Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 7
 kveðna stund. En þá er skipið sem sprengjunni sökti komið nokkurn kipp burtu og bíður þar viðbúið með alls konar mælitæki til þess að athuga bergmálið af sjávarbotn- inum um leið og sprengingin verður. Eftir þessu hljóði má dæma um það hvar saltdvngjan sje undir og því líklegast að leita olíunnar. Fyrsta neðansjávar-olíulindin fannst á þennan hátt fyrir þrem- ur árum. Það var olíufjelagið Magn olía Petroleum Co. sem fann hana. Það var á þessum slóðum, og fje- lagið keypti eignarjettinn af Louis- anaríki. Fjelagið hefir nú þarna undir svæði, er svara mun 250 þúsundum dagslátta og hefir varið rúmum 4 miljónum dollara fvrir námarjettindi og rannsóknir. Fyrstu tveir brunnarnir, sem fje- lagið ljet grafa, voru olíulausir. Nú hefir það ákveðið að grafa enn sex aðra brunna og hefir þó eytt um 10 miljónum dollara í fyrirtæk- ið. — Þegar grafa skal brunn á sjáv- arbotni, verður fyrst að búa til flot- ey, sem hvílir á stoðum. Stærstu eyna hefir Humble Oil Co. látið gera, níu sjómílur frá ströndinni og á 48 feta dýpi. Eyan er pallur, 206 fet á annan veginn, og 110 fet á hinn veginn. Þar yfir er annar pallur og skýli á milli, þar sem 54 menn geta unnið. Þessi ey kost- aði 1.200.000 dolara. Nú eru um 20 slíkar eyai þarna á grunninu, þótt þessi sje stærst. Menn hafa nýlega komist upp á það að nota jarðnafra þannig, að þeir bora skáhalt niður. Á þenna hátt er hægt að bora alt að 15 holur frá hverri ey. Ekki er öllum vandkvæðum lokið um leið og olía finst. Fremur mætti segja að þá byrjuðu erfið- leikarnir fyrir alvöru. Það er hætta á því að olían geti brotist fram með svo miklum krafti, að ekki verði við ráðið, og fari þannig öll LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27 Richard Beck SKAMMDEGI Snemma gengur sól til sængur, sekkur land í næturhaf; blikar þó, sem bros á hvarmi, bjart í vestri roðatraf; þorradegi brúna-bleikum blæðir út í húmsins kaf. Miallarsilfri hrannað hauður hjúpast rökkur dularblæ; þagnarheimur fanna’ og frera frosnum líkist dauðasæ; skuggar eins og svipir svífa, svörtum vængjum, yfir snæ. Kaldri hendi vetrarvindur verpir skýjum tungli frá; gegnum rofið gægjast stjörnur. geislum krystal-skærum strá, baða himins hvítagulli hrimi stirnda jarðarbrá. Ein í fjarska áin niðar, orpin þungri klakaspöng, líkt og heitur hjartasláttur hljómi gegnum myrkrin löng; ómar þar og yndi glæðir undirspil af vorsins söng. út í sjóinn. — Eru það eigi að- eins þeir, sem að þessu vinna, sem kvíða fyrir því að þannig kunni að fara, heldur einnig fiskimenn- irnir, sem eiga afkomu sína undir fiskveiðum fram á grunninu. Annað vandamál er það, hvern- ig eigi að koma olíunni í land. Þótt þarna sje svo djúpt, að ilt sje að grafa brunnana, þá er of grunt fyr- ir hin stóru „tank“-skip. Annað hvort verður að leiða olíuna í neð- ansjávar pípum til lands (og mætti þá nota sömu leiðsluna fyrir marga brunna) eða þá að finna upp nýja tegund skipa, er gæti tekið á móti olíunni á staðnum. Þrátt fyrir öll þessi vandkvæði er haldið áfram að bora eftir olíu og leggja meira og meira í kostn- að. Olíufjelögin vita það vel, að ef þau skyldi hitta á lind, sem gefur af sjer 25 miljónir gallona af olíu, þá fá þau þar 75 miljónir dollara. Og færi svo, að þau hittu á 1000 miljóna gallona lind, þá nemur á- góðinn alt að % úr biljón dollara, og allur kostnaður er margfaldlega greiddur. (Wall Street Journal). NÝ AÐFERD AÐ GEYMA EGG ÞAÐ HEFIR löngum þótt mikið vandamál hvernig á að geyma egg, svo að þau skemmist ekki. Nú hefir Alexis L. Romanoff, prófessor við Cornell háskólann bent mönnum á einfalda aðferð, sem hann kallar „skyndi-aðgerð“. Eggin eru blátt áfram látin niður í sjóðandi vatn en tekin upp úr eftir fáeinar sek- úndur og látin kólna. Síðan eru þau látin í kæliskáp og geta þá geymst óskemd í heilt ár. En sje kæliskáp- ur ekki til, geta þau þó geymst óskemd í þrjá mánuði. HEILRÆÐI FYRIR BÍLSTJÓRA ÞEGAR bíllinn þinn festist i snjó, þá skaltu hleypa vindi úr -aft- ari hjólunum, svo að þrýstingurinn í þeim lækki um 10—15 pund. Þá munu hjólin veita meira viðnám; En nauðsynlegt er að blása þau upp að nýu, þegar út úr ófærðinni er komið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.