Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
543
ÞRÆLAHALD
Þrælahald og stríð er jafn gamalt hjá mannkyninu. Frá örófi vetra
hefur það verið siður að þrælka hertekið fólk. Svo kom upp þræla-
verslun. Það var farið með hið ánauðuga fólk eins og hverja aðra versl-
unarvöru og afkomendur þess voru einnig taldir þrælar. Mikil breyting
hcfur orðið á þessu síðustu aldirnar, en þó viðgengst þrælaverslun
enn og í einræðisríkjum eru menn hneptir í þrældóm miljónum saman.
í FORNÖLD höfðu Egvptar, Karta-
gomenn og Arabar svarta þræla,
sem sóttir voru til Afríku og gengu
kaupum og sölum. Um þúsundir
ára hafa Svertingjar verið veiddir
og hafðir að þrælum.
Þegar Márar höfðu verið hraktir
frá Spáni, áttu Spánverjar og
Portugalsmenn enn í ófriði við þá
og þá var talið svo sem sjálfsagt
að kristnir menn mætti gera Mú-
hamedsmenn að þrælum .Jókst þá
mjög innflutningur þræla (hertek-
inna manna). til Spánar og Portú-
gals.
Portúgalar voru þá mikil sigl-
ingaþjóð og þeir sóttu lengra og
lengra suður með Afríkuströndum.
En þegar þeir komu suður fyrir
Senegal, hittu þeir þjóðflokka, sem
ekki voru Múhamedstrúar, og áttu
þess vegna ekkert sökótt við. En
Nikulás páfi hinn fimti gaf Portú-
gölum heimild til þess að fara með
alla svarta menn sem óvini, ef þeir
vildu ekki játast undir kristna trú.
Aíleiðingin varð sú að Negrar á
Guineaströndinni voru herleiddir í
stórum stíl.
Þrælarnir voru seldir í allar áttir
og svo kom óvæntur markaður fyr-
ir þá í Ameríku. Landnemarnir þar
vestra höfðu fljótt komist að því,
að Indíánar voru ekki hæfir til
stritvinnu, en þá vantaði vinnu-
kraft. Þá stakk einn af fulltrúum
kaþólsku kirkjunnar upp á því að
„mannúðar" vegna væri rjctt að
ílytja þaugað Sveríiiigtja. Og upp
ui þvi hofust storkosUegu- þræia-
ílutnmgar íra Afnku til Aineriku.
Það er blettur á sögu hinna vest-
rænu þjóða, að þær skyldu taka
þátt í þessu og styðja að þræla-
versluninni. Hollundingar, Frakk-
ar og Bretar tóku þátt í þessu og
miðstöðvar fyrir þrælaútflutning
voru meðal annars í London og
Liverpool. Á Afríkuströndum voru
gerðar bækistöðvar þar sem þræl-
ar voru geymdir, þangað til skip
komu að sækja þá. Og stórir flot-
ar skipa voru í þessum þrælaflutn-
ingum. Hversu stórkostleg þessi
þrælaverslun var, má marka á því,
að kapusiermunkur nokkur hefur
reiknað, að 15 miljónir manna hafi
verið fluttar í ánauð frá Kongo til
hinna ýmsu landa í Ameríku. En
á þessum árum var þetta talið al-
gjörlega lögleg verslun, og er þó
undarlegt að það skyldi geta sam-
rýmst siðgæðiskröfum hinna vest-
rænu þjóða.
Það voru Dominikana munkar,
sem fyrstir hreyfðu mótmælum
gegn þrælaversluninni, eða þó öllu
heldur gegn því hvernig hún væri
rekin. Þetta var um aldamótin
1600 Páfastóllinn fór þá einnig að
athuga málið. Lögfræðingar og yf-
irvöld lögðu höfuð sín í bleyti og
komust loks að þeirri niðurstöðu,
að lagalega gæti ekki aðrir verið
þrælar en herteknir menn, börn,
sem foreldrar hefði selt í ánauð og
menn, sem annaðhvort hefði af
frjálsum vilja gerst þrælar eða orð-
ið þiælar vegna skulda. Og til þess
að skilgreina það hverjir gæti lai-
ist hertekíúr, var gert upp a milli
þess er menn nefndu rjettlatt strið
og órjettlátt stríð. Mótmælendur í
Frakklandi og Englandi tóku einnig
málið til athugunar. Á fjölmennu
kirkjuþingi, sem haldið var í Rúðu-
borg 1637, komust menn þó að
þeirri niðurstöðu að biblían bann-
aði ekki þrælaverslun. Þingið Ijet
sjer því nægja að skora á alla þá,
sem hefði þræla undir höndum, að
breyta ekki á móti boðum kristin-
dómrins. Þeir mætti ekki selja
þræta öðrum en kristnum mönn-
um, sem færi vel með þá og gæti
uppfrætt þá í sannri trú. En slík
yfirlýsing eða áskorun kemur fram
sem kaldhæðni, þegar litið er á hina
miskunnarlausu meðferð, sem þræl
arnir sættu bæði við flutningana og
svo af húsbændum sínum. En þess
ber að gæta að kirkjuþingið þekti
ekkert til þess, og það vildi aðeins
túlka biblíuna eins og því fanst
rjettast.
Árið 1772 varð mikil breyting á
þessu og hún kom frá Bretum. —
Mansíield lávarður gaf út lög um
það, að hver einasti þræll, sem stigi
fótum á England, skyldi samstund-
is vera frjáls.
Þegar Arabar lögðu Egyptaland
undir sig fyrir 800 árum, brutust
þeir einnig suður í Sudan. Og er
þeir voru svo hrak'tir úr Egypta-
landi um tvö hundruð árum síðar,
streymdu þeir unnvörpum suður í
Sudan og settust þar að. Um þær
mundir var sífeldur ófriður milli
allra höfðingja á þessum slóðum.
Negrarnir, sem þarna bjuggu voru
skattlagðir og þegar þeir gátu ekki
greitt skattana, var þeim gert að
skyldu að afhenda þræla. Þessa
þræla i'engu svo arabiskir kaup-
menn og versluðu með þá víðs-
vegar. Á þennan hátt auðguðust
hinir arabisku kaupmenn svo að
þeir gerðust höfðingjar og reistu
sjcr vígi hingað og þangað inni á
meginlandi Afríku. eingöngu í því
skyni að na i þræia og tií þess að
tryggja ílutmnga þeirra. Stor land-