Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Side 8
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS Hekluför Banks Uín miðjan september 1772 gekk Sir Joscp Banks ásamt fjelögum sínum á Heklu. Þá var kalt veður, hrim á jörð og ising settist i klæði þeirra, en vatn, sem þeir höfðu með sjer, fraus á leið- inni. Þegar þeir komu upp á efsta tindinn að vestan, voru þar nokkrir heitir blettir. Þaðan heldu þeir svo upp á hæsta tindinn. Þar var jörð freðin nema allra efst var ofurlítill blettur, um þrjú fet að þvermáli, sem var svo heitur að þeir gátu ekki sest þar, enda lagði þar upp talsverða gufu. — Þá voru liðin sex ár frá því að Hekia gaus sínu seytjánda gosi (1766). „Þá brann í tveimur stöðum eldur út um fjallið. Annar eldurinn kom upp um toppinn, en hinn litið neðar, vestar í fjallinu.“ Kotbeinsey er 58 sjómilur i hánorður frá Sigiu- nesi. Mitt á milli hennar og Grímsey- ar er lítið grunn, en mjög fiskisælt. Þar hafa færeyskir fiskimenn fundið sker- klakk og er aðeins 5 íaðma dýpi á hon- um, og er hættulegur skipum þegar stór sjór er. Aiinars er þarna 12—30 faðma dýpi og þarna draga menn þaraþyrsk- ling úti á reginhafi. Kolbeinsey er altaf að minka að völdum isreks og sævar- gangs og mun einhvern tíma hverfa með öllu. Misdýpi er mikið við eyna og< er á sjókorti talið 395 metra dýpi rjett vestur af henni. Norræn orð á Hjaltlandi Á Hjaltlandi lifa enn nokkur orð af norrænum uppruna, sem að vísu hafa vikið úr daglegu máli fyrir skoskunni, en hafa eigi glcymst með öllu, heldur fengið á sig einhvers konar dularfull- an blæ. Ifænan lieitir „flokner", sbi. flognir i islenska orðinu árflognir. — Eldur heitir „þrener“, sbr. brennir i isiensku. Tunglið heitir „glóm", en á fornu skaldamáli lieitir það gláinur. Sólin heítir „foger", sb'-. isienska nafn- ið fagrahvel. Sjórinn heitir „diúb“ „mar“ og „log“, sbr. islensku nöfnin djúp, marr og lögur. Skáktafl barst upphaflega til íslands frá Eng- landi. Af námsmönnum og stúdentum á síðara hluta 12. aldar, er ætla má að SUMRI hallar og sumarferðunum er lokið. En margir geyma í hug sjer minn- ingar um undurfagra staði víðs vegar um land. Þessar minningar eru misjafn- lega ljósar og fjölskrúðugar, alt cftir því hvernig menn hafa kunnað að horfa á náttúruna, svipbreytingar hennar og einkenni. Margir hafa komið að Hallorms- stað og skoðað staðinn vandlega. En þá mætti spyrja: Hafið þjcr sjeð þennan svip, sem hjer er á myndinni? Hafið þjer sjeð skeggjaða kletta-öldunginn, sem situr við lækinn og liorfir heim á staðinn og út yfir skóginn? Iiafi meðal annara flutt skáktaflið til Islands, má ncfna: Þorlák biskup helga, scm var nokkur ár við dómskólann í Lincoln; Hrafn Sveinbjarnarson, sem á árunum 1190—1200 ferðaðist um oll þau lönd í Evrópu, þar sem skák vai' þá tefld, England, Frakkland, Italiu og Spán: Pál Jónsson biskup sem dvaldist um 1180 við skóla í Englandi. — Talið er það missögn i sögu Ólafs helga, þar sem segir að Knútur ríki hafi teflt skák við Úlf jarl í Hróarskeldu, því að á þeim tíma þektist skáktafl hvergi í Evrópu nema meðal Serkja á Spáni. Bloðbergste Fyrir 80—100 árum drukku Reykvík- ingar mikið af blóðbergste, enda þótt kaffi væri þá orðið aðaldrykkurinn. Blóðbergið var tínt á Melunum, en þar óx þá mikið af því. Fiskiniannasjóður Kjalarncsþings Hinn 6. april 1830 urðu miklir tnann- skaðar hjer í grend; um 20 menn diukknuðu, þar á nieðal Grímur Árna- son smiður í Þingholti, Hannes G. Ol- sen snikkari faðir Jóhannesar Olsens og Ólafur Valdason faðir Hróbjarts i Sauðagerði. Var þá skotið saman tals- verðu fje til ekkna og barna þeirra, er druknað höfðu. Samskotafjenu var þó ekki óllu úthlutað til þeirra, hvernig sem á því hefur staðið, heldur var nokk uð af þvi sett á vöxtu, og var upphæð þess fjár 1840 orðin 293 rdl. 56 sk. Var þá ákveðið að stofna sjóð af þessu fje til styrktar ekkjum og börnum þeirra manna, er druknuðu við fiskveiðar úr Reykjavík og Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Reglugerð fyrir sjóðinn var str.ð- fest af konungi 24. júní 1840 og gaf hann um leið 100 rdl. til sjóðsins. Þetta er upphaf Fiskimannasjóðs Kjalarnes- þings. Formaður sjóðstjórnar er pró- fasturinn í Kjalarnesþingi. Fjósin Vestan í Stórhöfða í Vestmannaeyj- um eru tveir sjávarhellar, sem nefnast Fjósin. Er annað þeirra 20—25 faðma inn í bergið og má róa þar inn þegar ládautt er. Yfir er hvelfing geisihá og slórfengleg ásýndum, en í veggjununi eru stallar og stór langvíubæli, og má af sjó komast upp í sum þeirra. Gömul trú er það, að ef karlmenn eru sam- brýndir þori ekkert ilt framan að þeim, og ekki heldur ef þeir hafa loðinn kross á brjósti ,en ef þeir hafa loð- inn kross á baki, þorir ekkert ilt held- ur aftan að þeim. Ekkert ilt er svo magnað, að það þori að ganga á móti alsberum karlmemu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.