Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 469 l 'r - - *a Sitkagreni. Árlegur vöxtur sjcst á millibili greinanna. sitkagreni plöntur, nokkuð af furu- plöntum o. fl. tegundum. En í hekt- ara af dreifbeðum má koma fvrir um eða yfir 900.000 trjáplöntum, sem tcknar eru upp á fyrsta ári úr gróðurhúsi eða fræbeðum til dreif-^ plöntunar. Áður en sitkaplönturn- ar hafa fengið þann þroska sem þær þurfa, til þess að vera gróður- settar á bersvæði eða í birkikjarr, líða 4—5 ár frá sáningu. En til þess að hægt verði að hafa tvær miljón- ir sitkaplantna til sölu á ári, þurfa græðireitirnir á Tumastöðum að verða um 7—8 hektarar að flatar- máli. í sumar hefur undirbúningi lands miðaijj vel áfram, svo dreifbeðin gcta tekið við þeim plöntum, sem voru í gróðurhúsinu í sumar. Gróðurhúsið hefur líka verið notað til að koma þar upp stofni af ösp þeirri frá Alaska, sem er mjög hraðvaxta og harðger, Hún vex m. a upp eftir fjallshlíðunum í sunn- anverðri Alaska, einkum upp með jökulánum, þar sem önnur skógar- trje eiga erfitt uppdráttar. Tegund þessi heitir á vísindamáli „Populus trichocarpa var. hastata“. Nokkrir græðlingar af þessari ösp komu hingað til lands í fvrsta sinn árið 1944. Síðan hefur verið reynt að senda hingað græðlinga af þessari ösp, en tekist misjafn- lega. Þangað til síðustu tvö árin. í trjáreitnum í Múlakoti standa nokkrar aspir, sem komnar eru upp af græðlingum, sem fyrst flutt- ust hingað. Þær eru nú tveggja mannhæða háar eða rúmlega það. Reynslan er, að aspartegund þessi vex a. m. k. um hálfan metra á ári. Nokkuð er hún grannvaxta, sem eðlilegt er, þegar hæðarvöxt- urinn er svo mikill. Er ekki komin reynsla á það, hversu vel hún getur staðið af sjer stórviðri. Teknir hafa verið græðlingar af öspunum í Múlakoti, eins margir og frekast hefur mátt. En í gróður- húsinu á Tumastöðum eru nú um 900 græðlingar af aspartegund þess- ari, sem fest hafa rætur og skotið lífvænlegum sprotum. Allar þessar as-pir verða teknar úr húsinu í haust og gróðursettar undir beru lofti. Að vori verða þær kliptar niður í kvisti, til gróðursetningar, sem eru þetta 20 sentimetrar á lengd. En rætur þeirra plantna, sem settar verða niður í haust, skjóta nýjum sprotum þar sem þær eru komnar. Þannig verður hægt að nota bæði ræturnar og sprotana, til þess að fjölga öspinni. Haustið 1950 ætti Skógræktin að eiga 4—5 þúsund aspir. Verður þá kominn svo mikill stofn, að ekki þarf að sækja græðlinga vestur í Alaska oftar. En fræ af aspartegund þess- ari er ekki hægt að flytja svo langa leið. Fræið þarf að komast í mold, mjög skömmu eítir að það fellur af trjenu, til þess það lifi og upp af því geti vaxið ný pl'anta. Svo mikið verður af trjáplönt- um til dreifplöntunar að vori á Tumastöðum, að sú gróðursetning ein nemur á 4. hundrað dagsverk- # • •- Gróðurhúsið á Tumastöðum. um, auk annara starfa sem þar verður að inna af hendi í tæka tíð. Ungt fólk, sem áhuga hefur fyrir gróðursctningu og uppeldi trjá- plantna ætti að geta fengið þar atvinnu við vorverkin. En gott að þekking og kunnleiki á þessháttar störíum dreifist sem víðast um bygðir landsins. Verkstjóri við græðireitina á Tumastöðum er Guðmundur Pjet- ur Guðmundsson, Reykvíkingur nð ætt, hinn ötulasti maður og áhuga- samur við hið mikilsverða starf, sem á að skapa grundvöll að auk- inni trjárækt landsmanna. V ^ ^ ^ V Sköpunarsagan cins og hún er hjá Svertingjun- um í Kongo: Guð ljet engil skapa jörðina, en land blámanna skapaði hann sjálíur; því er það svo ágætt, Hann skapaði líka sjálfur blámenn- ina og þess vegna eru þeir svo svartir og snotxúr. Þegar guð hafði skapað hinn fyrsta blámann, strauk hann hendinni um analitið á hon- um og við það varð neíið á blá- manninum flatt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.