Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 547 og þeir, setið úti undir beru lofti og spjallað saman, og þeim líður álíka vel og mönnunum sem sitja í upphituðum stofum. Þeir verða alls ekki varir við kuldann nema í andliti og öndunarfærunum. Þeim er hlýtt og notalegt, og þeir geta jafnvel verið berhentir. Það eru aðeins eyrun, sem svona mikill kuldi bítur á, ef þau eru ber, ann- ars er manni hlýtt. Þetta á þó ekki við nema logn sje. Ef stormur er rneð 20—30 stiga frosti, þá kell hvern beran blett eftir nokkra stund. En föt Eskimóa mega heita bæði vindheld og frostheld, svo að jafnvel þótt hvast sje, þurfa þeir ekki að eyða mikið fleiri hitaein- ingum þrátt fyrir kuldann. Árið 1906 fór jeg fyrst norður og þá hafði jeg sama smekk á mat og þorri Ameríkana. Á næstu tólf árum eyddi jeg tíu vetrum og sumrum norður frá og lifði sem Eskimói meðal Eskimóa og sem veiðimaður meðal veiðimanna. Af nauðsyn fyrst, en síðan af fúsum vilja fylgdi jeg þeirri reglu „að haga mjer í Róm eins og Rómverj- ar gera“, þar á meðal að borða Eskimóafæðu matreidda á Eski- móa hátt. Um þær mundir var því blákalt haldið fram að það væri heilsu- samlegt fyrir menn að borða sem allra minst af kjöti. Ef einhver át mikið af kjöti, átti hann á hættu að fá gigt, æðakölkun og háan blóð- þrýsting og jafnvel eyðilögð nýru — sem sagt alla þá sjúkdóma, sem eru fylgifiskar ellinnar. Sjerstak- lega var fullyrt að menn hlyti að fá skyrbjúg, ef þeir hefði ekkert grænmeti. Því var haldið fram að það væri „sannað“, að sjómenn, námamenn og landkönnuðir dæi þráfaldlega af skyrbjúg „vegna þess að þeir hefði hvorki grænmeti nje ávexti“. Þrátt fyrir þetta ljetum við okk- ur lynda þarna norður frá að borða stundum ekki annað en kjöt tím- unum saman. En þeir, sem þekkja ekki óbreytta lifnaðarháttu, munu yfirleitt misskilja ef talað er um mataræði alment. Það er því best að jeg segi frá því hreint og beint að aðalfæða Eskimóaflokks, sem jeg var lengi með, var hreindýra- kjöt, en auk þess máske 30% fisk- ur, 10% selkjöt og 5—10% egg, bjarndýrakjöt, fuglakjöt og hjera- kjöt. Nú munu menn máske álíta að þessi matur hafi skifst á, en svo var ekki. Ef við gerum ráð fyr- ir að helmingur allrar fæðu Eski- móa sje hreindýrakjöt, þá borða þeir ekki annað en hreindýrakjöt hálft árið, og bragða það svo ekki hinn helming ársins. Eins er um fiskinn, að þeir eta fisk í öll mál á meðan hann er til. Og eggin eru ekki borðuð með morgunmat um lengri tíma, heldur er lifað ein- göngu á eggjum um varptímann, eða svo sem mánaðartíma á vor- in. Þótt sumir matarsiðir Eskimóa kunni að þykja fráfælandi, þá eru þeir það ekki. Hjer í landi og víð- ar þykir það kotungslegt að borða nýan hlaupost, en þegar hann er orðinn gamall og beiskur bykir hann mesta sælgæti. Sama máli er að gegna um kjöt hjá enska aðlin- um, því að hann lætur slá svo rækilega í fuglakjöt, að jafnvel al- múgamenn þar og menn úr mið- vesturríkjum Bandaríkjanna mundu ekki telja það mannamat. Auðvitað veit jeg það, að þótt það þyki fínt að eta gerjaðan mjólk urmat og úldið kjöt, þá er það tal- in mesta ósvinna að eta siginn fisk. Jeg veit líka að það er alment á- litið að það sje óhollusta í úldnum fiski, þótt það sje ekki í úldnum fuglum. En mjer fanst að það hlyti að vera einkennilegt að sú óholJ- usta skyldi sneiða hjá mat höfð- ingjanna, og aðeins koma niður á mat almúgans. Ef það á nú að bera vott um heldri manna brag að eta stækan ost án þess að gretta sig, og fugla- kjöt með ýlduþef, hvað er þá nið- urlægjandi í því að eta siginn fisk? Og með þessa röksemdaleiðslu í huga byrjaði jeg að eta siginn fisk þótt mjer byði við honum, og því lauk með því að mjer þótti betra að honum bragðið en að nokkrum Camembert osti. Mjer þótti hann betri með hverjum deginum sem leið. Roxy hjet Eskimóinn, sem jeg var hjá, og hann talaði ensku. Hann skýrði mjer frá því að það væri trú Eskimóa, að alt sem væri gott fyrir fullorðna, hlyti og að vera gott fyrir börn þegar þau fara að venjast því. Þess vegna kenna þeir börnunum þegar í æsku að nota tóbak, og þegar þau þroskast þykj- ast þau ekki geta án tóbaks verið. Þó kvað Roxy að hvalveiðimenn hefði sagt sjer að sumir hvítir menn neyttu ekki tóbaks og hann hafði sjálfur komist í kynni við hvíta menn sem notuðu það ekki. En svo hafði Roxy heyrt að hvít- ir menn teldu salt alveg ómissandi, jafnvel fyrir börn, og þess vegna byrji þeir á því að gefa börnum sínum salt á meðan þau eru enn kornung. Það fer því fyrir hvítu börnunum með saltið eins og fyr- ir Eskimóabörnum með tóbakið, að þegar þau þroskast þykjast þau ekki geta án þess verið. En hafi Eskimóum skjöplast í því að tó- bakið sje nauðsynlegt, sagði Roxy. getur þá ekki verið að hvítu mönn- unum skjöplist jafnt í því að salt sje nauðsynlegt? Fyrir þessa röksemdafærslu hans sætti jeg mig nokkurn veginn við það að vera saltlaus. En glaður varð jeg er gest bar þar að garði og gaf mjer hálft pund af salti. Jeg dreifði saltinu á fiskinn minn og þá var hrein nautn að eta hann, og jeg skrifaði þann dag í dagbók-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.