Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 16
252
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
ÚR BRJEFI
Þegar Matthías Jochumsson var ný-
lega kominn að Odda, skriíaði hann
vini sínum Eggert Ó. Briem og byrjar
brjefið þannig:
— Hefirðu komið á Rangárvöllu? Nei.
Komdu!
Tvö brauð í Holtunum, hæfileg þjer,
hanga sem laus, eins og froða við sker.
ssektu nú, sæktu nú, grallaragrjer:
gæfan hjer strokkar nóg smjer!
Og svo lýsir hann búskap sínum:
Börnin 4 en 15 hross,
50 rollur, 8 kýr
guðirnir hafa gefið oss;
í gildara lagi karlinn býr.
SJERA ÓLAFUR JÓNSSON
fekk Garðaprestakall eftir föður
sinn, Jón prest Kráksson, sem einu
sinni var í Laugarnesi. Hann kallaði sig
allt af Ólaf Jónsson Kráksson. — Var
hann orðinn prestur 1609 og jafnvel
fyr. Hann er talinn fæddur 1570. Var
einlægur maður, fordildarlaus í orðum
og allri hegðun, hræsnaði ekki við
neinn, hver sem í hlut átti. Var því
ekki ætíð í stórum kærleikum við fyrir
menn á Bessastöðum, og helst getið við
Holger Rosenkranz höfuðsmanns. Sjera
Ólafur giftist ekki og var áldrei við
konu kendur. Er þetta haft eftir hon-
um:
Böl er búskapur,
kvöl er hjúskapur,
aumt er einlífi
og það elska jeg.
Og einnig þetta: „Gott kall Garðar
ef ekki væri Ófriðarstaðir og Óttar-
staðir í sókninni“. (Lbs. hndr.).
JÓSEP STERKI
prestur á Ólafsvöllum, dóttursonur
Odds biskups, var mikill maður og hinn
mesti söngmaður. Var hann stundum í
Skálholti. Hann gerði það eitt sinn til
þrekraunar að hann óð Hvítá hjá
Vörðuskeri fyrir ofan ferjustað á
Skálholtshamri. Var þetta um vetur
í frosti og vatnið svo djúpt að náði
honum í höku. Hann studdist við járn-
staf. En er hann kom í Skálholt settist
hann á bæjarþröskuld og drakk 6 eða
7 merkur af kaldri sýru, „en eftir það
Cdsm. mbC: ól. k. magnússdn.
Nýr togari. Annar stærsti nýsköpunartogarinn, „Mars“, kom hingað til Reykja-
víkur á þriðjudaginn var og sýnir myndin fólksfjölda sem fagnar honum þegar
hann legst að bryggju. — Nýsköpunin er vinsælasta framfaraviðleitnin hjer á
landi. Grundvöllur hennar er hinn sami og í nýsköpun Breta: samvinna rikis-
valdsins og hins frjálsa framtaks til eflingar atvinnuvegum og þjóðarvelferð. —
sló að honum hroll; þá leysti Brynjólfur
biskup hann fyrir ofdirfð-'. Þorsteinn
Erlingsson hefur kveðið um þetta í
,,Eiðnum“.
STAKA EFTIR
GUÐMUND KETILSSON
Þegar niðurskurðaræðið gekk um
Húnavatsnþing 1857 voru fengnir til
sjerstakir menn í hverri sveit að skera
fjeð, þeir er öruggastir þóttu. Var Guð-
mundur Ketilsson þá gamall og í horn-
inu hjá Ögn dóttur sinni og Jóni Árna-
syni manni hennar á Illugastöðum á
Vatnsnesi. Þangað komu niðurskurðar-
menn á laugardagskvöld og gistu. Vildu
þeir byrja sláturstörfin á sunnudags-
morgun, en bóndi vildi lesa húslestur-
inn fyrst, sem þá var föst venja. Varð
úr þessu nokkuð karp. Þá sagði Guð-
mundur:
Tvennslags aga var jeg varð,
vaknaði saga um húsin.
Hvort vill draga hitt um garð
helgidagur og lúsin.
w-
STÓRT HÖGG
Sjera Þórður Þorgrímsson í Otradal
var kvæntur Guðrúnu dóttur Svein-
bjarnar Egilssonar skálds. Þórður var
annálaður kraftamaður og eru margar
sögur um aflraunir hans. Guðrún stökk
frá honum og þótti mönnum hún mjög
sr">yða heimilið af þeini hlutum, ,er
m.kil -eign Var í og hún gat komist' á
brott með. Prestur horfði á heiman-
búnað konu sinnar með mestu rósemd
og stillingu, eins og ekkert væri um að
vera. En þegar hún var komin á stað,
gengur prestur upp á loft og svalar
gremju sinni með því að slá hnefa sin-
um á einn sperrulegginn í baðstofunni,
sem var undir skarsúð, og færðist hann
þá úr stað, svo að þess sáust glögg
merki á öllum borðunum, sem lágu á
sperruleggnum. Skarsúðin vár þó gerð
á venjulegan hátt, fótur sperruleggsins
negldur með sterkum nagla ofan í
sylluna og hvert borð í súðinni neglt
í sperrulegginn.
HVERS SON?
„Hvers son er hann Jón Gissurarson
á Bakkanum?“ spurði kerling aðra
kerlingu. — „Er hann ekki Pálsson?"
— „Jú, rjett er það,“ svaraði hin kerl-
ingin, „hann mun vera sonur hans
Bjarna Pálssonar í Nesi.“ (Sögn Þorst.
Erlingssonar).