Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Síða 6
242 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þegar milljónirnar „hoppuöu“ inn » ráöstjórnarríkin. Herir nasistanna ruddu veginn. Sigurbogi sameiningar nas'sta og kommúnista í Póllandi. „En friðarstefna Sovjetríkjanna hefur ekki breyst. Hún er sú sama og tekin var upp 1917: barátta fyrir friðnum, íriður við öll lönd, burt- sjeð frá því, hvaða stjórnarfar ræð- ur í þeim, en enga undanlátssemi við þá, sem reyna að særa fram styrjöld og kúga aðrar þjóðir. Þessi ákveðna stefna veldur því einnig, að Sovjet- ríkin hyggja ekki á landvinninga, og munu ekki hyggja á þá. Það er eins fjarri þeim, eins og það væri ósamrýmanlegt hugsunarhætti ís- lenskra verkamanna. Verkalýðsstjett Sovjetrikjanr.a styður frelsisbaráttu kúgaðra þjoða, eins og best hefur sýnt sig á Spáni og í Kína. Og þess vegna mun æs- ingamönnunum við Alþýðublaðið ekki verða að von sinni um það, að Sovjetrikin ráðist á Pólland". Svo er nú það, en jafnvel þó að sumir hafi gengið lengra og lagt höf- uð sín að veði fyrir því, að Rússar myndu ekki ráðast inn í Pólland, hafði það engin áhrif á það, að 19. sept. 1939 hjelt Rauði herinn inn yfir landamæri pólska ríkisins, sem um það bil var að blæða út eftir viður- eignina við þýska herinn. Stalin og Hitler gengu í bróðerni að innlimun- arstarfinu. „Áfanginn til Veiksel“. Og Kiljan Laxness ljet „ljós sitt“ skína um þessa atburði: („Áfanginn til Veiksel", Þjóð- viljinn 27. sept. ’39): „Þrem vikum eftir undirskrift griðasáttmálans, ei bolsjevisminn á bökkum Veiksel. Fimmtán milljónir manna hafa árekstrarlítið og án verulegra blóðsúthellinga, hoppað inn í ráðstjórnarskipulag verka- manna og bænda. — Jeg skil ekki almennilega hvernig bolsjevikkar ættu að sjá nokkuð hneyksli í því, að 15 milljónir manna eru þegjandi Og hljóðalaust innlimaðir undir bolsjevismann"!! Tækifæri smáþjóðanna. Eftir frækiför bolsjevismans til Pól- lands, kom röðin að Eystrasaltsríkj- unum. Þau eru kúguð til þess að þola Rauða hernum að setjast að í löndum þeirra, og koma sjer þar upp bæki- stöðvum og tortíma þar meo fullveldi og sjálfstæði þessara ríkja. — En komm-nistar hjer segja já og amcn við öllu og láta sjer nægja að birta eftirfarandi yíirlýsingar til skýringar á framkomu Sovjetríkj- anna: (ísleifur Högnason ritar í Þjóð- viljann 19. nóv. um „Utanrikis- stefnu þeirrá, sern „álit vita“, og tilfærir þar þessi gulivægu orð úr kommúnistablaðinu „Isvestia", frá G. okt. 1939): „Sovjetríkin haia aldrei notaó sjer yfirburði sína sem stórveldi gagnvart öðrum löndum. Stærðar- munurinn var aldrei notaður sem tilefni til þvingunar við smáríki, eða til þess að blanda sjer í hið innra líf þessara litlu grannríkja. Þvert á móti hafa Sovjetríkin, eftir að hafa brotið upp hið keisaralega þjóðafangelsi, gefið smáþjóðunum tækifæri til að Hfa og ákveða örlög sín eftir eigin geðþótta". í dag er það staðreynd, að ofan á allt hafa slíkir þjóðflutningar verið framkvæmdir af Rússum frá þessum litlu ríkjum, sem áður nutu sjálfstæð- is og frelsis, að sömu þjóðirnar eru ekki lengur til. — Misgrip íslendinga. Og að lokum kom árásin á Finn- land! Á fullveldisdegi íslensku þjóð- arinnar, 1. desember 1939, flæðir ógn- arbylgja hins mikla Rauða hers 180 milljóna ríkis, sem þekur sjötta part af föstu yfirborði jarðarinnar, inn yfir landamæri hinnar litlu, finnsku frændþjóðar, sem telur aðeins 3—4 milljónir einstaklinga. Öll íslenska þjóðin er lostin skeif- ingu og fordæmir harðlega grimmdar- verk ofbeldisins. En niðri í húsa- kynnum Þjóðviljans sitja þjónar Moskva-valdsins og eftirlifandi snefill sjálfsvirðingar og samvisku heyir úr- slitabaráttu við þjónslund kommún- ismans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.