Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 439 Hannes Jónsson: ÓGLEYMANLEGUR RAKSTUR í Bandaríkjunum er hægt að fá rakstur og klippingu í ýmsum verðflokkum. Hjer segir frá heimsókn í eina dýrustu rakara- stofu Bandaríkjanna. „Varaðu þig á skollans rökurun- um í fínni rakarastofunum hjer vestra,“ sagði kunningi minn við mig rjett eftir að jeg kom til Banda ríkjanna í fyrsta sinn. „Hvers vegna?“ spurði jeg. „Þeir skafa þig inn að skinninu. og hreinsa pyngjuna þína algjör- lega,“ sagði hann. Hafði slæma reynslu Þessi vinur minn hafði orðið fyrir því að fara inn á mjög íburðar- mikla rakarastofu í New York sama daginn og hann kom þangað í fyrsta sinn. Hann hafði verið að velkjast á sjónum í þrjár vikur og var þurfandi fyrir margskonar snyrtingu, enda bauð rakarinn hon um þetta óspart fram. Sjóvelktur landinn þáði þetta alt saman og helt, að kostnaðurinn við þessa þjónustu yrði sambærilegur við samskonar þjónustu heima á ís- landi. En þegar hann stóð upp úr rak- arastólnum varð hann annars á- skynja. Rakarinn vildi fá fimm dollara (kr. 37.60) þóknun fyrir starf sitt! Alltaf síðan þetta kom fyrir hefur þessi vinur minn haft ímugust á rökurum í íburðarmeiri rakarastofunum hjer vestra og hef- ur ekki sparað að vara kunningja sína og vini við þessum „ránstofn- unum“, eins og hann kallar þær. Gætti mín lengi Sjálfur fór jeg lengi vel að ráð- um þessa vinar míns. Jeg helt mjer einungis að millistjettarakarastof- um, sem eru svona álíka góðar og miðlungs rakarastofa í Reykjavík. En svo var það einn dag meðan jeg var staddur í Washington, að jeg lallaði upp í sendiráð og fekk þá þær upplýsingar, að jeg gæti komist á blaðamannafund með Mr. Lowett, sem var þá utanríkisráð- herra Bandaríkjanna í forföllum Marshalls. Ef jeg kærði mig um þetta, þyrfti jeg að vera kominn niður í utanríkisráðuneyti kl. tíu mínútur fyrir tólf. Nú var hún að verða ellefu. Var illa klipptur og órakaður Nú vildi svo til, að jeg hafði verið á stöðugu ferðalagi fyrirfarandi og hafði því ekki hugsað um að fá mjer klippingu um nokkurn tíma, og kom það nú kannske ekki að sök. En hitt var aftur á móti verra, að jeg hafði ekki rakað mig í tvo daga, svo jeg var algjörlega óboð- legur fulltrúi íslenskra blaða á blaðamannafundi með utanríkisráð herra Bandaríkjanna og nokkrum meiriháttar frjettamönnum heims- ins. Þar sem svo lítill tími var til stefpu var auðvitað ekki um annað að ræða en að fara á þá rakara- stofuna, sem væri næst íslenska sendiráðinu (þar sem jeg var stadd ur), svo að jeg gæti verið í utan- ríkisráðuneytinu í tíma. Hr. Magnús V. Magnússon, sem um þessar mundir gegndi sendi- herrastörfum, sagði mjer góðfús- lega, að eiginlega kæmi aðcins ein rakarastofa til greina: rakarastof- an á Sherham hóteli, sem er eitt af allra íburðarmestu hótelunum í Washington, og er aðeins í nokk- urra skrefa fjarlægð frá sendiráðs- skrifstofunni íslensku. Á rakarastofunni í Sherham Auðvitað brá jeg micr inn á Sherham í skyndi og lmgsaði ekki um annað en að komast sem fyrst í framboðlegt horf hvað snyrtingu snerti. Strax og jeg kom að gagnsæu gler-vængjahurðum Sherham hó- tels opnaði einkennisklæddur þjónn hurðina og bauð mig vel- kominn. Jeg gekk inn í anddvrið á mosamjúkum gólfábreiðum og inn móttökusalinn, prýddan myndum, speglum, pálmatrjám og skraut- búnu fólki. Síðan gekk jeg til hægri inn gang, sem hafði yfirskriftina „til rakarastofunnar“. Þegar á rakarastofuna kom blasti við mjer ein heljarmikil spegladýrð og örmul manna á hvítum slopp- um. í rakarastólunum sátu menn sveipaðir hvítum klæðum og hjer og þar voru yngismeyjar á ferli með einhver snyrtitæki. Strax og jeg kom inn úr dyrun- um kom ung stúlka á móti mjer. Hún hafði mikið og dökkt hár, brún augu og ægilega stóran rauðmál- aðan munn. Hennar hlutverk á rak arastofunni virtist vera að brosa framan í viðskiptavinina, þegar þeir komu inn, og bjóða þeim að haga sjer eins og þeir væru lieima hjá sjer. Stúlkan bauð mjer síðan sæti í djúpum leðuryfirdekktum forstjóra stóli, og umgekkst mig yfirleitt eins og jeg ætti allan heiminn, bukkaði sig og beygði, helt áfram að brosa með stóra munninum, svo skein í hvítar tennurnar, bað mig vel að lifa og fór svo að taka á móti öðr- um viðskiptavini strax og hún hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.