Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 4
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS komnir, að moka hitt fólkið upp fyrst. Þeir sintu því ekki. Leið ekki á löngu, þangað til þeir voru búnir að grafa ofan af mjer. Þetta voru hamhleypur, sem komu fyrst, víkingscluglegir menn. Evja- bræður, Andrjes, Benjamín og Bernódus Sigurðssynir og Bjarni í Asparvík. Það vildi svo til, að þeir komu einmitt í hlaðið á Skarði rjett um sama leyti sem pósturinn kom þangað, og sagðí tíðindin um snjóflóðið. Nokkru seinna komu Bjarnfirðingar. Og síðan fleiri. —• Hvernig voruð þjer teknir upp úr fönninni? — Einn Eyjabræðra beygði sig niður að mjer, þegar jeg gat rjett hendurnar upp úr, svo jeg gæti tek- ið utan um háls honum, og tók hann mig þannig upp. Um leið og jeg kom upp úr fönninni, var jeg vafinn í eitthvað, svo kuldinn næði ekki til mín. Um sama leyti mun jeg hafa mist meðvitund- ina. Þó jeg hefði ekki heyrt til Jón- asar heitins lengi, þá var hann samt með lífsmarki er hann náð- ist og eins Svanhildur dóttir mín. En til hennar heyrði jeg aldrei neitt. Veit ekki heldur gjörla hvar hún var. En jeg hygg að hún hafi legið á gólfinu. Þau voru bæði meðvitundarlaus. Jeg var fyrst fluttur í fjárhús. Og þangað voru þau líka flutt, Svanhildur litla dóttir mín og Jón- as. Þar munu þau hafa andast. En þegar það gerðist, vissi jeg ógerla af mjer. Snemma á föstudagsmorgun var jeg settur á sleða og ekið með mig út að Skarði. Það munu hafa ver- ið skipverjar á vjelbátnum Frigg, sem sóttu mig inn í Goðdnl Þeir fengu hressingu á Skarði. Qg þar var lagað um mig á sleðanum. Síðan var haldið áleiðis til Hólma- víkur. Var jeg fluttur á vjelbátn- um Guðmundi yfir fjörðinn. En er til Hólmavíkur kom ljet eigandi bátsins, Gunnar Guðmundsson, búa herbergi handa mjer í húsi sínu og vakti yfir mjer þá nótt, sem jeg var á Hólmavík. Kvölunum, sem jeg leið, þegar fæturnir fóru að þiðna, ætla jeg ekki að reyna að lýsa. Allir hafa verið mjer einkar góðir, bæði þar vestra og eins eftir að hingað kom. En samt verð jeg að segja það, að fyrstu dagana, sem jeg var hjer á spítalanum, fannst mjer með köflum, að jeg mvndi geta tapað mjer, við tilhugsunina um það, sem fyrir mig hafði borið. Jeg spyr nú Jóhann, hvort hann hefði getað sjeð hættu á snjóflóði í dalnum þennan dag. Hann kvað nei við því. Sagði hann að nokkrum dögum áður hafi kyngt niður allmikilli fönn, aust- an hvassviðri barið fönnina saman svo komin var allsæmileg færð. En þennan dag, sunnud. 12. des., var talsverð snjókoma, og snjóaði þá á harðfennið. Svo það hefir verið nýsnævið sem losnaði úr hlíðinni ofan við bæinn. Ekki er kunnugt um, að snjóflóð hafi nokkurntíma fallið á þessum stað áður. En fvrir nokkrum árum fell mikið snjó- flóð neðar í Goðdal. Og mælt er að" býli í neðanverðum Goðdal sem hjet Tungukot, haíi tvívegis evðst í snjóflóði. Þetta snjóflóð kom úr fremur lítilli hæð að því er jeg síðar frjetti, átti upptök sín við svo- nefndan Svartaklett eða í nál. 250 metra hæð í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Flóðið var ekki nema 135 metrar á breidd að mjer er sagt. Munnmæli. — En er nú ekki nóg komið af þessu? segir Jóhann. — Nú er það þjóðsagan. Þegar faðir minn kom í Goðdal árið 1912, rann volgur lækur ör- skammt frá bæjardyrunum. Þessi lækur skildi á milli túnsins og kvía bólsins, sem kallað er Bólbalinn. Rjett á móts við bæjardyrnar rann annar lækur í volga lækinn. Hann er kallaður Þverlækur. Tungan á milli lækja þessara er mýrlend. Aðalgróðurinn þar mýra- stör. En neðst í tungu þessari er þúfa ein þar sem óx mikið af brennisóley og hrafnaklukku. Frá gamalli tíð hafði það orð leikið á, að óheillavænlegt væri að slá blett þann neðst í tungunni. Ef þessi blettur væri sleginn, þá kæmi jafnan eitthvað það fyrir, að hey- ið nýttist ekki. En þegar upp úr þessari tungu kom og dró upp í Bólbalann, þá breyttist gróðurinn. Því þar var fjölskrúðugur gróður. Þar var t. d. þrílit fjóla, brönugrös, tvær teg- undir af fjandafælu, selgresi og fleira af skemtilegum plöutum. Grasafræðingar. — Jeg tók eftir því að Jóhann talaði um plöntutegundir eins og kunningja sína, og vakti það for- vitni mína, hvort hann vissi glögg skil á gróðri þar um slóðir. Jeg mundi ekki hverskyns planta sel- gresi er og innti hann eftir því. — Það er græðisúrutegundin með breiðu blöðunum, segir hann þá, blöðin eru 3—6 strengiótt. — Mjer þykir þjer vera vel heima í grasafræðinni, segi jeg. — Lítið fer fyrir því, segir hann. En það er hann Bergþór sonur minn sem hefir lagt stund á grasa- fræði. Hann kann skil á öllum gróðri þarna í nágrenninu. Hann hefir líka verið svo heppinn að finna tegund af „juncus“, sem aðr- ir hafa ekki fundið hjer á landi,. mig minnir að latneska nafnið sje „juncus squarrosus“, það er rjett svo að jeg kunni að nefna bað. Stinnasef er það kallað í nýu út- gáfunni af Flóru íslands. Annars var það Ingimar Óskarsson, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.