Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1949, Side 2
326
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
hrjúfri sKel leyndust heitar til-
finningar í ætt við öldurót hafsins.
I öllu sínu stríði er maðurinn jafn-
an samur við sig, hvað sem öldin
heitir. Og ef vjer, sem hjer erum
saman komin í dag, viljum skilja
forfeður vora, sem hjer börðust
sinni baráttu, þá verðum vjer að
leítas't'vío að skilja sjálfa oss fyrst.
Eigindir þeirra eru erfð vor og óðal,
hvert sem leið vor liggur. En raun-
ar held jeg, að besti lykillinn til
rjettrar sjálfsþekkingar sje að
kynnast éldri kynslóðum, lífi þeirra
og starfi. Þar er að finna ræturnar,
sem vjer erum af sprottnir.
r. ; i i' ; rioviu
II.
'i,M óilirÍB(r>
Leyfið mjer nú, áheyrendur góð-
ir, að bjóða yður með í svolítið
ferðalag. Farartækið er með þeim
kynjum gert, að á því má ferðast
aftur ;og fram í tímann, og vjer
skulum bregða oss um 130 ár til
baka eða til ársins 1820 eða þar um
biL Vjer þurfum ekki að færa oss
úr stað, því að Stokkseyri er áfanga
staðurinn eins og nú. Vjer erum
stödd hjer á sjávarbakkanum og lit-
umst um. Hin fagra fjallasýn og
víðátta er hin sama sem nú, hafið
leikur við ströndina, sker og sund
og boðar eru hin sömu. Þetta er
náttúrufagur og náttúrumikill stað-
ur eins og í dag. Og vjer lítum
nær oss á bæi og bygð. Vjer þurf-
um góða stund til að átta oss á því
sem fyrir augun ber. Vjer þekkjum
varla þessa bæi. Alls staðar eru
lágreistir torfbæir, ofurlítil húsa-
þyrping úr torfi og grjóti á hverj-
um bæ. Á einstaka stað sjest stafn-
þil úr timbri með vindskeiðum og
litlum glerglugga, en víðast eru
torfgaflhlöð með djúpum glugga-
tóftum. Hjá mörgum bæjum stend-
ur einstakt, lítið hús úr sama bygg-
ingarefni sem bæirnir. Það eru sjó-
búðirnai;, þar sem aðkomnir ver-
menn hafast við á vertíðinni. Hjer
og hvar hvolfa árabátar af ýmsum
stærðum frá tveggjamanna förum
upp í sexæringa. Stærri skip sjást
ekki. Veiðarfæri sjáum vjer ekki
önnur en færi með sökku og öngli,
snoturlega hönkuð upp og hengd
sem til þerris. Skinnklæði sjáum
vjer og á nokkrum stöðum hanga
í hjöllum, lýsisbornar brækur og
stakka, vel og umhyggjusamlega
hirt. Kringum kotin eru litlir tún-
kragar, sem gefa mundu af sjer
fóður handa 1—2 kúm í meðalári.
— Sjógarð sjáum vjer engan
eða aðrar varnir gegn ágangi hafs-
ins. Vjer mundum fá þá hugmynd,
að hjer byggi fátækt fólk við
þröngan kost, og eitt hið mesta
undrunarefni vort mundi sennilega
vera, hvernig þetta fólk færi að
því að sækja sjó á slíkri brimströnd
á þessum litlu fleytum. Hjer hlýt-
ur að búa harðgert fólk og góðir
sjómenn.
Vjer skulum nú heilsa upp á eitt-
hvað af fólkinu, sem hjerna býr.
en því miður er ekki tími til að
koma á hvern bæ. Vjer skulum
fyrst heilsa upp á Stokkseyrarbænd
urna, Jón Ingimundarson og Jón
Gamalíelsson yngra. — Jón Ingi-
mundarson býr í vesturbænum.
Hann er sonarsonur Bergs gamla í
Brattsholti og situr á óðali hinnar
gömlu Stokkseyrarættar. Hann er
hniginn mjög á efra aldur, hefur
látið af hreppstjórn og formennsku.
en gegnir enn djáknastarfi í Stokks
eyrarkirkju. Hann er hvítur fyrir
hærum, kempulegur ásýndum og
höfðinglegur á svip. Sambýlismað-
ur hans, Jón Gamalíelsson yngri,
er um fimmtugt, snarlegur maður
með hvöss augu. Hann er einhver
reyndasti og nafnfrægasti formað-
ur á allri Stokkseyri, kann ekki að
hræðast, en þó gætinn og öruggur.
Hann lenti í hrakningnum til Þor-
lákshafnar árið 1812, þegar 7 menn
drukknuðu þar í lendingu af skipi
Jóns stromps í Borg í Hraunshverfi
Þessu næst skulum vjer koma við
í Vestri-Móhúsum. Þar býr hrepp-
stjórinn, Jón Þórðarson, þá þegar
orðinn einn ríkasti maður á Suð-
urlandi. Hann er þá um fimm-
tugt og nafnkunnur formaður í
mörg ár, aflasæll og djarfur sjó-
sóknari. Hjá honum hefir Þuríður
formaður verið háseti í mörg ár.
Vjer skulum líta inn í Roðgúl og
heilsa upp á hinn forna garp og
mikilmenni, Brand gamla Magnús-
son. Hann er nú kominn yfir ní-
rætt, en hefur þó enn fótavist, mik-
ill vexti, og gildur, þrátt fyrir ald-
urinn. Hinn gamli járn- og skipa-
smiður minnist nú fyrri tíma, er
hann var forsöngvari í Stokkseyr-
arkirkju og söng einn á móti öll-
um, er aldamótasálmabókin var
tekin í notkun. Hann er nú elsti
maður sveitarinnar, og allir líta
upp til hins gamla víkings og dá
hreysti hans. Vjer skulum nú taka
á oss krók upp að Ásgautsstöðum
og heilsa upp á aðalskipasmið
hreppsins, Jón Snorrason, sem er
á besta aldri, rúmlega fimmtugur
Hann bjó áður í Óseyrarnesi, og er
einn af forfeðrum hinnar svo-
nefndu Nesættar. Hann hefur smíð-
á annað hundrað skipa og fundið
upp nýtt og betra lag á þeim en
áður tíðkaðist. Formaður hefur
hann og lengi verið með góðri
hepni. Vjer skulum heilsa upp á
hjónin í Stokkseyrarseli vestra,
Bjarna Guðmundsson og Vigdísi
Símonardóttur, Eyjólfssonar sterka
á Litla-Hrauni. Síra Jakob prófast-
ur í Gaulverjabæ segir um Bjarna,
að hann sje mikilfengur maður.
Hann er um fertugt og synir hans
ungir. Þá skulum vjer að lokum
heilsa upp á tvær merkar konur,
sem búa í Stokkseyrarhverfinu.
Vjer komum að Eystri-Móhúsum
og hittum yfirsetukonu sveitarinn-
ar, maddömu Sigríði Hannesdóttur
frá Kaldaðarnesi, konu Jóns Gam-
alíelssonar eldra. Hún er skörung-
ur mikill, og fátt fer fram hjá henni
I