Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 2
462 ULöBÚK MORgU-NBLaíjSj.No láta í ljós álit sitt um það hvort nokkurt gagn væri í henni. Þeir sendu aftur nákvæma lýsingu og teikningu af námasvæðinu sumar- ið 1864. Þetta sendi svo dómsmála- ráðuneytið til „Den polytekniske Anstalt" í Kaupmannahöfn og bað um umsögn þess. Tveir danskir jarðfræðingar voru fengnir til að láta álit sitt í ljós og þeirra úr- skurður var sá, að þetta væri ekki annað en vitleysa, því að á íslandi fyndist ekkert námakyns. Og að þessum úrskurði þeirra fengnum neitaði stjórnip að veita Sverri hinn umbeðna styrk. LÁ SVO ÞETTA mál í þagnar- gildi um nær 10 ára skeið. En það var ekki gleymt. Og sumarið 1873 rjeðist, Egill Egilson kaupmaður í það að leigja námarjettindin í Mó- gilsárlandi fyrir 40 kr. gjald á ári. Og hinn. 10. ágúst fór hann við ann- an mann upp að Mógilsá íil að skoða námuna og búa undir kalk- vinslu þar. Viku seinna hafði svo verið brotinn svo mikill kalk- steinn þarna að Egill sendi bát uppeftir og hafði 10 hesta heilan dag til þess að flytja á þeim kalk- stein úr námunni niður að bátn- um. Jafnframt byrjaði hann á því að reisa kalkbrensluofn hjá Rauðará. Þessi ofn var alls ekki fullkominn, því að hann var aðeins gerður í tilraunaskyni. En 109 dagsverk fóru þó í það að hlaða hann, draga að grjót, sand og deigulmó og enn- fremur fóru 14 dagsverk í brenslu. Var þar brent mó, spýtum, hrísi og kolum og segir Egill sjálfur svo frá að tilraunin hafi tekist vel. Geta má þess, að við vinsluna var brent 113 hestum af mó (hver hest- ur kostaði þá 50 aura) og IV2 tunnu af kolum. En ekki hefi jeg getað fundið hve mikið kalk bafð- ist upp úr þessu. Kostnaður við námugröftinn þetta ár nam sam- tals 682.00 krónum og var þar með talin 40 kr. leiga. ÁREIÐANLEGA hefir kalknám- ið ekki borgað sig, enda var hjer aðeins um byrjunartilraun að ræða. Þó hafði Egill trú á fyrirtækinu, en treystist ekki til að leggja í það meira fje og fyrirhöfn að sinni. Og næsta ár, 1874, var ekkert unnið í námunni, og ekkert kalk brent í ofninum hjá Rauðará. Árið 1875 kom Alþing saman og þar bar Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp um bann gegn út- flutningi á kalksteinum o. fl. í sambandi við það komst hann þann ig að orði: „Menn vita lítið um aðra fjallkalksteina hjer á landi en kalklagið í Helgustaðafjalli, því að þótt kalklag hafi fundist í Esjunni, þá er það svo þunt, að það nemur að breidd varla 1/5 hluta af því, sem Helgastaðanáman er, enda vita menn eigi hve langt Esjukalk- steinninn gengur inn í fjallið. Það ber öllum saman um, að kalkið og silfurbergið í Helgustaðafjalli sje hið hreinasta kalk, er fundist geti nokkurs staðar“. Hann segir og að kalk það, sem komi frá Danmörku sje leirbland- að og magurt og mikið af því mjöl- kalk sem innihaldi meir en helm- ing þunga síns af vatni. Mundi því kalk úr Helgustaðanámu verða helmingi betra. Danska kalkið kosti 8 til 16 kr. tunnan og sje ókljúfandi fyrir almenning áð byggja úr svo dýru steinlími. Þá fer hann mörgum orðum um óheilnæmi og endingarleysi torf- bæja. í Austfjörðum standi þeir ekki nema svo sem 10 ár, vegna úrkomu, og væri munur fyrir fólk þar og annars staðar að geta bygt úr steini, auk þess sem þá fengist heilsusamlegar íbúðir. Eins og sjá má á þessu ber hann ekkcrt oflof á kalknámuna í Esj- unni. En að hann hafi huít trú á því að landinu væri hagur að því, að náman væri unnin, sjest á því, að á þessu sama þingi bar hann fram þá breytingartillögu við fjárlögin, að Agli væri veittur 1000 kr. styrk- ur til kalkbrenslu, á 10 gr. fjár- laganna undir ýmislegum útgjöld- um. Landshöfðingi lagðist á móti þessu. Ekki væri það af því að hann vildi ekki styðja fyrirtækið, eins og sæist á því, að í fyrra hefði hann heitið Agli 400 kr. styrk, með því skilyrði að fyrirtækið hefði einhvern framgang, en svo væri ekki enn. Auk þess ætti slíkur styrkur að veitast áf því fje, sem veitt væri í 15. gr. til vísindalegra og verklegra fyrirtækja. Það fór því svo að tillaga J. H. var feld. EGILL mun hafa sjeð það, að ekki var heppilegt að hafa kalk- brensluofninn inn hjá Rauðará og að betra mundi að hafa hann nið- ur við höfnina, hjá læknum. Fór hann því til landshöfðingja og bað um ofurlitla lóð úr Arnarhólslandi við lækjarósinn undir kalkbrenslu- ofn og stíg frá honum niður að sjón um, svo gott væri að koma kalk- steininum þangað. Landshöfðingi gaf honum kost á þessu með þeim skilyrðum, að þessi blettur væri girtur með 2 álna hárri trjegirðingu, að jafnstór blettur væri sljettaður í túni sínu (Arnarhólstúni) og að Egill greiddi 8 kr. leigu á ári til land- sjóðs fyrir afnot kalkofnsblettsins. Þetta fundust Agli harðir kostir, þegar þess var gætt að þessi blett- ur, sem hann bað um, var ekki tún, heldur alfaraleið allra þeirra, sem fóru yfir lækinn neðst, allur troð- inn og auk þess skemdur af sjávar- gangi. Þó taldi hann sjer nauðugan einn kost að ganga að þessum skil- yrðum því að hvergi í Reykjavík múndi tiltækilegt að hafa ofninn ncma þarna hjá læknum, vcgna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.