Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSÍNS
49o
Nikulásarkot os Klöpp.
Jón Helgascm biskup, sem mundi
eftir flestum torfbæunum, segir
svo á einum stað:
— Fæstir hinnar uppvaxandi
kynslóðar vorra tíma gera sjer í
hugarlund, hve ljeleg húsakynni
voru gömlu reykvísku torfbæirnir
í úthverfum bæjarins, eða „kotin“,
eins og algengast var að nefna
þessa mannabústaði. Torfið á þekj-
unum reyndist alt annað en góð-
ur regnvari, er til lengdar ljet.
Snemma fór vætan að leita á cúð-
ina undir torfinu og áður en menn
vissu af, var hún orðin svört af
sagga undan þekjunni. Og þá leið
sjaldnast á löngu áður en lekinn,
versti óvinur góðra húsmæðra,
færi að gera vart við sig.---
Það varð löngum fangaráð hús-
mæðranna að hengja bjór undir
lekann og veita úr honum vatn-
inu þannig, að það færi ekki nið-
ur í rúmin. Annars höfðu þessir
torfbæir þann stóra kost, að þeir
voru hlýir þegar frost og hríðar
gengu. Það næðir ekki í gegnum
þykka moldarveggi nje þekjur,
sem eru máske orðnar alt að því
hálf alin á þykt vegna þess að
altaf var verið að dytta að þeim
og bæta torfi ofan á torf. Veðrátt-
an hjer, umhleypingar og votviðri,
hamlaði því að þekjur gæti orðið
vallgrónar, og þess vegna var lek-
inn og þess vegna þurfti altaf að
vera að bæta nýu torfi utan á hið
gamla.
IIJER fer þá á eftir skrá Jóns
prentara um torfbæina og í þeirri
röð, sem hann telur þá. En innan
sviga hefi jeg bætt við nokkrum
upplýsingum um hvern bæ. Heíi
jeg þar m. a. reynt að skýra frá
því hvar hver bær stóð, svo að
menn geti betur áttað sig á því
hvernig bygðinni var skipað. llefi
jeg við það notið aðstoðar Sigurð'
ar Halldórssouar trjeamiðaj»eist-
ara, sem er manna fróðastur í þeim
efnum.
Þess ber að geta, að bæirnir voru
altaf að skifta um nöfn og hefir
það valdið nokki'um erfiðleikum
þeim, sem hafa viljað kynna sjer
þróunarsögu Reykjavíkur. Jeg hefi
haldið mjer við þau nöfn, er Jón
prentari notar (og bætt inn í nöfn-
um, þar sem hann hefir slept þeim),
en auk þess reynt að láta hverjum
bæ fylgja þau önnur nöfn, er hann
hafði. Hefst svo skráin.
AUSTURBÆR
1. Skuggi elsti bær í Skugga-
hverfi. (Hann stóð rjett austan við
þar sem „Völundur“ er nú. Þenn-
an bæ reisti fyrst Jens nokkur
Jensson um 1800).
2. Nikulásarkot, sem Gunnar
Hafliðason á núna. (Þessi bær hjet
upphaflega Nýibær, en var síðar
kendur við Nikulás Erlendsson,
föður Hafliða, föður Ólafar, móð-
ur Bjarna Jónssonar dórnkirkju-
prests. Gunnar Hafliðason var orð-
lagt valmenni. Hann „stoppaði út“
fugla af mikilli list fyrir söfn og
einstaklinga. Nikulásarkot stóð
þar sem nú er Landsmiðjan).
3. Traðarkot. (Það stóð þar sem
nú mætast Smiðjustígur og Ilverf-
isgatat liar rjett íyrir vestan var
grjótg^rður mikill á mörkum Arn-
arhólstúns og Skuggahverfis í
Traðarkoti var löngum tvíbýli.
Þar bjó Þórður Stefánsson, sem
var að nokkru leyti upp alinn hjá
Steingrími biskupi. Hann var „tals-
vert drykkfeldur, en varð einn af
fyrstu góðtemplurum þessa bæ-
ar, og varð það gæfuhlutskifti
hans“).
4. Arnarholt (var neðst við
Smiðjustíginn. Þar bjó lengi Ein-
ar Þorsteinsson slátrari, hraust-
menni mikið).
5. Vindheiinar (sá bær stóð þar
sem nú er vörugeymsluhús Völ-
undar. Þar bjó um eitt skeið Anton
Magnússon, tengdasonur Ara í Skál
holtskoti og faðir Ara B. Antons-
sonar).
6. Steinsstaðir. (Þann bæ bygði
fyrst Pjetur Sigurðsson, bróðir Vig
fúsar halta, sem Vigfúsarkot er
kent við. Kona hans hjet Jarþrúð-
ur. Þótti hún kvenskörungur mikill
og var því jafnan Rölluð Stálþrúð-
ur. Sonur þeirra var Túnis, t'oð-
ir Margrjetar konu Guðmundar
Gissurarsopar fiskimatsmanns. Fvr
ir framan Steinstaðabæinn var
túnblettur og' þar stendur nú bú-
staður danska sendiherrans).
7. Sölvahóll. (Þarna bjó Jón
Snorrason frá Engey. Hann endur-
bygði bæiun 1834 og.var hann þá
talimi eimi aí þestu torfbæunum