Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Síða 4
54*
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
svæði lögðust þá algjörlega í auðn
vegna þess að allir íbúarnir voru
fluttir burt, og átti þetta aðallega
við um Sudan og þær nýlendur,
sem Frakkar eiga nú í Mið-Afríku.
ÓgurJegar sögur bárust um fram-
ferði þrælakaupmannanna, og
leiddi það til þess að í Kairo var
gefin út tilskipun, sem bannaði al-
gjörlega þrælaverslun. En að baki
henni stóð ekki það vald að hún
kærni að neinu gagni.
Með vaxandi menningu fór þó
svo að almenningsálitið snerist
gegn þræiasqlu og þrælahaldi. Og
árið 1807 var þrælakaupmönnum
líkt við sjóræningja í Englandi. Og
árið 1833 bönnuðu Bretar með lög-
um alt þrælahald í ríki sínu. Önn-
ur lönd fóru að dæmi þeirra og
sum höfðu orðið á undan með
þetta, Danmörk 1792 og Svíþjóð
1815 Á árunum 1820—1850 greiddu
Bretar Spánverjum og Portúgöl-
um stórfje til þess árlega að þeir
fengist ekki við þrælaverslun. Ár-
ið 1848 bönnuðu Frakkar þræla-
verslun bæði heima og í nýlend-
um sínpm. Holland fylgdi dæmi
þeirra 1865. I Bandaríkjunum varð
að heva borgarastyrjöld til þess að
fá þrælahald.afnumið (1860). —
Portúgal bannaði þrælahald 1878
og Brasilia 1888. Og síðan neyddu
Bretar soldáninn í Zansibar að
banna þrælaverslun, en þar hafði
þá verið miðstöð hennar.
En í. mörg ár eftir þetta heldu
þrælakaupmenn uppteknum hætti,
og fluttu fjölda ánauðugra manna
vestur um haf til Mið-Ameríku og
Suður-Ameríku. Voru það ófyrir-
leitnir skipstjórar, sem aðallega
fengust við þetta. Herskip Norður-
álfuþjóða reyndu eftir bestu getu
að hindra þessa þrælaflutninga, en
við. það versnaði að stórum mun
meðferð þrælanna á skipunum. Nú
var þeim jafnan kasað í lestir skip-
anna og fengu aldrei að koma undir
bert loft á leiðinni. Liðu þeir þar
hinar hræðilegustu kvalir og marg-
ir dóu. Og oft kom það fyrir þegar
einhver ósvífinn skipstjóri sá sitt
óvænna er herskip elti hann, að
hann ljet kasta öllum þrælunum
fyrir borð.
Það eru ekki nema 50 ár síðan,
að helstu ríki veraldar tóku hönd-
um saman um að koma í veg fyrir
alla þrælaverslun, og 17 þeirra
lofuðu að beita herstyrk sínum til
þess.
Samt viðgengst þrælasala og
þrælahald enn í dag, einkum í
Abyssiniu, hjeruðunum við Rauða-
hafið, Suður-Arabíu og ýmsum
hjeruðum í Afríku, sem enn eru
lítt kunn. í öllum þessum löndum
er þrælahald, en hve mikið er selt
úr landi af þrælum, veit enginn.
Og það er hægar sagt en gert að
ráða bót á þessu. „Austur er aust-
ur og vestur er vestur — og geta
aldrei sameinast“, segir málshátt-
ur. Og margir þjóðflokkar á þess-
um slóðum geta alls ekki skilið að
neitt sje athugavert við mörg þús-
und ára venjur.
Áiið 1922 ljet Þjóðabandalagið
gamla sjerstaka nefnd rannsaka
hvernig háttað væri þrælahaldi og
þræ’asölu um allan heim. Nefndin
gaf aldrei út nákvæmar skýrslur
um það En sama árið og hún var
skipuð, gerði breskt herskip upp-
tækt arabiskt þrælaskip í Rauða-
hafi. Var það fult af þrælum frá
Abyssiniu og átti að selja þá á
markaði. Einn af nefndarmönnum,
Lugard lávarður kvað upp úr með
það, að þúsundir manna mundu
seldar úr landi í Abyssiniu á hverju
ári.
Abyssinia hafði gengið í Þjóða-
bandalagið, og Haile Selassie keis-
ari komst nú í mestu klípu. Hann
varð að lofa því að afnema þræla-
hald og þrælaverslun. Enginn ef-
aðist um að hann væri sjálfur fús
til þess. En við raman var reip að
draga. Árið 1923 gaf hann þó út lög
um þrælahald. Þar er svo ákveðið,
að þeir sem eigi þræla, megi hafa
þá áfram, en harðlega bannað að
selja þá Þrælaeigandi getur þó arf-
leitt elsta son sinn að þrælum sín-
um, en geri hann það ekki á lög-
formlegan hátt, fá allir þrælamir
frelsi þegar hann deyr. Enn frem-
ur er svo ákveðið að ánauðugra
börn skuli vera frjáls, og ef ambátt
á barn með húsbónda sínum, þá
fær bæði hún og barnið frelsi —
Þræll, sem sætti ómannúðlegri með
ferð og gat sannað það fyrir rjetti,
átti að fá frelsi. Jafnhliða þessum
lögum var stofnað sjerstakt ráðu-
neyti, sem skyldi fjalla um þessi
mál. Og tilætlunin var að þræla-
haldið hyrfi smátt og smátt úr sög-
unni. Það var ekki hægt að afnema
það alt í einu, vegna þess að það
var rótgróið í meðvitund þjóðar-
innar að þrælahald væri bæði eðli-
legt og nauðsynlegt. Nýtt vanda-
mál kom og til sögunnar. Þræl-
arnir, sem fengu frelsi, vissu ekk-
ert hvað þeir áttu af sjer að gera
og gátu ekki sjeð fyrir sjer sjálfir.
Þess verður því sennilega nokkuð
langt að bíða að þrælar þekkist
ekki í Abyssiniu.
Meðal Araba hafa þrælarnir ótal
störf með höndum. Sumir vinna
erfiðisvinnu á ökrum, aðrir eru
verðir, sendisveinar, ökumenn o. s.
frv. Hjá háttsettum embættismönn-
um eru oft 10—12 þrælar á verði
við dyrnar og húsið er fult af á-
nauðugum þjónum. Allir eru þeir
vel til fara. Kóraninn mælir svo
fyrir, að þrælar skuli hafa sama
mat og húsbændur, vera vel klædd
ir og fá fræðslu. Ef einhver er
vondur við þræl sinn á þrællinn að
fá frelsi, segir í Kóraninum. Og hjá
Aröbum lifa þrælar alt öðru lífi
en annars staðar, því að Arabar
kappkosta að lifa eftir fyrirmælum
Kóransins. Á dögum Múhameðs
var þrælahald enn eins og það
hafði verið um þúsundir ára, en