Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Blaðsíða 1
béh 41. tölublað. fttofBttnirliitota Sunnudagur 6. nóvember 1949. XXIV. árgangur. A FIMTÍU ÁRA AFMÆLI SÍNU VAR REYKJAVÍK TORFBÆABORG ÞEGAR Reykjavík fekk kaupstað- arrjettindi, fór fram útmæling á verslunarlóðinni, sem var aðeins „Kvosin", milli sjávar og tjarnar, milli Grjótahæðarinnar og læksins. Auk þess voru henni lögð tún Hóla- kots og Melshúsa. En aðrar hjáleig- ur jarðarinnar Reykjavík: Landa- kot, Grjóti, Götuhús, Stöðlakot og Skálholtskot urðu utan við í út- mælingargerðinni, sem er dagsett 12. febrúar 1787, segir svo um þessa ráðstöf'un: — Þessar hjáleigur var ekki talið nauðsynlegt að leggja til kaupstað- arins, því að það sem honum hefur verið lagt virðist kappsamlega nóg. En skyldi svo ólíklega ske einhvern tíma, að Reykjavík þyrfti á meira landrými að halda, þá má bæta við þessum hjáleigum, með leyfi hms hátignar konungsin-s, sem er eig- andi þeirra. — Fljótlega kom upp óánægja út af því, að þeir, sem áttu heima innan kaupstaðarlóðarinnar, skyldi ekki hafa neinar nytjar úthaga Víkur- jarðar. Varð það til þess að fram fór mat á ölhi landi jarðarinnar, og að þvi loknu lagði stiptamtmaður til, að úr því að nokkur hluti af Reykjavík hefði verið út lagður til Sjómannsbær. Úr bók Gaimards). kaupstaðar, yrði úthagar jarðarinn- ar að fylgja honum þanníg, að íbú- ar kaupstaðarins hefði sameiginleg- an afnotarjett þeirra eftir þörfum á borð við aðra landeigendur. Á þetta felst stjórnin með úrskurði 19. apríl 1788. Upp úr 1790, þegar innrjetting- arnar eru að syngja á sitt síðasta vers, fyrirskipaði Rentukammerið nýja útmælingu. Hún var fram- kvæmd í maí 1792, og var þá bætt við kaupstaðarlóðina Skálholts og Stöðlakots lóðum. Með þessu var þá kaupstaðarlóðin endanlega á- kveðin, og helst hún þannig óbreytt um heila öld, eða fram til 1892. Þannig var þá afmarkað það svæði, þar sem menn máttu versla. Utan við það mátti engin vershin vera. En þetta var ekki öll Reykja- vík. — Eftir sem áður var kölluð Reykjavík öll sú bygð, sem var á landareign jarðanna Víkur, Arnar- hóls og Hlíðarhúsa, og þar með tal- in kirkjujörðin Sel. Nyrst í Kvosinni (við Aðalstræti) voru þá kongsverslunarhúsin, ný- lega flutt þangað utan úr Örfirisey. Þau voru öll úr timbri. Syðst við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.