Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBL AÐSINS 287 menn að meiri. En líklegt þykir mjer þó, að Sigurður skipstjóri hafi vitað þetta fullteins vel og við, en hafi verið að reyna ratvísi okkar og áttvísi. Við vorum líka nýbúnir að bjarga ágætum áttavita úr skonnortunni og þóttumst þeim mun öruggari í þokunni. En rjett í þessu ba: þarna að veiði- skipið Vjebjörn frá ísafirði, skipstjóri Jón Kristjánsson. — Kom hann frá Siglufirði. Lagði hann strax að skonn- ortunni bakborgsmegin og hóf þegar að dæla sjó niður í vjelaklefann til að freista þess að slökkva þar eldinn. Skömmu síðar bar þarna að milli- ferðaskip Bergenska Ijelagsins, Nóvu, sem einnig kom frá Siglufirði á vest- urleið. Nam skipið staðar sem snöggv- ast í nánd við skonnortuna, en helt svo strax leiðar sinnar vestur á bóg- inn. Fjórða skipið bar þarna að litlu síðar. Var það lóðaveiðiskipið Ár- mann frá Reykjavík. Skipstjóri hans var Gestur Guðjónsson. Stöðvaði hann skip sitt, en við báðum hann hjálpar við slökkvistarfið, er Vjebjörn hafði hafið af miklum dugnaði. Taldi Gestur þetta hættulegt, þar eð vel gæti farið svo, að sprenging yrði í skipinu. Þó kom þar, að Gestur lagði að skonn- ortunni stjórnborðsmegin og tók þeg- ar að dæla niður í hásetaklefann. En nú var liðinn all-langur tími frá því, er við komum fyrst að skonnort- unni á Freyju litlu og hafði eldurinn, eins og gefur að skilja, magnast mjög mikið síðan. Var nú unnið hörðum höndum af áhöfnum Vjebjamar cg Ármanns, svo og af okkur, á Freyju litlu, við slökkvistarfið, svo og að bjarga því_, er við máttum, úr hinu brennandi skipi. En nú var okkur fyrir alvöru ljóst, að tvísýnt var og jafnvel mjög vafa- samt að okkur mundi takast að slökkva eldana í skonnortunni. En þar eð skipið lá þarna í miðri skipaleið, töldu allir brýr.a r.auðsyr. að koma því þáðin a brott, hvort tem tækist að slökkva í því eða ekki. En það var ekki hlaupið að því, þar eð skonnortan lá þarna fyrir tveimur akkerum, en framstafn skipsins því nær alelda svo að ekki varð komist að akkerisvindunum. — Var það því tekið til ráðs að freista þess að saga sundur hlekki akkeris- festanna. Nú kom Freyja litla í góðar þarfir og naut við smæðar sinnar, svo að á henni varð komist eð ekkerisfestun- um. Tókum við þegar til óspilltra málanna við að saga sundur digra hlekki akkerisfestanna niður undir sjó. Var þetta þó illt verk og hættu- legt, því eldur hafði ]æst sig í brand skipsins og brandsegl, svo að logandi flygsur seglanna hrundu i sífellu nið- ur á þilfar Freyju, en sænsk „Peula“- bensínvjel var í Freyju. Hafði einn okkar ærinn starfa við að ausa sjó á logandi segldruslurnar og slökkva í þeim. En fyrir harðfylgi þeirra, er að unnu, tókst að saga sundur festarnar á miklu skemmri tíma en við ætluðum í fyrstu. Tók svo Ármann hið brenn- andi skip í tog. En dráttur skipsins gekk erfiðlega sakir legu stýrisins, sem þrælreyrt var ti! bakborðs, eins og fyrr segir, og ekki verið hirt um að leysa. — Hvers vegna skipsmenn höfðu gengið þannig frá stýrinu, var okkur ráðgáta, og vist mörgum fleir- um, nema ef vera skyldi, að það hafi átt að torvelda björgun skipsins. Loks tókst þó að baksa Fleur de France upp undir Nesskriður, innan Sigluness, þar sem Vindbelgur heitir, og var þá komið undir kvöld. — Enn magnaðist eldurinn í skipinu og var það loks tekið til ráðs að flytja út eftir slökkvitæki frá bænum, og tókst loks með þeim að slókkva eldana kl. 4 um nóttina. Skipstjóri náði heilu og höldnu til Siglufjarðar á doríum sínum með skipshöfnina skömmu eftir dagmála- bil. En er har.n heyrði, að ship \ æru ao fást við áð bjarga skonrortunni, fjekk hann sjer leigðan vjelbát og hjelt til móts við okkur og hafði með sjer túlk. Kallaði hann til okkar og bað okk- ur fyrir alla muni að hætta öllum björgunartilraunum. — Kvað hann bensínvjel í skipinu og all-miklar bensínbirgðir, er valda mundi ægi- legri sprengingu. Va'ri stór hætta á að við myndum týna lífi af hennar völdum. Væri illt eí af hlytist slys og manntjón. En við vissum nú orðið okkar viti. Við vissum svo að ekki varð um villst, að vjelar skipsins voru kynntar hrá- olíu og engin sprengingarhætta, og allra síst hjeðan af. Skeyttum við því engu hjali skipstjóra. Sneri hann þegar til lands og lagði af stað með skipshöfn sína samdægurs til Reykja- víkur. Mun sjórjettur hafa farið þar íram. Enginn hjer um slóðir var í vaía um að hjer hafði verið unnið svik- samlegt skemmdarvei k. — Vitanlega verður slíkt aldrei sannað, en margt og reyndar flest bendir þó til að svo hafi verið. Er fyrst að minnast þess, hve illa skipstjóri tók björgunartil- raun Kolbeins unga og hvers vegna hjálparvjelar skipsins sjálfs voru ekki settar í gang til að freista þess að koma skipinu af grunni, því varla er að efa að með þeim einum hefði skipinu sjálfú'tekist að ná sjer á flot í þeirri ládeyðu er þarna var þenna morgun. í öðru lag: er það mjög grunsamlegt, að kviknað var í skip- inu á tveimur stööuin, fáum klukku- stundum síðar, og engum leka var til að dreifa á skipinu. Og hvers vegna var þvi lagt þarna fyrir báðum akker- um? Og hvers vegna var stýrið bund- ið, eins og raun var á? Var kveikt i skipinu af ásettu ráði, af því að ekki tókst að stranda því? Allt bendir til þess að þarna hafi verið framinn verknaður er Englendingar nefna barratry, en ekkert eitt orð er yfir á ísíer.sku svo viðhlítar.d: sje. Er. þao orð merkir meoei annars það athæfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.