Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Blaðsíða 14
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
bOb
KARTÖFLUR
?m jajn cjó&ar ocj ^rœnmetL
fengi að setjast að í blóðinu mundi
það brátt valda aðsvifi og síðan
dauða. En til að verjast þessu hef-
ir líkaminn það ráð að auka syk-
urefni blóðsins og um leið brun-
ann í hkamanum. Það er sjálfs-
vörn gegn alvarlegri hættu.
í eðli sínu er nikotin deyfandi
og hefir því lamandi áhrif i lík-
amann. Allir reykingamenn kann-
ast við það, að eftir að þeir hafa
dregið að sjer nokkur tog, þá fell-
ur á þá einhver „værð“ eða ,.ró-
semi“. Þetta sýnir að áhrif eiturs-
ins eru sterkari heldur en sú örf-
un, sem aukið sykurmagn í blóð-
inu veitir. Það eyðist alt í það að
brenna nikotininu.
Annars er líka að geta um þann,
sem reykir mikið. Með hverri ein-
ustu sígarettu, sem hann reykir,
er hann að skerða þann sykur-
forða, sem geymdur er í lifur og
vöðvum. Þetta sykurefni, sem lík-
aminn átti að geta gripið til í nauð-
syn, fer þannig forgörðum til einsk
is gagns. Jaínhliða dregur nikotin-
ið úr matarlyst, og þess vegna get-
ur líkaminn ekki safnað nýum
forða af sykurefni, fæðan nægir
ekki til þess. Og af þessu stafar
að of lítið af sykurefni verður að
staðaldri í blóði þessara manna.
Þeir hafa því ekki á neinu að taka,
ef þeir reyna eitthvað á sig. Það
er af þessum ástæðum, að íþrótta-
mönnum er bannað að reykja.
Nikotin hefir auk þess skaðleg
áhrif á hjarta og lungu, begar
menn reykja ofan í sig. En út í
það skal ekki farið. Það sem hjer
hefir verið sagt nægir til að sýna
að það er svo langt frá því að
reykingar sjeu hressandi, að þær
eru blátt áfram til niðurdreps
(The Amcrican Journal of
Hygiene).
^ V 4/
ENGINN gctur kyst stúlku heuni að
óvöru. En það er hægt að kyssa hana
fyr en hún býst við.
LONG ISLAND er skamt frá New
York. Þessi eyja, sem ekki er einu
sinni hundraðasti hlutinn úr 1%
af ræktuðu landi í Bandarikjunum,
framleiðir árlega grænmeti, sem
nægja mundi handa 10 miljónum
manna. Og það eru aðeins tvö
fylki í Bandaríkjunum, sem
framleiða meira af kartöflum,
heldur en Long Island. Og þar er
einnig meiri framleiðsla á blóm-
káli en á nokkrum öðrum stað. Auk
þess er ræktað þar ákaflega mikið
af allskonar baunum, tómötum og
grænmeti. Þessi mikla ræktun á
svona litlum bletti stafar af því
hvað landið er vel hagnýtt, hve
mikið er notað af áburði og hve
vel landið er vökvað. Hver ekra
þarna gefur af sjer helmingi meiri
uppskeru en meðaltal er í öllum
ríkjunum.
Þegar farið er eftir vegunum á
Long Island eru á báðar hendur
endalausir matjurtagarðar og
þvert og endilangt um þá eru
brunnar og úðadælur, sem notað-
ar eru til að vökva garðana þegar
þurkar ganga. Hvergi annars stað-
ar í Bandaríkjunum er vatn not-
að í jafn ríkum mæli við garð-
ræktina, enda ber uppskeran
þess vott.
Langmest er ræktað af kartöfl-
um. Fyrstu bændurnir, sem sett-
ust þarna að, byrjuðu að rækta kar-
töflur og því er haldið áfram enn
í dag. IVlenn hafa því fengið mikla
þekkingu á kartöfluræktun og kar-
töflutegundum, og það er alveg
sjerstök tegund af kartöflum, sem
nú er ræktuð þar. Eru þær sljett-
ar og ávalar og mjög líkar að
stærð. Þykir það nnkill kostur, og
einkum taka húsmæður þessar
kartöflur fram yfir aðrar vegna
þess hve gott er að flysja þær.
Amerískum konum þykir lítið
gaman að flysja kartöflur, sem
eru alla vega „vanskapaðar“ eða
með æxlum. Þeim þykir það og
mikill kostur að kartöflur sjeu sem
jafnastar að stærð, því að þá þurfa
þær allar jafn mikla suðu. Búnað-
arfjtlag bænda á Long Island lít-
ur eftir því að öðru vísi kartöflur
sjeu ekki sendar á markað og
spilh fyrir. Það gætir þess einnig
að vel sje búið um allar kartöflur,
sem þaðan fara.
Fæstir menn gera sjer það ljóst,
að næst hrísgrjónum eru kartöflur
höfuðfæða mannkynsins, enda ein-
hver besta fæðan. í þeim er mikið
af A, G og C fjörefnum og auk
þess er í þeim álíka mikið af járni
eins og í besta grænmeti.
Ettir margra ára vísindalegar
athuganir hefir komið í ljós, að
kartöflur eru ekki fitandi. í með-
alstórri kartöflu eru ekki fleiri
hitaciningar heldur en í einu epli
eða bjúgaldini.
Þetta segja amerískir vísinda-
menn um ágæti kartöflunnar. Hún
getur komið í staðinn fyrir græn-
meti og höfum vjer gott af að vita
það, þar sem svo mikill grænmet-
isskortur er hjer í landi. Ef menn
borða nóg af kartöflum, þá þurfa
þeir ekki grænmeti. Gæti þessi
vitneskja ekki orðið til þess að ýta
undir okkur að rækta meira af
kariöflum og borða meira af kart-
öflum, heldur en gert hefir verið?
Kartöflur þrífast víða ágætlega
hjer á landi, enda þótt ekki sje
hægt að rækta hjer grænmcti nema
i smáum stil, og varla nema þeg-
ar vel lgetur í án.