Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 14
474 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að glasið skoppaði neitt eftir gólf- i.iu, enda er það þannig lagað, að það getur ekki oltið. Helt jeg því fyrst að það mundi hafa brotnað, og seild:;t eftir því. En þar var þá ckkert glas. Þetta þótti mjer und- arlegt o ; leit undir borðið og alt um kring. en hvergi var glasið að sjá. Mjer brá í brún, því að þótt það hefði skotrast eitthvað gat það ekki hafa farið annað en undir borð ið, fram að dyrum, eða aftur fyrir mig að hinu borðinu. Jeg skimaði um alt, en það kom fyrir ekki. Fór jeg x á að hugsa um hvort mjer væri farin að förlast sýn, að jeg kæm ekki auga á glasið á gólfinu. Fekk jeg mjer því sófl og sópaði alt gólfið vandlega, undir borðum og stólum og út í horn, en ekki kom glasið í leitirnar. Þetta er ekki einleikið, hugsa jeg með mjer, fer fram fvrir, aflæsi hurðinni og geng upp á loft til ná- grannakonu ncinnar. Jeg sagði henni mínar farir ekki sljettar, tóbaksglasið mitt hefði dottið ofan af borðinu og — horfið. — Altaf eruð þið jafn fundvísir karlmennirnir, sagði hún gletnis- lega og helt að sjer mundi ekki verða mikið fyrir því að finna glas- ið. Jeg bað hana þá að koma niður með mjer og gerði hún það. Svo fór hún að leita. Hún sópaði alt gólfið, þreifaði út í hvert horn, leit- aði undir legubekkjunum og dró fram sængurfatakassann og tætti alt upp úr honum. En ekki fann hún glasið, og gafst upp við leitina. Með það fór hún e. lofaði að senda til mín son sinn, sem væri afar fundvís. Pilturinn kom rjett á eftir, og hóf nú enn rækilegri leit. En betta for á sömu leið. Ekki fann henn g.asið. Þá fór jeg . húsráðanda á næstu hæð, sagði íum upp alla sögu og að mje pætti liklegast að ein- hver ósýnilegur heiðt tekið glasið til þess að láta mig vita af því, að jeg væri ekki einn í herberginu. Ekki vildi nábúi minn leggja trún- að á það, en kom niður með mjer og hóf nýa leit af enn meiri ná- kvæmni en áður hafði verið gert, ef unt var. Og þegar hann var al- veg viss um það, að glasið væri hvergi í herberginu, tók hann að leita í fötum mínum, ekki aðeins í vösunum, heldur þuklaði hann þau öll til þess að vita hvort glas- ið leyndist ekki í fóðrinu — eins og jeg vissi ekki vel að jeg hafði ekki stungið á mig glasinu, heldur hafði það dottið á gólfið. Nú var þýðingarlaust að leita meira. Glasið var algjörlega horfið. Jeg var alveg sannfærður um að það hafði verið tekið af ósýnileg- um höndum. Fann þó á mjer að jeg mundi fá það aftur, en það var mjer ráðgáta hvar jeg mundi rekast á það. Morguninn eftir var jeg eitthvað að fikta við dúk, sem lá ofan á út- varpinu. Skrapp hann þá úr hönd- um mjer upp fyrir útvarpið. Jeg seildist eftir honum, en hann var horfinn. Sá jeg að hann mundi hafa smokkast í horninu niður með rönd útvarpsborðsins, og var það þó næsta ótrúlegt, því að hann er svo stór, að hann gat varla íarið það nema samanbrotinn, eða sam- anvafinn, vegna þess hvað þar er þröngt. Jeg dró þá fram kassann, sem lokar skotinu, sem útvarps- borðið er í, og sá þar dúkinn inni í horni. Jeg seildist eftir honum, en um leið og jeg lyfti honum, glóði þar á týnda glasið. Jeg er alveg sannfærður um að þ ð var þar ekki kvöldið áður. því a' svo vand'.ega vai leitað j ar í harninu. Og hvernig heiði þa5 líka áct að geta komist bangað, þó*t það dytti á gólfið fram uncir djrum? Jeg bað þig að koma hingað til þess að þú gætir sjálfur gengið úr skugga um að það væri á móti öll- um náttúrunnar lögmálum, að glas- ið hefði skoppað þangað af sjá^fs- dáðum.“---------- Það var rjett. Þótt glrsinu nefði verið skotrað eftir gólfinu, gat það ekki komist inn í þennan krók, sem er umgirtur á alla vegu. Eina leið- in, sem það gat farið þangað, er sú, að þegar það fell á gólfið hefði það tekist á loft líkt og gúmmíknöttur og flogið yfir kassann, eða þá enn hærra og farið yfir útvarpið og nið- ur veggkverkina, þar sem dúkurinn fór. Vegarlengdin frá þeim stað, er glasið fell í gólfið, og út í horn, þar sem það fanst, er rúmir 3 metr- ar. Venjulegt glas hefði getað oltið þessa leið, ef ekkert hefði verið fyrir. En nú er þetta ekki venju- legt glas. Það er um 10 cm á hæð með stút og tappa, fleygmyndað þannig að þverskurður af því yrði eins og aflangur tígull. Á því eru fjórir fletir, svo að það getur alls ekki oltið. En setjum svo, að það hefði runnið eftir gólfinu. Hvernig átti það þá að taka sig á loft, er það kom að kassanum og hoppa yfir hann? Það væri á móti nátt- úrunnar lögmáli, og þá ekki síður hitt, að það hefði hoppað yfir út- varpið, rúman meter frá gólfi! Þessa leið gat það ekki komist nema því aðeins að einhver flytti það. En þar var engum til að dreifa nema Stefáni sjálfum, eða þeim, sem leituðu með honum, en ekkert þeirra verður vænt um slíkt. Á. Ó. ^ ^ Sjötta boðorðið. Prestur spurði dreng að því hvernig sjötta bcðcrð ð væri. „Þjer skuluð ekki hórdém drýgja“, svaraði hann. „Ekki stendur: Þjer sknluð, held- ur: þú skalt“, sagði prestur. Piltur sagði: „Jeg vildi ekki segja þú við yður“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.