Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Page 1
lfi. tölublaiV XXIII. árgangur Laugardagui 1. maí 1948. Bjarni Benediktsson: FRJÁLS VERKALÝÐSSAMTÖK ERU SJÁLFSÖGÐ í LÝÐ- FRJÁLSU ÞJÓÐFJELAGI Verkamenn munu hrista aí sjer kúgun kommúnista UM NAUÐSYN heilbrigðs og fr.iáls fjelagsskapar verkamaima ætti eklu að þurfa að fjölyrða. En þó er bað svo, að uppi eru öfl, sem ógna frelsinu í þessum efnum sem öðrum. I lýðfrjálsum þjóðfjelögum sprettur rjettur verkamanna til að bindast sam tökum að sjálfsögðu af rjetti borgar- anna alment til að stofna fjelög í sjer- hverjum löglegum tilgangi. Til skamms tíma höfum við íslend- ingar talið fjelagafrelsið svo eðlilegt, að ekki gæti komið til mála, að nokkr- um íslenskum manni kæmi til hugar að svifta landa sína því, hvorki verka- menn nje aðra. Skoðun alls þorra íslendinga um þetta er óbreytt enn þann dag í dag. En það tjáir ekki að leyna, að uppi er í landinu öflugur flokkur manna, sem er andvígur frelsinu yfirleitt, f jelaga- frelsi jafnt sem öðru frelsi og frelsi verkamanna ekki síður en annarra. Þessir fjandmenn freiSisins eru komm únistar, sem nú um sinn ganga hjer á landi undir dularnafninu Sameining- arflokkur alþýðu, Socialistaflokkur- inn. ★ Auðvitað kynoka kommúnistar sjer við að láta uppi hinn sanna hug sinn til frelsisins og einkum áform sín um að svipta fjelagsskap verkamanna raunverulegu frjálsræði. Þvert á móti þykjast kommúnistar umfram alt bera hag verkamanna fyrir brjósti. Verka- menn eru fjölmennasta stjett þjóð- f jelagsins og þessvegna ríður þeim, er vilja ná völdunum, á, að fá fylgi verkamanna. Af þeim sökum þykjast kommúnistar vera málsvarar verka- manna og reyna að telja þeim trú um, að hagur verkamanna og kommúnista sje eitt og hið sama. 1 skjóli þessa hafa kommúnistar hrifsað til sín völdin í allmörgum fje- lögum verkamanna hjer á landi og beita þeim síðan sem öflugum áróð- urstækjum í þágu flokks síns. Með umhyggjuna fyrir hag verka- manna að yfirvarpi hafa kommúnist- ar og víðsvegar þjarmað mjög að öðr- um stjettum þjóðfjelagsins eða jafn- vel svift þær frelsi sinu með öllu. Úr íslenskri stjórnmálasögu minn- ast menn m. a. þess, að fyrir nokkrum árum prjedikuðu kommúnistar sí og æ, að höfuðfjandmenn verkalýðsins væru atvinnurekendur, og þá einkum útgerðarmenn. Meðan slíkur óþjóða- lýður væri uppistandandi sögðu kornm únistar, að neyð og örbirgð hlyti að ríkja á meðal verkamanna. Hin síðari ár hafa kommúnistar í bili horfið frá þessari kenning en hamra nú á hinu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.