Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 2
350 LJESBÓK MORGUNBLAÐSINS á meðal næla frá 10.—11. öld, og bera það þess vitni, að þarna hefur bygð verið. Mörþúfur voru upp með Stang- ará að vestanvjrðu. Um 1885 sáust þar enn 7 h isatóftir, en þegar Brynjólfur Jóisson kom þangað, hafði áin brotið tóftirnar svo að ekki sást annað af þeim en fáeinir hleðslusteinar úr einum vegg, og nú er það einnig horfið. Laugar stóðu á sljettlendi spöl- korn frá Hvítá. Brynjólfur skoðaði húsarústir þar 1895, Þorsteinn Er- lingsson sama sumar og Daniel Bruun 1897. Allir hafa þeir lýst þeim, svo að heita má sæmilega ljóst hvernig húsum hefur þar ver- ið háttað, og D. Bruun auk þess gert uppdrátt að þeim. En nú er þar svo upp blásið, að ekki er hægt að gera sjer grein fyrir húsaskipan. ÞÓRARINSSTÖÐUM hafa allir þessir menn lýst og D. Bruun gróf eitthvað í þær rústir. En nákvæm rannsókn á þessum stað fór ekki fram fyr en 1945 að þeir Kristján Eldjárn, Bjarni Vilhjálmsson cand. mag., dr. Jón Jóhannesson og Magnús Jónsson mentaskólakenn- ari grófu allar rústirnar upp. Með þeim var og dr. Sigurður Þórarins- son til þess að athuga jarðlög. — Þarna fundust sex hús: Skáli, stofa, búr, fjós, hlaða og kofi og auk þess fjárhús og smiðja. Eru þessar bæj- arrústir svo merkilegar, að helst má líkja þeim við rústirnar á Stöng í Þjórsárdal. Mikill uppblástur hefur orðið þarna og skiftast á óblásnar torfur og örfoka melar. En bæjarrústirn- ar sjálfar hefur ekki blásið upp. Þegar farið var að grafa þarna kom í ljós mikið af hvítum vikri í tóft- unum, alveg eins og á Stöng. En á því hvernig vikurinn lá mátti sjá það að hann hafði fallið á bæinn meðan hann var enn uppi standandi og að bærinn hafði hangið uppi nokkra hríð eftir að vikurinn fell. Húsaskipan hefur verið svipuð þarna eins og í Þjórsárdal, langhús fremst en að baki hús bygð í vinkil við það. Að einu leyti sker þessi bær sig þó úr, því að fjós og hlaða er sambygt við bæinn. Veggir höfðu haldið sjer mjög vel og ýmislegt fanst þarna, sem er fróðlegt um íorn híbýli. í útidyra- vegg var skot og í þvi steinskál, sem óefað hefur verið mundlaug. Svefnbekkir og langeldur í skála og setubekkir í stofu. í búri fund- ust för eftir stóra skyrsái, sem grafnir höfðu verið niður. í fjósinu voru báshellur stórar og básarnir með tvennu móti, sumir fyrir kýr og aðrir fyrir naut. Alls voru þarna básar fyrir 15 nautgripi, eða 8 kýr, 5 geldneyti og 2 kálfa. Eftir jötum í fjárhúsum að dæma hefur bóndinn haft 160 fjár og hef- ur þarna því verið sæmilegt bú. Hvergi sjást þess merki að bær- inn hafi verið endurbygður nje neinar viðbyggingar gerðar. Þykir því fullvíst, að þarna hafi aðeins staðið þessi eini bær, og hann hafi ekki átt sjer langan aldur. Hús hafa öll verið í besta lagi og ekki nídd, eins og gömul hús vilja verða. — Gólfskánir voru yfirleitt þunnar og benti það til þess að bygð hefði ekki staðið þarna lengi. Bærinn hefur og verið bygður af sterkum viðum, því að helluþak hefur verið á honum. Greinileg merki fundust þess að þarna hafði verið rauðablástur. Þar sem smiðjan hafði staðið, fanst mikið af kolum og gjalli. Inst í garða í fjárhúsi fanst þró, gerð af hellum og full af mýrarauða, lík- lega alt að einum teningsmetra. Og miklu víðar fanst gjall og kola- leifar. En af fornum munum fanst lítið, allra síst munum er gæti gefið skýr svör um aldur eyðibýlisins. Ýmsar sagnir hafa gengið um það, hvernig bygðin þarna hafi farið í eyði. Segja sumar sagnir að hún hafi far- ið í eyði í Svartadauða, en aðrar herma að bygðin hafi eyðst af Heklugosum. Bæjanna er hvergi getið í fornum skjölum, og er því ekki við neinar heimildir að styðj- ast. En þá var það jarðvegsfræðin, sem kom með skýringuna um það hvernig bygðin hafði eyðst og hve- nær. Rannsóknir dr. Sigurðar Þór- arinssonar sýndu að hvíta vikur- lagið, sem fylti húsin þarna, var úr sama gosi og vikurlagið, sem fylti bæjarhúsin á Stöng í Þjórsárdal. En þetta vikurlag telur hann vera úr Heklugosi árið 1300. Og niður- staðan af rannsóknum hans er sú, að bygðin þarna á Hrunamanna afrjett hafi eyðst vegna vikurfalls úr Heklu sama árið og bygðin í Þjórsárdal lagðist í auðn. RANNSÓKNIR dr. Sigurðar hafa einnig sýnt það, að undir þessu hvíta vikurlagi hefur verið jarð- vegur, sem ekki ber nein merki á- foks og hefur þyknað mjög hægt. í þessu lagi fundust víða viðarkola- leifar og er enginn efi talinn á að það stafar af því, að þarna hefur verið brent kjarr, líkt og í Þjórsár- dal og í kring um eyðibýlið ísólfs- staði í Borgarfirði. Þarna hefur land því upphaflega verið kjarri vaxið. Ennfremur sýna rannsóknir að land hefur þá verið gróið langt norður á öræfi, þar sem nú er alt örfoka. „Hefur þá verið fagurt um að litast frá Þórarinsstöðum, er land var grænt og kjarri vaxið alt um kring.“ En eftir að ljósa vikur- lagið lagðist yfir, hefur landið tek- ið að blása mjög ört. „Ekki mun þó vikrinum einum um að kenna. Eyð- ing kjarrsins með eldi, öxi og beit, hafði þegar veikt mótstöðuafl jarð- vegsins gegn slíkum áföllum sem þessu vikurfalli, og áfrajnhaldandi beit hefur varnað náttúrunni að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.