Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 4
288 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS -w s> *■? 5*. Skipin Ármann. Freyja og Vjebjöm umhverfis hiö brennandi skip. (Ljósm. Ragnh. Backmann farþegi á gullfossi). er skipstjórnarmaður grandar skipi sínu af ásettu ráði í einhverjum glæp- samlegum tilgangi. Er illt til þess að vita að slíkt at- hæfi skuli geta verið framið uppi í landsteinum okkar án þess að rann- sakað sje á verknaðarstaðnum þar sem hægast er,um vitnaleiðslu þeirra, er best mega vita hvað skeð hefur. Hjer fór engin rannsókn fram á staðn- um, og heldur engin vitni leidd fram þar sem sjórjettur fór fram. Litlu einu varð bj&rgað af miklum verðmætum úr Fleu^ de France. — Skipið virtist hið traustasta og útbún- aður allur góður. Mig minnir, að hlut- ur okkar Freyjumanna yrði alls um 300 krónur. Höfðum við áreiðanlega allir saman unnið rösklega til þeirra „björgunarlauna“. Nú hafa 15 ára haust- og vetrarbrimin við Vindbelgj- arfjöru eytt að mestu síðustu leifum hins fríða skips Fleur de France. Veturinn eftir að þetta skeði kom hingáð til Siglufjarðar enskur lög- fræðingur, fulltrúi vátryggingarfje- lags þess, er tryggt hafði „Fleur de France. Yfirheyrði hann með aðstoð túlks alla þá, er afskipti höfðu haft af þessari björgun og sem hann náði til. Bjóst hann við, að svo kynni að fara að við yrðum kallaðir til Parísar til þess að staðfesta þar framburð okkar. Spurði hann okkur hvort við vildum takast þessa ferð á hendur, en vá- tryggingafjelag hans mundi greiða allan ferðakostnað. Var ekki laust við að sum vitnin færu að hlakka til að sjá hina heimsfrægu höfuðborg Frakklands, en aldrei varð neitt úr þessu ferðalagi. Ýmislegt upplýsíi hann okkur um, sem við vissum ekki áður, m.a. að skipstjórinn, sem var eigandi skipsins, hefði tvöfaldað vátryggingarupphæð skipsins áður en hann lagði í íslands- ferðina. Einnig upplýsti hann, að miög kostnaðarsamt væri að reka mál út af þessu í Frakklandi og teldi hann vafasamt hvort fjelag hans legði í slíkt. En hver sem kunna að hafa orðið endalok þessa máls er það víst, að við heyrðum aldrei neitt frá vá- tryggingarfjelaginu eða lögfræðingi þess og ekkert varð úr ferðalaginu til höfuðstaðar Frakklands. STRANDFERD Stefnt er vestur, stýrt er laust viS Horn. Stóru skipi litlir spaðar róa. Ægir reýnist enn í skapi forn; öldum fylkir vestan Húnaflóa. Storminn brýnir nepjukulda-norn, næsta frökk að hefja stœrri sjóa. Undan slá hin sterku storma-köst, styttist leiðin móti sjó og vindi. Þóttasvipnum þokar ekki vöst, þó að skipið beint á hana kyndi. Ot frá Horni rís hin mikla röst. Rignir fuglum undir Kálfatindi. Hengiberg með úfna urðartá, öldum saman stóðu hjer á verði. Áhlaup gátu stöðvað stór og smá. Strandhögg mestu borgarísinn gerði. Björgin stara þrjósk og þokugrá. Þarna vottar hvergi fyrir sverði. Innst í víkum eyðijarðir sjást, ýmsir kostir fylgja þeirra löndum. Þangað engir bændur framar fást. Fólkið er að þyrpast burt af Ströndum. Afskekkt býli andans kröfum brást. Auðna ráði, hvað sem ber að höndum. Hreiðar E. Geirdal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.