Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 6
290 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ið í 13 ríkjum. í Penn-Craft í Pen- sylvania hjálpar það námamönnum til þess að koma upp heilsusamlegum íbúðum fyrir sig. í Finnlandi byggir það heimili fyrir ekkjur hermanna og fatlaða hermenn. Það starfar jafn- vel á bak við „járntjaldið“, því að í Lucimia í Póllandi heldur það lífinu í börnum og barnshafandi konum, og hjálpar til að endurreisa þorpið, en þar stóð ekki steinn yfir steini þegar stríðinu lauk. 1 Bikar-hjeraðinu á Ind- landi vinnur það að því að koma á sáttum milli hinna ýmsu trúflokka, sem þar eru, og hefur orðið þar mikið ágengt. í Shensi-hjeraði í Norður-Kína hafa þeir farandsjúkrahús. Voru þeir komnir langt inn í land, þegar seinast frjettist af þeim, en síðan eru nú margir mánuðir. „Þegar vjer stofnuðum „Amerikan Friends Service Connmittee", kom oss ekki til hugar, að starfsemi þess mundi verða jafn víðtæk og raun hef- ur á orðið“, segir Jones. „En þetta sannar það, að manni skilar aldrei jafn greiðlega áfram, eins og þegar maður veit ekki hvert hann gengur.“ En þegar menn dást að honum fyrir það hve miklu hann hafi afrekað, þá er hann vanur að segja þessa sögu: „Einu sinni kom ókunn kona í sjávarþorp í Portland. Hún hafði orð á því við bæjarbúa, að það væri skammarlegt að sjá hve mikil leðja væri meðfram ströndinni og spurði hvers vegna menn kæmu þessari leðju ekki á burt. Nokkrum mánuðum seinna kom hún þangað aftur og þá var leðjan horfin og hreinn sjór við ströndina. Hún dáðist mjög að því hvað þorpsbúar hefði brugðið fljótt við eftir aðfinslur hennar. Margir menn eru eins og þessi kona. Þeir hrósa okkur fyrir að hafa gert hreint# fyrir okkar dyrum, en gá ekki að því, að flóðið hefur gert það.“ Hann er skemtinn og skrafhreyfinn við gesti sína og segir þeim gjarna dæmisögur, sem allar má heimfæra upp á stsrf og iteL'.uskri Kvek- ara. Ein af þeim er þessi: 'Einu sinnl var bóndi í Nýa Eng- landi og hann hlóð vallargarð, sem var þrjú fet á hæð, en fjögur fet á þykt. Nágranni hans undraðist þetta og spurði hvers vegna hann hefði garðinn þannig. ,Það skal jeg segja þjer,“ sagði bóndi. „Ef hvirfilvindur kemur og feykir garðinum um koll, þá verður hann hærri en áður.“ Á hinn bóginn er hann ákaflega lítillátur og hógvær. Einu sinni gisti hinn kunni breski kennimaður, Inge dómprófastur við St. Pálskirkjuna, nokkrar nætur hjá honum. Á hverju kvöldi setti Inge skóna sína fram fyrir dyrnar, til þess að þeir yrði burstaðir, eins og siður er í Englandi. Jones tók eftir þessu. Hann tók skóna sjálfur og burstaði þá á hverjum morgni þangað til þeir voru gljáfægðir. Þeg- ar Inge kvaddi rjetti hann einn doll- ar að Jones og sagði: „Jeg hafði nær gleymt drengnum, sem hefur burstað skóna mína svo prýðisvel á hverjum morgni. Afhendið honum þetta og skil ið þakklæti frá mjer.“ „Jeg skal gera það,“ sagði Jones, „og jeg er viss um að honum þykir mjög vænt um það.“ Svo tók hann við peningnum, en ekki kom honum tii hugar að segja dómprófastinum frá þvi, hver hafði burstað skóna hans. Árið 1893 varð Jones prófessor í sálfræði og heimspeki við háskólann í Haverford og gegndi því embætti fram til 1934, eða í 41 ár. Hann hefur ritað margar bækur, óteljandi blaða- greinar og flutt óteljandi fyrirlestra viðsvegar. Hann hefur og ferðast um allan heim í erindum Kvekara og líknarstarfs þeirra. Nú er hann sest- ur í helgan stein og dvelst ásamt konu sinpi í litlu húsi skamt frá Haver ford háskóla í nánd við Philadelphia. Faðir Jones var bóndi og foreldr- ar hans voru bæði Kvekarar. Þegar hann var nýfæddur spáði ein frænka hans fyrir honum: „Þessi drengur mun einhvern tíma boða íagnaðar- erindi Krists í fjárlæg-am Ior.dum.“ Það þykir hafa ræst því að Kvekarar segja um hann: „Hann er dýrlingur vor. Með öllu líferni sínu hefur hann dyggilega fylgt þessari kenningu Krists: Sá, sem vill teljast mestur á meðal yðar, skal vera þjónn hinna.“ V ^ ^ V JÚNÍ Láttu vengi, loft og sund Ijósastrengi binda, hlæ viö engi, hlíö og grund, hnektu gengi v.nda. Daggarúöa, geislaglóö glœstu skrúöa hlíöa, lœki prúöa líki og flóö láttu snúöugt skriöa. BENEDIKT EINARSSON Miðengi. ^ 4/ íW „HEIMSKINGI, faröu til maursins“, sagöi Salomon konungur. Hann vissi aö af maurunum má margt lœra. Nú eru menn aö lœra þaö af þeim aö lengja lifiö. Efnafrœöingur nokkur, sern heitir dr. S. Gardner, hefur kom- ist aö því, aö í fæöu þeirri, sem maur- arnir ala drottningar sínar á, eru fjög- ur fjörefni, sem valda þvi aö hún verö- ur mörgum sinnum langlífari en þeir. Vinnumaurarnir lifa ekki nema þrjá mánuði, en drottningin lifir % fimm ár! Gardner hefur gert tilraunir aö ala f\ugur á þessum fjörefnum, og á þann hátt hefur honum tekist aö ,f . | lengja hf þeirra um nær helming. N*/

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.