Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 2
302 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Bror Hjorth, en þessi mynd, sem og málverk hans og höggmyndir, sýnir merkilegt sambland af frum- stæðri list og hámenningu. Norðmenn höfðu tekið á hina miklu sýningu í Kaupmannahöfn, er haldin var fyrir nokkru, það mesta af því, sem þeir höfðu fyrir hendi, til að lýsa hinni stórfeng- legu myndlist sinni. Samkvæmt sjerstökum tilmælum, lögðu þeir nú mesta áherslu á, að sýna frum- drög að myndskreytingu stórhýsa En auk þess höfðu þeir þarna til sýnis ágæt málverk, meðal annars eftir Kai Fjell, Ole Mæhle og Johs. Rian, er sýna hina sjerkennilegu litatilfinningu Norðmanna. Hvorki finnsk eða dönsk list var sjerstaklega áberandi, þótt ágæt verk væru þar innan um. En að því er snertir Dani, lá jafnvel beinna við, að tala um allt það. sern ekki var þarna. Sem yfirlit yfir danska list, var sýning þessi ákaf- lega ljeleg og villandi. • Þegar litið er til íslands á sýn- ingu þessari, getur maður furðað sig á hinu mikla, frjóa framtaki í þessari ungu list, sem engar erfða- venjur á, að heita má. Það getur verið bæði illt og gott að hafa engar erfðir við að styðjast. Meðal íslenskra listamanna hefur það orð- ið til þess að þeir hafa leitað áhrifa til erlendra þjóða, oft með mjög róttæk sjónarmið. Og það getur stundum verið erfitt, að eygja þau sjerstaklega íslensku blæbrigði hjá hinum óstýriláta hóp þeirra, enda þótt vera kunni, að áhrifa frá ís- lenskri náttúru gæti í þeim draum- um og hugmyndum, sem fram koma til dæmis í hinum litauðgu myndum Svavars Guðnasonar, „abströktu" hugrenningum Þor- valdar Skúlasonar, Valtýs Pjeturs- sonar, Kristjáns Davíðssonar og Jóhannesar Jóhannessonar. Við hjer í Danmörku höfum sjeð mikið af þesskonar óhlutrænni myndlist, sem nú er hælt í dagblöðunum um- fram verðleika, þar sem áður var hæðst að henni. Er óþarfi að benda á, að öll list hefur í sjer „abstraktan" þátt, og sennilega fer það aðeins eftir mis- munandi skapbrigðum, hve langt menn vilja hverfa frá hlutrænni myndagerð. Jafnvel þeir, sem lengst hafa farið, hverfa aftur til hins hlutræna, eins og til þess að fá fast undir fætur, og átta sig aftur á raunveruleikanum. Sigurjón Ólafsson sannfærði mig betur um það í naturalistiskum verkum sínum, að hann er góður myndhöggvari, heldur en með hin- um einstrengingslegu afkáramynd- um. Og hjá Ásmundi Sveinssyr.i finnst mjer hin nýja tíska nálgist tilgerð. En í list Gunnlaugs Schev- ing hefur hinn franski skóli sam- lagast íslensku eðli, eins og áður hefur komið í ljós í list Jóns Stef- ánssonar. Hjá Gunnlaugi Blöndal fann maður meiri heimsborgara- áhrif, og hjá Finni Jónssyni gætir ótamins hugmyndaafls, sem lýst er með litaíburði. En frásagnir Jó- hannesar Kjarval og skilningur á íslensku landslagi er hreinn og beinn og oft einkennilega þrótt- mikill. Júlíana Sveinsdóttir tók líka þátt í sýningunni, en var í dönsku deildinni. Hún sýndi margar ágæt- ar myndir, meðal annars íslenskt landslag, er Carlsbergsjóður keypti. Hjer er engan veginn allt nefnt, sem frásagnar vert var á sýning- unni. Nefna má meðal annars hin ágætu graphikverk Barböru Árna- son, en bæði „Statens Museum for Kunst" í Höfn og „National Muse- um" í Stokkhólmi keyptu af henni myndir. * Hvernig sem litið er á verk hinna einstöku íslensku listamanna, þá er hægt að fullyrða, að sú von hefur ræst, sem stjórn íslensku deildar- innar ljet í ljós í formála mynda- skrárinnar, að danskir listunnendur myndu í list þessari finna æsku- þrótt og grómagn. Poul Uttenreitter. ^w ^w >w ^ ^w fjeftóU ÞAÐ ágerist nú óðum að enskir læknar venji sig á neftóbak. Og sannarlega mundi það hafa glatt einn af fremstu læknunum, sem uppi var á öldinni sem leið sem sje dr. Gordon Hake. Einu sinni ásakaði einhver dr. Hake fyrir það að taka í nefið. Þá skrifaði Hake honum þetta brjef: „Viljið þjer vita hvers vegna jeg tek í nefið? Það er nú ekki aðeins vegna þess að neftóbakið hreinsar vel alt slím úr nefi og skerpir hug- ann, svo að hugsanir mínar fljúga á ljettum vængjum, sem fiðrildi, heldur vegna þess, að þegar aðrir hósta og hnerra og eru augnvotir, þá er jeg hinn brattasti. Jeg fæ aldrei kvef".. Neftóbak kom fyrst til Enplands á 18. öld og mun mönnum hafa verið ráðlagt að taka í nefid bæði til að forðast kvef og skerpa sjón- ina. „Gentlewoman's Companion" ráðleggur þeim lesendum sínum, sem eru farnir að sjá illa, til þess að nota „hið rjetta portugalska nef- tóbak", og sagt er að margir nafn- kunnir menn hafi læknað sig með því, svo að þeir gátu lesið gler- augnalaust, enda þótt þeir hafði áð- ur þurft að nota gleraugu í mörg ár. (British Medical Journal).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.