Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Qupperneq 15
LESBÓK MOKG (JNBLAÐSINS
251
XXIV
STÓRI PJETUR kunni hvorki að lesa
nje skrifa. Einu sinni var hann i
miklum kröggum, og honum og fje-
laga hans, sem var miklu yngri, kom
saman um að íara til Washington og
freista gæfimnar þar. Þeir komust ó-
sjeðir á flutningalest, en i Trenton
var þeim fleygt af henni.
Það var áliðið dags og hvorugur
þeirra átti eitt einasta cent. — En
skamt þaðan var stórt gistihús, og
pósthús við hliðina á því. Þá kom
Pjetri ráð í hug. Hann fór inn í póst-
húsið og sníkti þar stórt umslag,, eitt
af þessum sterku umslögum, sem pen-
ingar eru sendir í. Svo klipti hann
niður dagblöð í miða á stærð við
seðla, íylti umslagið af þessu og
límdi það svo vandlega aftur.
„Þú kant að skrifa“, sagði hann við
fjelaga sinn. „Taktu nú sjálfblekung-
inn þinn og skrifaðu hjerna aftan á
umslagið 9000 dollarar. Svo förum
við til gistihússins og biðjum þjóninn
að geyma þetta fyrir okkur í peninga-
skápnum. Þegar hann hjer hvað á um-
slaginu stendur þá heldur hann að við
sjeum forríkir, og þá getum við fengið
herbergi og íæði á gistihúsinu þangað
til raknar úr fyrir okkur“.
Hiriura fanst þetta snjallræði. Hann
greip penna sinn og skrifaði hina
ákveðnu upphasð. Stóri Pjetur tók svo
við umslaginu og skoðaði það mjög
vandlega.
„Þýðir þetta níu þúsund dollarar?"
spurði hann.
„Já“, svaraði hinn.
„Ekki finst mjer línan nógu löng“,
sagði Pjetur. „Það væri betra að þú
bættir nokkrum núllum aftan við“.
Hinn mótmælti, en Pjetur vildi ráða
og hann linti ekki fyr en hann hafði
fengið fjelaga sinn til að bæta þrem-
ur núllum við, og nú stóð þar 9,000,000
dollarar.
Þá skálmaði Pjetur til gistihússius
og bað um besty herbergin fyrir sig
og fjelaga sinm Svo skaut hann brjef-
inu yfir borðið til þjónsins.
Þjónninn leit fyrst á brjefið og síð-
an á þessa tvo leppalúða — og hringdi
svo bjöllu. Þá kom þar beljaki nokkur
og fleygði þeim fjelögum báðum út.
Fjetur settist upp á gangstjettinni
og gaut illu auga til f jelaga síns.
„Heimskinginn þinn“, sagði hann.
„Sagði jeg þjer ekki að þú hafðir
ekki skrifað nógu mörg núll!“
^ 'W -V >w
í tímann,
í BANDARÍKJUNUM er árlega gefin
út bók, sem nefnist „Old Farmer’s
Almanac“. Það byrjaði að koma út
árið 1792, og hefur um langt skeið
verið eftirsóttasta bókin („best sell-
er“) þar í landi, næst biblíunni. Sjer-
staklega sækjast bændur eftir því að
kaupa hana, vegna þess að þar er veð-
urspá fyrir allt árið. Haga ýmsir bú-
skap sinum eftir því, enda þótt spáin
reynist ekki rjett í öllum atriðum. En
reynslan hefur kent mönnum, að nokk
uð er á henni að byggja, og athuganir
hafa sýnt, að hún er nærri eins ör-
ugg og spár veðurstofunnar. Veður-
spá almanaksins fyrir árið 1900 var
borin saman við daglegar spár veður-
stofunnar og varð niðurstaðan sú, að
33% af veðurspám almanaksins reynd
ust rjettar, en 35% af spám veður-
stofunnar. Sá var þó hinn mikli mun-
ur á, að veðurspá almanaksins var
samin fyrir fraro fyrir allt árið, en
spár veðurstofunnar frá degi til dags
og studdust við margsháttar veðurat-
huganir.
Veðurspá almanaksins fyrir árið
1918 er á þá leið, að veturinn í
Bandaríkjunum verði „snjóasamur,
langur og kaldur'* og að mikill upp-
skerubrestur muni verða á þessu
sumri.
Veðurspámaðurinn, sem enginn
veit hver er, en allt af hefur gengið
undir nafninu ,Veðurglöggur‘ (Weath-
erwise), segir í sambandi við þennan
spádóm að gera megi ráð fyrir því að
veðráttan í surnar muni verða mjög
svipuð því sem hún var árið 1816, Þá
voru miklir sólblettir, og í sumar
verða álíka miklir sólblettir.
Fari nú svo, að þetta hafi við rök
að styðjast, mætti ætla að það gilti
einnig hjer á landi. Og þá mun sjálí-
sagt mörgum leika hugur á að vita
hvernig veðráttan var hjer á Suður-
landi árið 1816. Henni er lýst svo:
„Vetur illur og arðlítill . . . snjóar
í mesta lagi eða áfrerar og oft jarð-
bönn bæði hjer (í Reykjavík) og um
nálægar sveitir. Vorveðráttan bæði
köld og stormasöm allt íram að sól-
stöðum (21. júní). Grasvöxtur lítill
á harðlendi — betri í mýrum. Síðan
sólstöður nær því einlægir þurkar,
svo töður hafa nýst einkar vel. Vetur
lagðist snemma að með frostum og
kuldum, samt snjókomu hjer sunnan
lands. Haustafli var hjer ágætur“.
Geta menn nú borið saman, eítir
því sem líður, hvað tíðarfar á þessu
ári líkist veðurfarinu 1816. En ekki
er byrjunin fjarri hinu rjetta: „Vetur
illur og arðlítiH'1.
^ ^ ^
Orkau
getur hvorki skapast nje eyöst, þey
ar þaö er frátaliö, aö orka getur breyst
í efni og efni í orku viö sjerstök, ó-
venjuleg skilyröi, en hún getur birst
i tylft ólíkra mynda aö minnsta kosti,
Gagnlegustu form orkunnar eru þau,
sem viö köllum varma, hljóö, Ijós,
hreyfingarorku, raforku, segulorku,
efnaorku og staöorku. Þegar viö höf-
um lœrt aö breyta orkunni úr einu
þessara forma í annaö, þannig aö lítiö
eöa ekkert tapist af henni viö breyt-
inguna, þá veröur svo auövelt og ó-
dýrt aö lifa, sem frekast er hægt aö.
hugsa sjer. ^