Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 2
238
LESBOK. MORGUNBLABSINS
að verkalýðnum stafi af engu meiri
voði en verslunarstjettinni.
Annarsstaðar, þ. e. þar sem komm-
únistar einir hafa náð völdum, hefur
ekki verið látið sitja við orðin ein i
þessum efnum, heidur hefur einni
stjettinni af annari verið gjöreytt.
Ekki aðeins með þeirn hætti, að menn
hafi verið reknir frá atvinnu sinni,
eignum og óðulum, heldur hafa þeir
og svo hundruðum þúsunda skiptir og
milljónum umsvifalaust verið teknir
af lífi. Og öll þessi ósköp hafa verið
sögð framkvæmd af umhyggju fyrir
verkalýðnum.
★
í öllum þessum aðförum hefur alveg
gleymst sú staðreynd, að stjettirnar
verða allar að standa saman, ef þeim
á að vegna vel og engin getur án ann-
arar verið. En „bölvaðar staðreynd-
irnar" skeyta ekki um, þó að þeim sje
gleymt í bili.
Sú gleymska haggar ekki tiLveru
staðreyndanna, qg þær segja til sín
á sínum tíma eftir sem áður. Raur.in
hefur þessvegna hvarvetna orðið sú,
að slík kúgun á öðrum stjettum þióð-
fjelagsins hefur áður en varði bitnað
á verkamönnunum sem þjóðfjelaginu
í heild.
Þetta hefur reynslan kent verka-
mönnum hvarvetna þar sem þess: ó-
Lieillabraut hefur verið farin. En þó
að þeir hafi viljað bæta úr þessu,
hafa þeir ekki íengið að gert. Sam-
tímis þvi sem aðrar stjettir hafa ver-
ið hraktar og hrjáðar hafa verka-
menn einnig verið reyrðir f jötrum.
Verkamenn eru að vísu fjölmenn-
ari en svo, að nokkrum valdhafa geti
dottið i hug að útrýma þeim með
öllu. Herferðinni gegn frelsi þeirra og
sjálfstæðisþrá hefur því verið hagað
með frábrugðnum hætti en gegn öðr-
um stjettum. Að nafninu til h'da
verkamenn verið í heiðri hafðir, og
þeim hefur verið sagt, að alt vaid i
þjóðf jelaginu væri notað þeim til fram
dráttar. En ef þeir hafa sjálfir viliað
nota valdið, hafa þeir komist að raun
um, að það var ekki í þeirra höndum.
í kommúnistisku þjóðfjelagi eru bað
aðrir, sem hafa hrifsað til sín vöidin
og beita því vegna sinna hagsmuna og
eftir sínum kreddum, þó að þeir segist
gera það vegna verkamannanna. -
★
Verkamennirnir eru jafn ófrjálsir
og aðrar stjettir í kommúnistisku
þjóðfjelagi. Svokölluð ,,verkamanna-
fjelög" finnast þar að vísu, en eðli
þeirra er alt annað en með lýðræðis-
þjóðum. — I frjálsum þjóðfjelögum
starfa verkamannafjelög’ til að vernda
hagsmuni verkamanna meðal annars
gegn atvinnurekendum og ríkisheild-
inni. í kommúnistisku þjóðfjelagi er
þessu snúið við. Þar er „verkamanna-
fjelagið" umsnúið í tæki n þjónustu
rikisins, sem einnig er einka atvinnu-
rekandinn, til þess að halda verka-
mönnum í skefjum. Verkefni sliks
,,verkamannafjelags“ er að leggjast á
krafur verkamanna og að koma í \eg
fyrir, að þeir noti samtakamátt s>nn
til að knýja fram kjarabætur sjer til
handa. Eitt dæmi þessa af mörgum
er, að í slikum þjóðf jelögum eru verka
menn sviptir verkfallsrjettinum, þessu
helgasta vopni sínu, svo sem kommún-
istar nefna verkföllin í öllum þjóðfje-
lögum, þar sem þeir hafa ekki sjálfir
náð völdunum.
★
Allri þessari ánauð eegjast komm-
únistar halda uppi vegna.verkamann-
anna sjálfra. Valdhafarnir segjast
vita betur en þegnarnir sjálfir, hvað
til farsældar jæirra og hamingju megi
verða.
Þetta er nákvæmlega sama hugsun-
in og sama afsökunin, sem einvaldar
hafa á öllum öldum notað til kúgun-
ar almenningi. Harðstjórarnir hafa
aldrei þóst hrifsa völdin til sín sjálf-
um sjer til lofs og dýrðar, heldur af
íórnarlund fyrir alþýðuna. — Alveg
sama fyrirbrigði birtist í einræðis-
steínum nútímans, hvort sem þær
nefnast íasisrai, kommúuismi eða nas-
Um þetta eru aliir flytjendur þessa
boðskapar í algerri andstöðu við
frjálshuga menn, hvar í flokki, sem
þeir standa. Þeir, sem trúa á frelsið,
treysta best verkamönnum sem öðr-
um til að finna hvað sjálfum þeim
er fyrir bestu, því að sá finnur best
Lh'ar skórinn kreppir, sem sjálfur ber
hann. Aðdáendur kúgunarinnar sam-
einast hinsvegar í vantrausti á dóm-
greind allra annara en nokkurra
„undramanna“, sem þeir telja eina
hafa alla andlega spekt.
★
Kommúnistum utan einræðisland-
anna, þ. á. m. á íslandi, er vissulega
ljóst, að það er ekki líklegt til fram-
gangs stefnu þeirra, að segja berum i
orðum frá þessum boðskap hennar.
En atferli þeirra sannar þó svo ótví-
rætt sem frekast má, að það er ein-
mitt hann, sem þeir vilja styðja.
Stundum hafa Sameiningarflokks-
menn alþýðu, Socialistar, hjer á landi
látið svo sem þeir skiptust í tvær
greinar. í annari væri eiginlegir komm
únistar, en hinni lýðræðisjafnaðar-
menn. Þetta er þáttur í alþjóðlegri
viðleitni kommúnista til að villa á
sjer heimildir, til að geta brugðið sjer
í allra kvikinda líki, ef svo ber við
að horfa.
Hinn sjerstaki tilgangur raeð þessu
bragði átti að vera sá, að sýna, að úr
því lýðræðisjafnaðarmenn gæti verið
í sama flokki og kommúnistar hlyti
þar af að leiða, að kommúnistar væru
ekki svo mótsnúnir lýðræðinu, sem
andstæðingar þeirra vilja vera láta.
Það var beinlínis með þetta fyrir
augum, að Áki Jakobss. sagði írá bví á
Alþingi skömmu fyrir jól, að t. d.
Sigfús Sigurhjartarson væri ekki
kommúnisti, þó að hann sjálfur, Áki
Jakobsson, væri það. Sumir töldu, að
þetta benti til einhvers klofnings i
flokknum, Þeir, sem betur vissu,
skildu að svo var ekki. Þeir sáu strax,
að hjer var aðeins á fcrðinni eitt af
herbrögðum þeirra flokksbræðranna.
...... *
>'»