir, sem stærri skamtinn fengu, urðu flogaveikir eftir nokkra daga, og sumir drápust. Þá var skorað á prófessor Elvehjem að gera sams konar tilraunir á mönn- um. Sú áskorun kom frá Wallace and Tiernan Products Inc., sem er aðal framleiðandi að „nitrogen trichloride" sem notað er við hvítningu hveitis. Elvehjem varð við þessari áskorun að því leyti, sem hann taldi óhætt, og gefa mundi raun um eiturverk- anir. En þeir, sem hann gerði tilraun- imar á, ljetu ekkert á sjá, og engar breytingar urðu fundnar á heilasveifl- um þeirra. Þá hrósuðu hveitimyllurnar sigri. En svo kom heimsfrægur líffræð- ingur, dr. Anton J. Carlson, og lýsti yfir því, að hið hvíta hveiti væri ban- vænt og hefði skaðvænleg áhrif á taugakerfi manna. Hann sagði að til- raunir dr. Elvehjem á mönnum væri hvergi nærri fullnægjandi. Slíkar til- raunir yrði að gera í miklu stærri stíl, og best að það yrði gert sem fyrst. Hann sagði að gasefnið í hveitinu breytti því svo, að það yrði þættulegt fyrir taugakerfið, og þetta kæmi með- al annars fram í því, að margir, sem lifðu á hvítu hveiti, yrðu ofdrykkju- menn. Dr. Carlsen hefur lengi haldið því fram, að ofdrykkja sje sjúkdómur, en ekki ásetningssynd. Og hann heldur því fram, að taugaveikluðum mönn- um sje lang hættast við því að verða ofdrykkjumenn. Þeir fari að drekka til að hressa sig og styrkja taugarnar. „Alt veltur á viljaþreki slíkra sjúk- linga hvort þeim getur batnað aftur. En dómgreind þeirra er sjóvguð. — Væri því ekki rjett að vjer snerum oss að því nú þegar, að koma meira kjarki í börn vor í uppvextinum, og láta þau eta minna af eitruðu brauði?“ Breska heilbrigðismálaráðuneytið hefur þegar gefið þessu máli gaum. Það hefur lýst yfir því að það sje gagnstætt heilbrigðri skynsemi að eyðileggja fæðisgildi hveitis. „Vjer teljum því, að hveitimyllurnar eigi aðeins að mala hveitið og skila því jafn góðu og það kemur af jörðinni, en setja ekki í það nein annarleg efni.“ The National Research Council í Washington hefur nú mælt svo fyrir, að ýtarlegar rannsóknir á þessu skuli fara fram og hvítning hveitis verði mjög takmörkuð meðan á því stend- ur. En á þessu er sá hængur, að það getur orðið til þess að tefja myllurn- .ar að breyta um aðferð, og við það getur orðið stöðvun á matvæiaflutn- ingum til þeirra landa, þar sem neyð- in er mest. Auk þess hafa myllurnar lagt stórfje í vjelar, sem notaðar eru við hvítninguna, og hver á að endur- greiða þeim það fje? En mesti þröskuldurinn er þó eftir- spurnin. Þrátt fyrir alt, sem um hvíta hveitið hefur verið sagt, og sannast hefur um óheilnæmi þess, heimtar al- menningur hvítt hveiti, sem hvítast hveiti — og hugsar ekkert um afleið- ingarnar. (Heimildir: ensk og amerísk læknarit). 'CsTjV lr- — > eftir sjera STEINDÓR BRIEM í Hruna (f. 1847, d. 1904). Ó, velkomin lieim til vor, Harpa, þú heilsar meö vorloftiö hlýtt, og brátt finnast fíflar í varpa og fuglarnir syngja svo blítt. Svo indœl oss ávarpar Lóan, jeg enn eigi sjeö hef neinn Lóm, en lieyrt hef jeg spreita sig Spóann t spilandi dillandi róm. Og Gaukurinn gneggjar oss unaö og gleöi og hagsœld t ár, já, auölegö og állskonar munaö, og efalaust rœtast hans spár. Og hestarnir hlaupa um grundir og hringa upp mákkan um leið. Þaö glymur t götunum undir, er gammvákrir renna þeir skeiö. Og folöld meö fjölbreyttnm litum nú fœöast og leika sjer straœ, suo örliöug etns og viö vitum meö indælt og silkimjúkt fax. Og lömbin, sem fara aö fœöast, ei fœkkar í högunum þá, er smalarnir Ijettfœttir lœöast og lömbunum vilja ná. Og senn veröa úr bœjunum borin út börnin og leidd fram á hlaö, já, ált er svo indœlt á vorin og alt er sem staöfestir þaö. Já, fjenaöur, fuglar og blómin, ált fagnar svo yndi er aö sjá, og hlœjandi hefja upp róminn vor hjalandi ungbörnin smá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.