Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 1
tök 39. tölublað. JttovgmiMatoiit Sunnudagur 23. október 1949. XXIV. árgangur. KALKNAI I ESJUNNI OG KALKBRENSLA í REYKJAVÍK ÞAÐ MUN hafa verið um 1863 að Jón Hjaltalín landlæknir fann kalkstein í Esjunni og taldi að þar mundi vera svo mikið af honum að það borgaði sig að hefja námagröft þar og brenna kalk. Ástandið í byggingarmálefnum Reykjavíkur var þá þannig, að enn voru flestar vistarverur fólks- ins torfbæir. Innflutningur á timbri frá Noregi hafði farið minkandi ár- um saman og það timbur, sem fekst, varð æ ljelegra byggingarefni. Ýmsir menn skoruðu á kaupmenn að flytja inn kalk, svo hægt væri að reisa hjer steinbæi og steinhús, því að nóg var hjer af grjóti til að byggja úr og bygging hegningar- hússins hafði sýnt þeim að hægt var að nota það. En það var eins og að klappa harðan steininn. Kaup menn vildu ekki flytja inn kalk, nema þá af mjög skornum skamti, og svo var það svo dýrt, að enginn treystist til að ráðast í að byggja hús úr steini. Kalkfundurinn í Esjunni kveikti því hjá mönnum von um það. að bráðlega mundi fást íslenskt kalk til húsbygginga. En enginn þóttist þó svo efnum búinn að hann ??æti Lækjartorg. Kalkofninn í baksýn lengst til hægri. ráðist í það fyrirtæki að brjóta kalk stein og brenna kalk. Þá var hjer hinn kunni dugn- aðar og áhugamaður, Sverrir Run- ólfsson. Hann var steinsmiður og honum hefir sjálfsagt verið það allra manna Ijósast hver áhrif það gæti haft til batnáðar í bygginga- málum höfuðstaðarins, ef hjer væri hægt að framleiða kalk. Hann fýstist því mjög til þess að ríða á vaðið og gera tilraun um það hvern ig kalksteinninn í Esjunni mundi reynast. En þar sem hann átti ?kki fje til að leggja í þann kostnað, sótti hann um 650 ríkisdala styrk hjá stjórninni í þessu augnamiði. Umsókn hans kom fyrir dómsmála- ráðuneytið danska, en það fól þeim Jóni Hjaltalín landlækni og Birni Gunnlaugssyni yfirkennara að skoða kalknámuna í Esjunni og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.