Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLA.ÐSINS ‘ ' 435 hollenskar stúdínur sögðu mjer seinna, að sum börnin ætti SS- menn að feðrum; konurnar hefði keypt sig undan óþægindum með því að vera eftirlátsamar við fanga- verðina. Þeg^r á Jagim lei* jAjrct æsingin og glundroðinn. Að lokum hættum við alveg að semja um það hverjar ætti að fara með okkur og tókum allar, sem við náðum í. Og jafn- harðan og bílarnir fyltust var þeim ekið út fyrir fangabúðirnar, og látn ir bíða þar. Þarna rákumst við á nokkra karlmenn, hollenska og belgiska fanga, úr fangabúðum þar í nágrenninu. Jeg hætti á að lofa þeim með. Þeim var troðið á dreif inn í vagnana og sagt að þeir yrði að fela sig milli kvennanna þangað til lagt væri á stað. Einkennilegur söfnuður. Um nónbil lagði lestin að lokum á stað. Það var einkennilegur söfn- uður sem við höfðum fengið. Þar voru konur á öllum aldri og af mörg um þjóðum — enskar, franskar, hollenskar, belgiskar, pólskar, tjekkneskar, konur frá Norður- Ameríku og konur frá Suður-Ame- ríku — jú, jafnvel kínverskar kon- ur. Þar voru hættulega veikar kon- ur, konur með börn á brjósti og aðrar komnar á steypirinn. Þarna voru Hollendingar og Belgar, sem við höfðum tekið í leyfisleysi og þarna var Svíi með þýska konu og tengdamóður sína. Alls voru 934 fangar í þessum tuttugu bílum, eða um þúsund manns með okkur. Og þegar þess er nú gætt að sjúkling- ar fyltu þrjá vagna, og mæður með börn tvo vagna, þá geta menn ef til vill gert sjer í hugarlund hve þröngt hefur verið í hinum bílun- um. Það hlýtur að vera óþægiiegt fyrir sextíu manns að vera í bíl sem ætlaður er fyrir tuttugu og fimm. En enginn kvartaði allir vissu að þetta voru seinustu forvöð að sleppa, og fólkið hefði viljað leggja á sig allar hugsanlegar þján- ingar til þess að komast burtu úr fangabúðunum. Það var gaman að vera foringi þessa hóps, en jeg hafði þó miklar óhyggjur út af vænfcanlegum flug- vjelaárásum. Það var ekki unt að tæma vagnana á skemmri tíma en stundarfjórðung, og á meðan voru farþegarnir alveg varnarlausir. — Gerði flugvjel árás á okkur úr lít- illi hæð, þá hlaut að verða hræði- legt blóðbað í vögnunum. Skömmu eftir að við lögðum á stað rákumst við á hóp ítala, sem lágu á vegarbrún. Þeir kváðust hafa verið í fangabúðum austan við RaVensbriick. En þegar Rússar nálg uðust var þeim slept, og síðan höfðu þeir orðið að bjarga sjer eins og best þeir gátu. Þeir höfðu nú verið á göngu í marga daga og hvorki fengið vott nje þurt Því miður gátum við ekki bætt þeim í hópinn, en við ljetum þá fá marga matarbögla og óskuðum þeim góðr- ar ferðar. Það kom við hjartað í manni að sjá það líf, sem færðist í þessa úttauguðu vesalinga þegar þeir sáu matinn. Ofboðslegur flótti. Ekki er hægt að lýsa þeim þrengslum, sem voru á veginum. Þar var eigi aðeins flóttafólk frá Berlín, heldur frá öllum bæjum þar fyrir norðan og norðvestan. — Allir hugðu á eitt og hið sama. að flýta sjer sem mest vestur fyrir Saxelfi og komast til Englendinga eða Ameríkumanna. Allir voru dauðhræddir við Rússa, jafnt her- menn sem borgarar. Áróður Göbb- els sat í þeim. Þeir voru alveg sann færðir um það, að ef þeir felii í hendur Rússa mundu þeir drepnir umsvifalaust. í þorpi nokkru norðvestur af Rav ensbriick var fólkið alveg ært af skelfingu. Þröngin á aðalgötunni var svo mikil, að alt fór þar í einn hrærigraut og í rúman hálftíma komumst við hvorki fram nje aftur. Á meðan við sátum fastir þarna kom ung sænsk kona og vildi fá að tala við mig. Hún var gift þýsk- um liðsforingja, sem lá hjer í sár- um. Hún spurði hvort nokkur leið væri að komast undan. Jeg sagði henni að þetta mundi verða sein- asta ferðin, og bauð henni, og lagði fast að henni að koma með okkur. En hún vildi ekki yfirgefa mann sinn, en sár hans voru svo mikil að ekki var hægt að flytja hann. Hún afrjeð að vera um kyrt. Hægt og í smákippum nálguð- umst við Eystrasalt. Hvað eftir ann að flugu árásarflugvjelar drynjandi yfir lestina, og í hvert skifti fekk maður ákafan hjartslátt. Við í fólks bílnum hefðum getað forðað okk- ur, en við sátum kyrrir til þess að skjóta farþegunum ekki skelk. í bringu. Árás á hjálparbíla. Við sáum marga brennandi og brunna þýska vagna á veginum og stundum sáum við látna menn inni í logunum. Jeg veit ekki hvernig það er, en maður verður kaldur fyrir slíku og kippir sjer ekki upp við hinar hryllilegustu sýnir. En rjett austan við Wismar sáum við þó þá sjón, er fylti okkur skelf- ingu. Það, sem við höfðum óttast, var fram komið. Þarna lágu tveir hvítir vagnar með ^auða kross merkjum, sundurskotnir niðri í veg arskurðinum. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta voru bílar frá alþjóða Rauða krossinum. Engir menn — hvorki dauðir nje lifandi — voru þarna nje í nánd, og því var ekki um annað að gera en halda áfram. Litlu seinna mættum við * sænskum og dönskum vagni. Þar hittum við danskan lækni, sem sagði okkur að margir hefði farist í árásinni á bílana ,og særðu fólki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.