Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 16
944 ** ' ’ r ^ ' - i LESBÖK MORGUNBEAÐSINS 1 ''Twfwm Sæmundur Magnusson er bjó á Viðimýri og seinna á Æsu- stöðum í Langadal, andaðist 1783 „gamall og lerkaður og mikill svaða- maður hafði verið, var hnýtt alt höfuð hans af byltum er hann hafði fengið, þá hann reið af húsum fram og hraun- klettum, og hvað sem fyrir var“. — (Espta.). Bálstofan Árið 1913 sagði Matthías Jochumsson svo um bálstofu hugmyndina: „Guð- mundur landlæknir þeytir öllu út i buskann, himnaríki ekki síður en hinni baðstofunni ,níðir líkama, gröf og erf- isdrykkjur og hrópar: Brennið, brenn- ið!“ Þórir Pálsson hjet maður, Sem uppi var um miðja síðastliðna öld og var vinnumaður hjá sjera Arnóri í Vatnsfirði. Hann vav smiður góður en hjátrúarfullur í meira lagi. Sá hann andskotann og ára hans í hverju horni og bar jafnan á sjer sauðarbjöllu úr kopar er hann hringdi til þess að forðast ásókn þessara illu gesta. Um nætur geymdi hann bjölluna á syllu yfir rúmi sínu. En hræddastur var hann við rjúpur og stappaði sú hræðsla nærri vitfirring. Kvað hann svo að orði, að vondur væri fálkinn en 4>ó væri rjúpan verri, því að hún væri skaðræðisfugl, sem flygi út og inn beint í gegn um lifandi manninn, ef hún væri þá ekki hinn vondi sjálfur í þessu sakleysisgervi, sem hann taldi líklegast. Einhverju sinni var hann ura vetur á leið yfir Reykjarfjarðarháls og bar smiðatól sín. Var á logndrífa og mikið um rjúpur á hálsinu.n og flugu þær þar fram og aftur og ropuðu hátt. Þegar Þórir kom til bæja var hann verkfæralaus, því að hann hafði hent þeim í rjúpurnar, einu eftir annað, til að fæla þær frá sjer. Jón Bjarnason í Stóru-Gröf, venjulega kallaður Grafar-Jón, var ófyrirleitinn og brögð- óttur. Einu sinni var hann að koma lestaferð af Suðurnesjum og rak hjá tjaldi í Vilborgarkeldu á Mosfellsheið: Þar greip hann rauðan hest, varpaði á hann reiðingi og fiskaböggum, sem HÖFUNDAR „ISLANDICA“. — Hjer birtist mynd af þremur islenskum pró- fessorum við háskóla í Bandaríkjunum, en þeir eru (talið frá vinstri): Halldór Hermannsson, dr. Stefán Einarsson og dr. Richard Beck. Halldór prófessor Her- mannsson hefur kent við Cornellháskólann siðan laust eftir aldamót og gefið út og skrifað 31 bindi af bókmentatímaritinu „Islandica". Dr. Stefán Einarsson hef- ur kent við John Hopkins háskólann i Baltimore síðan 1937, og hann skrifaði 33. og 33. hefti af „Islandica“. Dr. Richard Beck er prófessor við háskóla Norður- Dakota í Grand Forks, og hann er nú að semja 34. og 35. hefti af „Islandica", sem verða um íslensk Ijóðskáld. Allir hafa prófessorarnir kent íslensku við skóla sína um mörg ár. hvatlegast og rak hann svo með lest sinni. Litlu seinna sá hann 3 menn ríða á eftir sjer og grunaði að þeir væri að leita hestsins. Stökk hann þá af baki, tók krít upp úr vasa sínum og málaði blesu á þann rauða. — Þegar leitarmenn komu að þektu þeir ekki Rauð, því að blesan vilti fyrir þeim, og fór Jón með hestinn norður. Öðru sinni greip hann brúnan hest í Kúa- gerði hjá Vatnsleysu og hleypti í lest sína, er helt áfram um hraun, en Jón reið að tjaldi þeirra, er hestinn áttu og lýsti fyrir þeim brúnum hesti, sem líkustum þeim, er hann greip; ljet hann mundi suður strokinn, og allt reið hann suður í Voga, áður en hann sneri aftur og reið norður á fjöll og heirr (G. Kon.). Árni gamli í Haga Bjarnason varð rúmlega tíræður að aldri, og svo var hann hraustur að hann gekk að slætti sumarið áður en hann dó (1704). Hann var faðir Jóns í Keldunesi, föður Oddnýar, móður Skúl i Magnússonar landfógeta. Prestsetrið Sel. Um eitt skeið bjó sóknarpresturinn í Reykjavik í Seli. Árið 1810 var Sir G. W. Mackenzie hjer á ferð og heim- sótti þá prestinn. Segir hann svo frá húsakynnum á prestsetrinu: „Prest- urinn mætti okkur við dyrnar á kofa- ræfli og leiddi okkur inn löng göng, dimm og skítug göng, þakin alls konar búshlutum, og fram hjá manni, sem var að berja harðfisk, inn í dimt her- bergi. Það var svefnherbergi fjölskyld- unnar og hið besta í bænum. Þakið var svo lágt, að maður gat varla stað- ið upprjettur, og þar var tæplega pláss fyrir nokkurn hlut nema húsgögnin, en þau voru þessi: rúm, klukka, lítil kommóða og glerskápur“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.