Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Page 10
550
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
að henni tókst að fela sig. Þá skár-
ust sænsku blöðin í leikinn.
Önnur ung stúlka, Daisy Um-
nova, vai; einnig höfuðsetin. Hún
kom á rússneska skipinu „Auran-
ia“ til Karlshamn hinn 9. febr. s.l.
í myrkri tókst henni að laumast
fram hjá verðinum á þilfari og
stökkva í land. Þar var tekið á
móti henni af vinum. En Rússar
sendu flokk manna að leita að
henni. Stúlkan komst undan og
sænska utanríkisráðuneytið neitaði
að framselja hana, þrátt fyrir hin-
ar hörðustu kröfur Rússa. Sá, sem
stjórnaði leitinni að henni, var
starfsmaður í sendiráði Rússa, en
honum var seinna vísað úr landi,
þegar Suurváli málið var á döf-
inni.
FLÓTTAMENNIRNIR hafa með
ærnum líísháska komist úr klóm
Rússa og yíir til Svíþjóðar. í Rúss-
landi eru þau lög, að enginn Rússi
(og þeir telja íbúa Eystrasaltsland-
anna rússneska) megi ráðast á ann-
að skip en rússneskt. Samkvæmt
þessum lögum var sjómaðurinn
Platais handtekinn í pólskri höfn í
september í fyrra. Hann hafði ver-
ið á sænsku skipi frá því árið 1946,
en hann var svo ógætinn að fara
á land í pólskri höfn. Hann var
með sænskt vegabrjef, en því var
ckki skeytt. Hann var tekinn, og
Svíar gátu ekki bjargað honum.
Á sama hátt fór fyrir lettneska
sjómanninum Ewald Apenits. Þá
g?f sænska sjómannaráðið út við-
vörun (26. jan. s.l.) um að flótta-
menn skyldu ekki ráðast á skip,
sem ætti að fara til Póllands.
Þannig hverfa menn. Og í Sví-
þjóð hafa einnig nokkrir flótta-
menn horfið, svo enginn veit hvað
um þá hefur orðið. Hafa þeir ver-
ið fluttir úr landi með valdi? Því
getur enginn svarað nema rúss-
neska sendiráðið.
ENGIN takmörk eru fyrir þeirri
frekju, sem flugumenn Rússa beita,
þegar þeir eru að afla sjer vitn-
eskju um verustaði þeirra flótta-
manna, sem enn eru í Svíþjóð. —
Fyrir nokkru kom fyrir atvik í
Málmey, sem lögreglunni þykir að-
gæsluvert. Hjá Mardalsvágen er
barnaleikvöllur. Þangað kemur
miðaldra „sjómaður“ og fer að tala
við börnin á bjagaðri sænsku. Hann
komst brátt að erindinu. Hann
kvaðst hafa heyrt að margar fjöl-
skyldur flóttamanna frá Eystra-
saltslöndunum ætti heima þar í
grend og spurði börnin hvort þau
þekti ekki einhver flóttamanna-
börn.
Nú vildi svo til, að þarna á leik-
vellinum var ellefu ára gömul telpa
frá Eistlandi. Börnin sögðu frá
henni. Maðurinn tók hana þá tali
og kvaðst vera kaupmaður frá
Stokkhólmi og hefði mikið af vör-
um, sem hann vildi selja flóttafólk-
inu. Hann kvaðst mundu selja vör-
urnar við mjög vægu verði, því að
hann vildi gjarna hjálpa flóttafólk-
inu. Bað hann nú telpuna að segja
sjer hvar flóttafólkið ætti heima,
og þá gæti hann sent því vörur að
gjöf.
Foreldrar litlu telpunnar höfðu
harðlega bannað henni að gefa ó-
kunnugum upplýsingar um veru-
stað flóttamanna, og hún þagði því.
Seinast tók maðurinn fram krónu
og bauð henni. Þá flýði telpan heim
til sín og sagði föður sínum frá
þessu. Hann fór til leikvallarins. en
þá var hinn horfinn.
Á Lágerö hjá Norrtáljeviken er
heimili fyrir börn flóttamanna. —
Þangað koma oft flugumenn Rússa.
Einhverju sinni kom fallegur bíll
akandi eftir skógargöngunum og
staðnæmdist fyrir framan barna-
heimilið. Við stýrið sat 19 ára pilt-
ur, sem hafði verið vikadrengur
þarna árið áður, en verið rekinn
fyrir ósæmilega hegðan. Hitt var
fullorðinn maður í Khakifötum og
hann kunni ekki sænsku.
Bílstjórinn fór rakleitt inn í húsa-
garðinn, en forstöðukonan kom á
móti honum og skipaði honum að
hypja sig burt. Hann fór þá og ók
bílnum þangað, sem hann sá nokk-
ur börn vera að leika sjer. Þeir
tældu svo börnin til þess að koma
að bílnum og þar voru þau spurð
rækilega um það hvar foreldrar
þeirra ætti heima og -hvar kunn-
ingjafólk þeirra í Stokkhólmi ætti
heima. Forstöðukonuna bar þá þar
að, og þá skipaði hinn khaki-
klæddi, að aka sem hraðast burt.
Forstöðukonan sá ekkert númer á
bílnum, en hún kærði þetta fyrir
lögreglunni ög upp frá því var
haldinn lögregluvörður um barna-
heimilið.
Með því að æsa upp ævintýra-
þrá í tveimur fermingardrengjum,
Zembit Mustel og Reino Urm,
tókst Rússum að lokka þá burt frá
foreldrunum og um borð í rúss-
neskt skip, sem flutti þá til Libau.
Þegar þeir voru þangað komnir
voru þeir látnir romsa úr sjer í út-
varpið utanað lærðar frásagnir um
það, hvað sjer hefði liðið illa í Sví-
þjóð. Ekki getur svo heimskulegur
áróður haft nein áhrif á flóttamenn
ina í Svíþjóð, enda mun honum
hafa verið stefnt til þeirra, sem
heima sitja í Eystrasaltslöndunum
og þrá út af lífinu að komast úr
landi.
SNEMMA í febrúar 1949 ljet sendi-
ráð Rússa í Stokkhólmi svolátandi
fjölritað brjef fara til fjölda flótta-
manna.
— Sovjet sendiráðið tilkvnnir
yður hjer með að þjer getið horfið
heim aftur mjög bfáðlega. Ferða-
kostnað greiðir rússneska stjórn-
in.-----
Síðan hefur stöðugum áróðri
verið haldið uppi. Alls konar pjes-
ar og blöð er sent til flóttamann-