Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Qupperneq 8
548 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ina mína að nú hefði jeg fengið besta matinn, sem jeg hefði bragð- að þennan vetur. En við næstu máltíð gleymdi jeg saltinu þangað til jeg var langt kominn með mat- inn. Jeg borðaði því matinn salt- lausan þann daginn. Tvisvar eða þrisvar síðan stráði jeg salti á mat- inn, en hætti svo við það. Og þeg- ar við skiftum um bústað gleymdi jeg saltinu og það varð eftir. Menn trúa því varla, þótt und- arlegt megi virðast, að okkur hafi þótt ieitt kjöt jafn gott í júlí og í janúar. Ameríkumenn ættu bó ekki að furða sig á þessu, því að þeir vita að Negrar i Suðurríkjun- um eru vitlausir í flesk. Og þeir eru ekki einir um það að vilja feit- meti i hitum. Carl Akeley hefir sagt sögur um það hvernig íbúarn- ir í hitabeltinu í Afríku rífa í sig feitmeti og fara þar fram úr heim- skautsbúunum. Og ferðamenn á Spáni kvarta um að allur matur fljóti í olíú. Eskimóar verða aldrei feitir þeg- ar þeir. hal'a sitt eigið mataræði. Að miústa kosti hefi jeg ekki sjeð neinn fcitan Eskimóa. En þcir geta vcrið í góðum holdum. Sumir verða þriflegri með aldrinum, einkum konur. En þeir eru ekki feitir eft- ir okkar skilningi. Vegna klæðnað- arins virðast þeir vera feitir og cins vcgna þess að þeir eru fullir að vöngum. En það er ætterni. Þeg- ar maður sjcr þá bcra, vottar ekki fyrir ístru á neinum þeirra eða skinnfellingum, sem maður sjcr oft a íólki a baðströndinni hjá Coney Island. Það er alment álitið að Esliimó- ar tyggi mikið seiga fæðu og það sje holt fyrir tennur þeirra. Þessu er það talið að þakka að tannskemdir þekkjast ekki hjá þeim Eskimóum, sem ekki hafa breytt mataræði sinu eftir hattum hvítra manna. En ekki er nú þetta rjett. Þott okkur sje borui mjuk steik þá tyggjum við hana vandlega. En hinn ómentaði Eskimói er alls ó- fróður um nauðsynina á því að tyggja matinn vel, því að móðir hans hefir aldrei sagt honum frá því að það væri heilsusamlegt. Hann bregður því aðeins tönn á munnbitann, veltir honum einu sinni eða tvisvar uppi í sjcr og gleypir hann svo. Að undanteknum taugum og sin- um, er ekkert kjöt seigt fyr en það er soðið. Og þá kemjur tvent til greina um það hvort kjötið er seigt: hvernig það er soðið og ef það er af gamalli skepnu. Aðalmatur Eski- móa er hreindýrakjöt, og um hrein- dýr gildir hið sama og um önnur klaufdýr, að kjötið er seigara af gömlum dýrum. Ung hreindýr eru ákaflega frá á fæti, en gamalt dýr er ferðlítið. Það dregst því aftur úr þegar dýrin eru á hlaupum og verð ur úlfunum að bráð. Eskimóar veiða því sjaldan dýr sem eru eldri en 4—5 ára. Kjötið aí þeim er ekki seigt, hvernig scm það er soðið. Það eru því úlfarnir en ekki Eski- móar, sem bjarga tönnum sínum á því að eta seigt kjöt. Eskimóar borða iðulega frosið kjöt. En A. T. Belcher foringi lög- regluliðsins norður þar, hefur tjáð mjer, að þótt Eskimóum, sem hann hafði undir liendi, þætti „ískrcm“ ágætt á bragðið, þá heíði þeir kvart að um að það væri of kalt til að láta það upp í sig. Þetta fanst hon- um skrítið, svo að hann fór að gera tilraunir um það að láta þá cta til skiftis iskrem og frosið kjöt, og þeir sögðu altaf að ísinn væri miklu kaldari. Hann reyndi þá sjálfur og komst að sömu niðurstöðu. Þetta cr skiljanlegt þegar þess cr gætt, að ísinn er betri hitaleiðari en kjöt, einkum ef kjötið er feitt. Ef menn vílja geta þeir gert tilraun a sjalfum sjer með þetta Farið ur skó og sokkum og stingið oðrurn íætmum ruður í íotu með ískoldu Konungsást Islendinga Þ E G A R Kristján konungur IX. kom til ríkis 1863, sendu 38 Reyk- víkingar honum ávarp í nafni allra íslendinga. Höfðu skrifað undir þetta 23 embættismenn og 15 kaup- sýslumenn (en þeir voru flestir danskir). í þessu ávarpi segir svo: — Satt er það, að ættland vort ligg- ur fjarri hásætisstað yðar, og vjer getunr eigi notið þcirrar glcði og heið- urs nokkru sinni, að sjá yðar. konung- lcgu hátign mcðal vor, cn þcssi fjar- lægð hefur þó aldrei dregið úr þegn- legri konungsholJustu Islendinga; ást lil konunga sinna hefur ávalt verið cin hinna djúpsettustu og helgustu tilfinn- inga í brjósti hvers íslendings; þessi tilfinning hefur að erfðum gengið mann írá manni, og hcfur þótt hinn besti arfur hvers góðs íslendings, enda á hún að styðjast við þá óbifanlegu sann- færingu, að enda þótt ísland sje fjar- la'gt hásætinu, bcri þó konungur það jafnan fyrir brjósti. Á alvörufullri stundu hafið þjer, allra mildasti herra, sest að völdum, þar sem ofstopafullir fjendur fara nú með hern- aði um nokkurn hluta ríkis yðar og ógna frelsi þess. Með gleði mundi hvcr íslendingur lcggja líf sitt í sölurnar til verndar hátign yðvarri, cn það er eitt óhagræðið, scm fjarlægð lands vors hefur í för með sjer, að vjer verðum að silja hjá aðgerðarlausir.... Mælt er að í fornöld hefði menn ekki þorað að segja konungi það, sfin allir vissu að hjegómi vræri og •'krök. Þeir hafa værið hugaðri á 19. öld. vatni og hinum niður í íötu með snjó. Vatnið finst manni þá miklu kaldara — en það er aðeins vegria þess að það er betri hitaleiðari en snjórinn. (Ur bókinni „Not By Bread Alone“).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.