Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 12
472 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það var því ekki að furða þótt fólk biði þess með eftirvæntingu hvern- ig færi um uppskeruna. Og það vai ýmislegt sem hægt var að fara eft- ir til þess að vita hvernig uppsker- an yrði. Gömul trú var það, að ef mörg sveinbörn fæddust um vorið, eða ef ísinn leysti snemma á vorin og rak að landi fram undan bæn- um, þá boðaði það góða uppskeru. Kornið var dýrmætt og það þótti gott ef hægt var á vorin að hafa korn til helmings í grauta á móti trjáberki og hreindýramosa. Jeg minnist sögu um pilt frá Röl- dal. Hann var á vist í Brattlands- dal, þar sem uppskeran er trygg- ari. Húsbóndi hans vildi gjarnan losna við kerlingu sína og hugsaði sjer að stytta henni aldur í kyr- þey. Hann bað piltinn að hjálpa sjer til þessa, en hann var ófáan- legur til þess, þangað til bóndinn hjet honum hálfri tunnu af korni að launum. Þá stóðst hann ekki freistinguna. Það var ekki lítið að fá hálftunnu af korni í sveit þar sem uppskeran var ótrygg. Kornið bar hann heim til sín í Röldal. en þá komst alt upp. — Nú eru þeir hættir að hugsa um kornyrkju í Röldal, kartöfluræktin er komin í staðinn. Það voru hin góðu beitilönd og heyskapurinn sem freistuðu manna til að reisa bú í Röldal. Á sumrin var fólkið í seljum upp til fjalla og kom ekki þaðan fyr en á haustin. Mikið var hægt að veiða af fugli á fjöllunum og mikil silungsveiði í vatninu. Þeir settu sjer þau lög að allir skyldu byrja silungsveiðina á sama tíma, svo að allir stæðu jafnt að vígi að njóta hennar. — Kjarr hafði verið brent og skógur höggvinn til kolagerðar, svo að hlíð arnar voru nú berar, en þó grasi grónar, svo að þar voru góðir sauð- fjárhagar. Hingað komu menn til að kaupa fje á fæti. Og hjer fóru um lestir með korn og salt til aust- urdala. Voru þá Röldælir og Sul- dælir oft fengnir til að aka því hálfa leið á sleða á vorin og svo komu Austlendingar á móti þeim að sækja það. Röldælir báru oft sjálfir korn sitt heim á bakinu, því að ekki var auð- velt að koma hestum við, þar sem yfir vatn og stórgrýtis urðir var að fara. Frá Brattlandsdalen komu kerlingarnar með sinn bagga á baki og gengu prjónandi. Merki sáust eftir járnvinslu, en fátt var um hana vitað. En það var meira um það í fjallabygðunum hjá Voss. í Myrdalen í Vosshjeraði var rekinn mikill rauðablástur alt fram um 1700. Smiðirnir þar fóru venju- lega með vörur sínar út um alt Hörðaland og seldu þær. Á þessu lifðu fjallabændur, sem höfðu nóg- an skóg, en gátu ekki ræktað korn Sagnir eru um það í Suldal, að fyrsti maðurinn, sem bjó á Bratt- landi hafi fyrst sest að á Tystall. þar sem Suldælir höfðu stöðul sinn. Þetta var inni í dalbotni og þess vegna kom hrímþokan þar fyrst. Þess vegna fluttist hann upp í hlíðina, þar sem Brattland er nú. Þar fór hrímþokan fyrir neðan kornakrana. Nú er vegur meðfram ánni í dalbotninum, en bærinn stendur hátt uppi í fjalli og þangað er aðeins brattur og krókóttur stíg- ur. Erfitt er að búa þarna og bær- inn hlýtur að leggjast í eyði, án þess að eldgos eða aðrar náttúru- hamfarir grandi honum. Lengra inni í dalnum varð skriðuhlaup hjerna um árið og sópaði með sjer öðrum bæ alveg niður í á, húsunr. fólki og öllu. Nú vill æskufólk ekki vera á Brattlandi lengur. Það leitar til bæanna og verksmiðjanna. í Röldal og hinum dölunum þarna er langur og harður vetur. Oft var orðið bjargarlítið á vorin. Það rarð því fögnuður hjá fólkinu þegar snjó tók að leysa. Og í maí og júní voru allir, sem vetling gátu valdið, send- ir á rótafjall. Þeir komu aftur heim með bagga og poka fulla af hvönn og hún var etin hrá, eins og vjer etum ávexti. Og kátt varð í kot um þegar fyrsta hvönnin barst heim. Þeir sem bjuggu á þessu eyðibýli hjer í Þjórsárdalnum hafa líka vit- að hve gott var að fá hinar fjör efnaríku hvannarætur. Þegar vetri hallaði hafa þeir farið inn í Hvapna gil og inn til jökla „á rótafjall“ og dregið þar björg í bú. Á góuþrælinn gekk jeg út að grafa rætur, út með mínar allar dætur, óspjallaðar heimasætur. I Röldal og Suldal voru hesta- menn miklir, enda eru þar víðáttur miklar. Á haustin, þegar fje kom af fjalli, var haldinn markaður fyr- ir sauðfje og hesta skamt frá kirkj- unni. En upphaflega var markaður- inn haldinn nær Suldal. Og þar hóf- ust kappreiðar og hestaat 22. sept- ember og stóðu í þrjá daga. Enginn mátti selja nje kaupa hest fyr en hann hafði leyst þá þraut af hendi að ríða í loftinu berbakt og taum- laust, og án þess að halda sjer í faxið, eftir grýttum melum. Kon- unum, sem heima sátu, varð ekki svefnsamt þessar þrjár nætur, því að þær óttuðust að menn sínir mundu koma heim stórslasaðir eða dauðir. Nokkuð var sukksamt á þessum dögum, en annars var kyrlátt líf í Röldal. Þeir áttu sína eigin kirkju, forna stafkirkju og hún er nú eina húsið frá miðöldum þar í dalnum Um Jónsmessu dreif fólk þar að úr öllum áttum, því að þar var kross og á hann var sú trú, að hver sem tæki á honum á Jónsmessu- nótt, læknaðist af öllum meinsemd- um. En þess varð að gæta að siúk- lingurinn kæmi ekki inn í dalinn fyr en eftir sólarlag og væri farinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.