Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1949, Blaðsíða 4
272 LESBOK MORGUNBL^ÐSINS stöðum kom heim frá Noregi um aldamóL og hafði búið sig undir það þar að verða skógræktarfröm- uður. Skömmu síðar varð hann framkvæmdastjóri hins nýstofnaða Ræktunarfjelags Norðurlands, en sú fjelagsstofnun var fyrst og fremst hans verk. Hann hafði trú á því að lævirkjatrje, er þá voru svo nefnd, mundu geta átt framtíð hjef á íandi. Frá fyrstu árum Rækt- unarfjelagsins eru nokkur lerkitrje á Akúreyri og þar um slóðir og hafa náð góðum þroska. En að því er kunnugir menn álíta, munu þessi trjélnaumast vera af þeirri tegund er til var ætlast. Það er ekki fyr en árið 1933 að hingað kemur fræ af lerki, sem vissá er fyrir að sje frá Norður- Rússlarfdíj frá nágrenni Arkan- gelsk. Það var hálft kíló af lerkifræi, sem Guttormur Pálsson, skógar- vörðúr að Hallormsstað, fekk og sáði. Fræplönturnar voru teknar úí græðireit og þeim plantað út á Skógur í Alaska. árunum 1937—39. Voru 6000 plönt- ur af þessu lerki gróðursettar í skógarteig í sunnanverðum Hall- ormsstaðaskógi, skamt frá Atlavík Var lerkinu plantað „undir birki í góðu skjóli“. Birkið var felt þegar lerkið óx upp, svo að nú er það einrátt á teignum, og hefur náð þar 4—5 metra hæð á einum ára- tug. Lerki getur orðið 60—70 metra hátt og eftir því gildvaxið. En við getum gert okkur ánægða með þótt það nái ekki nema helmingnum af þeirri hæð. Lerkiviður er ágætur, með eðlisbestu viðartegundum. sem til eru. Þarna er einn framtíðarskógur- inn kominn. Hann er að vísu ekki nema hálfur annar hektari að stærð með 6000 trjám. En þegar stundir líða bera þessi 6000 trje fræ, ekki aðeins hálft kíló, eins og það, sem til Hallormsstaðar kom 1933, held- ur ótölulega mörg kíló fræs. En hvert frækorn hefur í sjer mögu- leika til þess að verða að risa- vöxnu trje, og þraðvaxta, fái það skjól í birkiskógi fyrstu æviár sín, og veðurskilyrði ekki lakari en austur á Hjeraði. Hjer er ekki öll sagan sögð af þessu lerki. — Nokkur hundruð plantna af því voru flutt út að Eiðum, settar í friðað land á ber- svæði í næðinga af öllum áttum. Þar hefur þessi nýgræðingúr lifað og dafnað, í næðingum og skjól- leysi, en vöxturinn orðið hálfu hæg ari en í skóginum, enda voru plönt- ur þessar settar niður í snoðnar mosaþúfur. Það er því engu líkara en að þessi úrvalsviður geti orðið nothæfur í skjólbelti fyrir annan gróður í harðviðrasömum sveitum landsins. Alaska-skógar. Hjer hef jeg þá minst lauslepa á reynslu af nokkrum erlendum trjátegundum, sem mynda munu framtíðarskóga landsins. En alt er þetta smámunir, borið saman við það, sem við eigum vísa von á að sjá hjer og reyna, aðeins bending- ar um það, sem koma skal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.