Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1949, Blaðsíða 4
360 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Kristján Eldjárn þjóðminjavörður athugar hieðslu skáiaveggsins komast upp á hamrana. Þarf ekki lengi að virða þessi mannvirki fyrir sjer til þess að sjá að hjer hefur vierið vígi. Og hvílíkt vígij Þavna hefði áreiðanlega nokkrir menn getað varist aðsókn hundraða manna, áður en skotvcpn og sprengikúlur komu til sögunnar. Brattar skriður eru upp að borg- arhömrunum alls staðar og ilt að- sóknar, og mátti auðveldlega verj- ast með grjóti. Hamrarnir eru og víðast hvar ókleifir vegna þess hvað þeir eru háir og snarbrattir, gerðir af lóðrjettum stuðlabjörg- um. Talið er að borgin sje 177 metra yfir sjávarflöt, eða nær 160 metrum hærri en umhverfi ássins, sem hún stendur á. Af borginni er afarmik- ið og vítt útsýni í allar áttir og óhugsandi að hægt sje að komast óvörum að þeim, sem þar kynni að vera, nema þá í niðamyrkri í kvosinni gat setulið hafst við ósjeð og er þar nóg rúm fyrir mann- fjölda, þótt hann hefði með sjer bæði kvikfje og vistir. Undir berg- veggnum að sunnanverðu í kvos- inni eru tvær húsatættur niður fallnar, og er talið að það muni vera skálarústir. Rjett hjá þeim er dálítil hola aflöng og er kölluð brunnur. Eggert Ólafsson segir að þar sje uppsprettulind, og á mynd sem Daniel Bruun tók þar, sjest að vatn hefur þá verið í þessari dæld. En nú var hún þur. Nokkuð mun nú vera öðru vísi umhorfs þarna heldur en á land- námstíð, því að mikið hefur hrunið úr klettunum, bæði að utan og inn- an. Er mikiö lausagrjót inni í kvos- inni og virðist botn hennar hafa hækkað af grjóthruni síðan skála- tætíurnar voru gerðar. Gróður er þar mjög lítill og fáskrúðugur. Það er helst grámosi, krækiberjalyng, örsmár fjalldrapi, lambagras. holta- sóleyar, geldingahnappar, klóeíft- ing og töðugresi. Sennilega hefur aldrei verið þarna meiri gróður, svo að um haga hefur ekki verið að ræða. Hefði menn því flutt þang að kvikfje ,hefði jafnframt oiðið að flytja fóður handa því. í FORNSÖGUM þeim, sem nú eru til, er Borgarvirkis ekki getið. En munnmælasaga er um það, að Barði Guðmundsson frá Ásbjarn- arnesi hafi leitað þar vígis eftir Heiðarvíg og hafi Borgfirðingar komið og sest um virkið. Getur Páll Vídalín þessa í „Skýringum yfir fornyrði lögbókar“, og rekur þá sögu til manns sem dó ekki fyr en 1672 eða 1673, „og skyldi þetta standa í Heiðarvígasögu". Nú er sú saga öll í molum, og vantar í h?na kafla, eftir að sagt er frá Heiðar- vígum. Til er brot af þeim kafla sögunnar, þó eigi í eldra handriti en frá 1822. Þar segir eins frá, að Illugi svarti hafi riðið norður rneð 90 manna. Barði hefði áður flutt vopn og vistir upp í Borgarvirki og hvað eina er þurfti og látið gera þar skála, „og sjer þess merki enn í dag, því þar stendur tóftin enn að mestu heil; er hún hlaðin af stórum hellusteinum; segja menn, Sýnishorn af stuðlaberginu í hömrum Borgarvirkis að hún hefði verið hjer um 7 faðm- ar á lengd en 4 á breidd.“ — Borg- firðingar settust um vígið, sáu að það var óvinnandi, og afrjeðu því að sitja þar þangað til þeir Barði væri orðnir matarlausir. „Þeir sitja þar langan tíma.“ Var þá ekki orðið eftir annað matarkyns í víg- inu en eitt mörsiður og því kastaði Barði út til Sunnanmanna. „Þá mæltu þeir Illugi, að eigi mundi þessu út kastað, ef eigi væri gnægt- ir fyrir. Bað Ulugi þá taka hesta þeirra og ríða þaðan — ,vil jeg hjer eigi bíða frera‘.“ Ekki er þess getið í þessari sógu að Barði hafi látið gera vígið, en Páll Vídalín segir: „Segja svo tradi- tiones að Barði Guðmundsson liafi það gjöra látið fyrir væntandi ó- friði Borgfirða.“ Samkvæmt þeim köflum Heiðar- vígasögu, sem enn eru til, verður ekki sjeð að Barði hafi haft neinn tíma til að gera vígi þetta, eftir að hann kom frá vígunum, því að giskað er á, að það sje 200 dags- verk. Og sagan segir beinlínis að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.