Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Blaðsíða 9
LESBOK morgunbl aðsjlns ... 437 NÝUNGAR í BÓKMENTUM Fimm arka bók á spjaldi, sem er lítlð sterra en spil. 0 2 5 Microcards Rider. Fremont. 1885- __ (Card 1— T.he scholar and the future of the research library, a solution . . . New York city. Hadham press. 1944. (xiiíp.. I 1. 236Þ- 2 facsim. microcards as the solution for -psearch library growth. Z66S -p. i-xiii. p. 1*64) problem and'its . diagr. 24cm. > PrOpOt?C3 * . - * * IBI^ lÍHIB HEBHi Á þcssu eina spjaldi cr 78 blaðsíðu bók. ii MERKILEGASTA nýungin á sviði bókmenta er útgáfa bóka í örsmæð. þannig að heilar bækur eru nú ljós- prentaðar á eitt spjald af sömu stærð og notuð eru í spjaldskrám bókasafna. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Fremont Rider, bókavörður við Wesleyan háskóla kom fram með uppástungu um það að „smækka“ bækur þaimig, að texti hverrar venjulegrar blaðsíðu yrði ekki nema svo scm hálfur centimetri á breidd. Hann benti á það hve gífurlega mikið rúm mætti spara í bókasöfn- um á bennan hátt, þar sem svo að segja mætti minka hvert bókasafn niður í það að vera ekki meira fyrirferðar en spjaldskrá þess er nú. Söfnin mundu líka geta sparað sjer skrásetningu, því að spjöldun- um má raða eins og öðrum spjald- skrám. Enn fremur sparaðist kostn- aður við bókband. Og svo yrðu þessar nýu „bækur“ mörgum sinn- um ódýrari lieldur en venjulegar bækur. Þótt svona skamt sje síðan að þessi uppástunga kom fram, þótti mönnum það dragast von úr viti að* liún kæmist í íramkvæmd. Var það vegna þess livað liugmyndin þótti góð. En það má ekki hrapa að því að koma nýrri liugmynd í fram- kvænid, ef menn vilja forðast víxl- spor. Þess vegna liei'ur verið unn- ið að þessu í kyrþey, og upphais- maðurinn vildi ekki láta þessar nýu „bækur“ koma á markaðinn fyr en leystur væri allur vandi við útgáfu þeirra. Og undirbúningurinn beiur kostað um hálfa aðra milljón króna. Margt kom til greina. Það varð t. d. að finna upp nýan , framkall- ara“ fyrir spjöldin, það varð að íiima upp nýjar liosmyndavielar til að taka myndir af bókunum, nýa ljósprenlunar aðferð o. s. frv. — Einnig varð að finna upp sjerstak- ar slækkunarvjelar, eða lesvjelar, sem spjöldunum er stungið í áður en menn byrja að lesa. Því að letrið á þeim er svo smátt að með béru auga sjer maður aðeins dökkleita íerhyrnda reita á spjöldunum. En þegar þau eru komin inn í lesvjel, sem stækkar alt að því 25 falt, þá leysast þessir reitir upp í skýrt letur og menn lesa hiklausl liverja „blaðsíðuna“ af annari. Verðið á þessum bókspjöldum mun verða mismunandi, aiveg eins og verð á bókum. Fer það mjög eftir því hver eintakafjöldinn verð ur af liverju. Ef hundrað eintök eru gerð af einhverri bók, er gert ráð fyrir að hvert spjald muni kosta 15 cent. En sje um aðeins 50 eintök að ræða, mun verðið ekki vera und- ir 20 centum. Sje aftur á móti gefin ut og seld 200 eiutök, þa þarf verð- ið ekki að vera nema 10 cent, og ekki nema 5 cent ef tvö þúsund eintök væri gefin út og kauþehdur fengist að þeim. Er þá lielst' geft ráð fyrir áskrifendum. “ Lesvjelarnar eru tvenns konar. Önnur vjelin, sem kölluð er „Lesi ari“ og stækkar alt að því 25-falt, kostar 195 dollara. Hin vjelin er miklu einfaldari og er kölluð „Rýn- ari“. Það er stækkunargler, sem stækkar 5—7 falt og er ekki til þess ætlað að lesa meginmál að neinu ráði, lieldur titla og fyrirSagmr. — Þær vjelar kosta 16.50—32.00 doll- ara. l'að er ekld liægt að koiua loug- urn bókum íyrir á einu spjaldi. En á liverju spjaldi geta þó venð 30— 200 blaðsíður. Ætlunin er að hið ör- smáa letur verði ætíð jafnstórt, livort sem bókin, sem tekið er eft- ir, hefurgverið prentuð með smáu eða stóru letri, þannig að í lesvjel- inni verði all letur af sömu stærö. Af þessu leiðir það, að mjög verður mismunandi hve margar blaðsiður komast a hvert spjald. Það er kom- ið undir broti bókarinnar og letur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.