Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1949, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1949, Side 3
LESBOK MORGUNBLí\ÐSINS 359 í hliðinu að Borgarvirki in bygðarinnar er Vatnsnesfjall- garðurinn, hár og svipmikill. — í norðri sjer fram á flóa og handan við hann rísa Skagastrandarfjöllin og utarlega stendur Spákonufell og má undir því sjá reyki, þegar síld- arverksmiðjan er starfandi. Mið- sveitis rís Borgarvirki og speglar sig í vatninu, en handan við það gnæfir Vatnsdalsfjall og síðan Víði- dalsf jall og er hvergi fegurra ásýnd um en hjer. Blasir nyrst við á því Ásmundarnúpur og þá Rauðanúp- ur, með ljósum liparit tindi. Þar segir sagan að Barði hafi sett varð- mann til að skygnast um ferðir Borgfirðinga ef þeir kæmu sunn- an Vatnsdal eða Víðidal, en annan varðmann á Þóreyarnúp. Skyldu þeir kveikja bál ef þeir yrði ófriðar varir, svo að Barða kæmi njósn nógu snemma. í miðju Víðidalsfjalli cr Mel- rakkadalur og sjer í hann opinn, en nær blasa við margir bæir í Víðidal. í suðri gnæfir Eiríksjökull við ský og vestan við hann sjcr á mjalllivíta bungu Langjökuls. Lok- ast svo þessi einkennilegi og (il- komumikli fjallahringur við Þór- eyarnúp.- horfinnsstaðir Búsældarlegt er i Vesturhópi og yfirleitt munu vera þar kostajarð- ir. En samt leggjast þær nú í eyði hver af annari, Gottorp, Sigríðar- staðir, Þorfinnsstaðir, Harastaðir og Foss. Og það er aðeins tíma- spursmál hvenær Klömbur og Kista fara í eyði, því að nú er að- eins einn maður á hvorum bæ. Ein ástæðan til þess að jarðirnar fara í eyði er fólksekla. Fólkið flýr úr þeirri sveit eins og öðrum og leit- ar margmennis. Önnur ástæða er sú, að bæirnir eru k •mnir að því að falla, og menn gela ekki, eða vilja ekki lcggja í byggipgarkosln- að. lívorugu er þó (il að dreifa á Þorfiimsstöðum. - Þar cr stórt og stæðilegt timburhús og sími þangað heirn,, en akvegur rjett við garð. Þar er fallegur skrúðgarð- ur og mikið sljett tún og grasgefið. Þarna mætti hafa stórbú. HJER er best að venda sínu kvæði í kross og fara að athuga þann staðinn, sem merkilegastur er á þessum slóðum: Borgirvirki. Að því liggja tvær leiðir, önnur að sunnan, hin að norðan. Talið var að syðri vegurinn væri algjörlega ófær bílum vegna einhvers síkis við Vesturhópsvatn. Vafi ljek og á hvort nyrðri leiðin væri bílfær. Þar hafði brotnað brú og ekki enn verið gert við hana. Þó gat skeð að þarna væri fært vegna undangenginna langvarandi þurka. Og svo var lagt á stað. Við ókum upp hálsinn frá Þorfinnsstöðum og lá leiðin suður að Vatnsenda og þar um garð. Þar fyrir austan er flói eða mýrarsund og í því kelda og þar var brotna brúin. Þetta he'ur aldrci verið mcrkileg brú. trje lögð yfir keld- una og rept á milii þeirra. Riml- arnir voru brolnir, cn keldan mátti kallast þur, og yfir lór bíllinn. Svo var ekið upp á Borgarásinn norðan- verðan og farið fram hjá Stóru- Borg. Þaðan eru alibrattir melar upp að borginni, og komst bíllinn alla leið að rótum hennar að austan. Þarna er borgin tilsýndar eins og hringlaga klettur, allmikill um- máls, En er maður hefur klöngiast upp skriðurnar og nálgast kletta- beltið, opnast á því hlið og þcgar þangað kemur er þar innar af hring mynduð kvos líkust eldgíg. Sjer maður nú að borgin er skeifulaga klettakögur, hærra að utan, en þó með klettum alt umhveríis kvosina. MANNVIRKI mikil hafa verið gerð þarna í fornöld, grjótgarður þykkur og hár þvert fyrir hliðið, og miklar hleðslur á ytri brúnum borgarinnar, þar sem skörð voru, eða stallar, þar sem hægt var að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.